Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki fær verðlaunin en þau eru veitt árlega í nokkrum flokkum af fagtímaritinu Global Health and Pharma. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu en Algalíf framleiðir fæðubótarefnið astaxanthín úr örþörungum sem ræktaðir eru innanhúss í starfsstöð fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Líftæknifyrirtækið hyggst þrefalda framleiðslu sína á fæðubótarefninu með því að stækka verksmiðju sína um rúmlega helming. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina að áætlanir geri ráð fyrir að ársvelta fyrirtækisins muni fjórfaldast eftir stækkunina og fara úr 1,5 milljarði króna í um 5,5 milljarð króna.
Algalíf Iceland var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S. Í tilkynningu er Algalíf sagt vera lang stærsta örþörungafyrirtæki á Íslandi og í fararbroddi í Evrópu.
„Starfsemin hefur gengið mjög vel að undanförnu og það er afskaplega ánægjulegt að fá viðurkenningu í formi þessara virtu verðlauna,“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs, í tilkynningu.
„Þessi verðlaun eru fyrst og fremst rós í hnappagatið fyrir starfsfólk Algalífs.“