Þrír karlar og ein kona ákærð í Rauðagerðismálinu Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. maí 2021 15:57 Frá rannsókn lögreglu við Rauðagerði sunnudaginn 14. febrúar. Vísir/Vésteinn Þrír karlar og ein kona hafa verið ákærð í Rauðagerðismálinu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fjórmenningarnir eru allir ákærðir fyrir 221. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp og á það að hafa verið unnið í samverknaði. Angjelin Sterkaj, frá Albaníu, er einn hinna ákærðu. Hann hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai við heimili Armando í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. Var Armando skotinn níu sinnum með 22 kalíbera skammbyssu sem búin var hljóðdeyfi. Kærasta Angjelin, sem er frá Portúgal, er einnig ákærð en eins og kom fram í Kompás í síðustu viku er hún grunuð um að hafa elt Armando kvöldið örlagaríka. Tveir karlmenn til viðbótar, báðir frá Albaníu, eru einnig ákærðir vegna málsins. Annar þeirra var vinur þess myrta en hinn Albaninn var í bíl með Angjelin kvöldið sem Armando var myrtur. Málið var sent til héraðssaksóknara þann 3. maí síðastliðinn og höfðu þá 14 manns stöðu sakbornings. Ekki er ljóst hvað héraðssaksóknari hyggst hafast að hvað tíu af þeim fjórtán varðar. Einn þeirra tíu er rúmlega fertugur Íslendingur sem var í gæsluvarðhaldi um tíma vegna rannsóknar málsins. Var hann grunaður á sínum tíma um að vera upplýsingagjafi lögreglu samhliða því að vera stórtækur í fíkniefnaheiminum. Gögnum þess efnis var lekið í upphafi árs. Fjallað var um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás í síðustu viku. Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, gagnrýndi þar lögreglu fyrir að hafa haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandinu. Hér má sjá viðtalið við Þórönnu: Fljótlega eftir morðið bárust fréttir af því að það tengdist mögulega skipulagðri glæpastarfsemi sem leiddi til einnar umfangsmestu rannsóknar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðist í. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi: Kompás Morð í Rauðagerði Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Angjelin Sterkaj, frá Albaníu, er einn hinna ákærðu. Hann hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai við heimili Armando í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. Var Armando skotinn níu sinnum með 22 kalíbera skammbyssu sem búin var hljóðdeyfi. Kærasta Angjelin, sem er frá Portúgal, er einnig ákærð en eins og kom fram í Kompás í síðustu viku er hún grunuð um að hafa elt Armando kvöldið örlagaríka. Tveir karlmenn til viðbótar, báðir frá Albaníu, eru einnig ákærðir vegna málsins. Annar þeirra var vinur þess myrta en hinn Albaninn var í bíl með Angjelin kvöldið sem Armando var myrtur. Málið var sent til héraðssaksóknara þann 3. maí síðastliðinn og höfðu þá 14 manns stöðu sakbornings. Ekki er ljóst hvað héraðssaksóknari hyggst hafast að hvað tíu af þeim fjórtán varðar. Einn þeirra tíu er rúmlega fertugur Íslendingur sem var í gæsluvarðhaldi um tíma vegna rannsóknar málsins. Var hann grunaður á sínum tíma um að vera upplýsingagjafi lögreglu samhliða því að vera stórtækur í fíkniefnaheiminum. Gögnum þess efnis var lekið í upphafi árs. Fjallað var um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás í síðustu viku. Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, gagnrýndi þar lögreglu fyrir að hafa haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandinu. Hér má sjá viðtalið við Þórönnu: Fljótlega eftir morðið bárust fréttir af því að það tengdist mögulega skipulagðri glæpastarfsemi sem leiddi til einnar umfangsmestu rannsóknar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðist í. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi:
Kompás Morð í Rauðagerði Lögreglumál Tengdar fréttir Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00