Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Sylvía Hall skrifar 6. maí 2021 22:20 Kathleen Folbigg afplánað 18 ár af þrjátíu ára fangelsisdómi sínum. EPA/Joel Carrett Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. Beiðni Folbigg nýtur mikils stuðnings, en um níutíu vísindamenn og læknar hafa lýst því yfir að börnin hafi látist af eðlilegum orsökum og Folbigg sé mögulega fórnarlamb mikils óréttlætis. Frumburður Folbigg, Caleb, fæddist árið 1989 og lést aðeins 19 dögum síðar. Tveimur árum síðar eignaðist hún soninn Patrick sem lést aðeins átján mánaða gamall. Dóttir hennar Sarah fæddist svo tveimur árum eftir andlát Patrick, en hún lést tíu mánaða. Fjórða barn Folbigg, Laura, lést árið 1999 þá 19 mánaða gömul. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós að báðar stúlkurnar erfðu nýuppgötvaðan erfðabreytileika frá móður sinni, sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Folbigg leggur inn beiðnina á grundvelli nýrra gagna sem hún segir sanna að læknisfræðilegir þættir hafi leitt til andláta barna hennar. Hún hefur þó áður látið reyna á málið fyrir áfrýjunardómstól með litlum árangri, en kröfu hennar var síðast vísað frá í lok mars. Í yfirlýsingu frá vinkonu Folbigg í kjölfar frávísunarinnar sagði hún niðurstöðuna varpa fram fleiri spurningum en svörum. Málið hefði nú hlotið heimsathygli og margir væru undrandi yfir niðurstöðunni. „Augu fólks um allan heim eru nú á þessu máli og það eru fleiri Ástralir réttilega að spyrja sig hvers vegna Kath er enn í fangelsi eftir átján ár þegar það benda sífellt fleiri vísindaleg sönnunargögn til þess að hún sé saklaus.“ Forseti áströlsku vísindaakademíunnar hefur sakað dómara dómstólsins um að draga rangar ályktanir af gögnum sem sýni skýrlega fram á erfðafræðilegar vísbendingar sem gætu útskýrt andlátin. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Beiðni Folbigg nýtur mikils stuðnings, en um níutíu vísindamenn og læknar hafa lýst því yfir að börnin hafi látist af eðlilegum orsökum og Folbigg sé mögulega fórnarlamb mikils óréttlætis. Frumburður Folbigg, Caleb, fæddist árið 1989 og lést aðeins 19 dögum síðar. Tveimur árum síðar eignaðist hún soninn Patrick sem lést aðeins átján mánaða gamall. Dóttir hennar Sarah fæddist svo tveimur árum eftir andlát Patrick, en hún lést tíu mánaða. Fjórða barn Folbigg, Laura, lést árið 1999 þá 19 mánaða gömul. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós að báðar stúlkurnar erfðu nýuppgötvaðan erfðabreytileika frá móður sinni, sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Folbigg leggur inn beiðnina á grundvelli nýrra gagna sem hún segir sanna að læknisfræðilegir þættir hafi leitt til andláta barna hennar. Hún hefur þó áður látið reyna á málið fyrir áfrýjunardómstól með litlum árangri, en kröfu hennar var síðast vísað frá í lok mars. Í yfirlýsingu frá vinkonu Folbigg í kjölfar frávísunarinnar sagði hún niðurstöðuna varpa fram fleiri spurningum en svörum. Málið hefði nú hlotið heimsathygli og margir væru undrandi yfir niðurstöðunni. „Augu fólks um allan heim eru nú á þessu máli og það eru fleiri Ástralir réttilega að spyrja sig hvers vegna Kath er enn í fangelsi eftir átján ár þegar það benda sífellt fleiri vísindaleg sönnunargögn til þess að hún sé saklaus.“ Forseti áströlsku vísindaakademíunnar hefur sakað dómara dómstólsins um að draga rangar ályktanir af gögnum sem sýni skýrlega fram á erfðafræðilegar vísbendingar sem gætu útskýrt andlátin.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira