Meiri kraftur - meira gaman Logi Einarsson skrifar 13. maí 2021 08:01 Nú þegar birtir til, veiran á undanhaldi og við sjáum fram á að endurheimta loksins eðlilegra líf verður að halda vel á spilunum og tryggja að uppgangurinn framundan verði í þágu okkar allra. Við í Samfylkingunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar svo að öll fái notið okkar góða íslenska sumars og við getum hafið upptaktinn fyrir endurreisnina að bólusetningum loknum; búið til frjórri jarðveg fyrir nýja ríkisstjórn í haust. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt á spilin og komið fram með ýmsar aðgerðir, margar ágætar, en það er útséð með að þau ætli ekki að gera nóg til að mæta atvinnuleysi. Úrræði fyrir námsmenn og ungt fólk eru langt því frá nægilega sterk og hægt væri að setja mun meiri kraft í nýsköpun og skapandi greinar. Þess vegna leggur Samfylkingin til sex markvissar aðgerðir til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn. Og til að tryggja að fólk og fyrirtæki þurfi ekki að byrja að hafa áhyggjur um mitt sumar af framtíðinni. Ein mikilvægasta aðgerðin er að veittur verði tímabundinn skattafsláttur þegar einstaklingar koma aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Einnig leggjum við til að gera fyrirtækjum kleift að ráða nýútskrifaða einstaklinga úr háskóla- og iðnnámi til starfa á ráðningarstyrk til sex mánaða. Leið Samfylkingarinnar er einföld í framkvæmd og felur í sér tvöföldun persónuafsláttar í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Með þessu er komið til móts við heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli og þurft að ganga á sjóði sína eða safna skuldum og þeim gert kleift að vinna sig hraðar upp. Þá þarf hagkerfið til framtíðar að byggja mun meira á hugviti við verðmætasköpun. Ef við ætlum að bæta lífskjör og ná tökum á atvinnuleysinu eigum við ekki bara að ræsa vélina óbreytta, heldur skapa fleiri ný og spennandi störf við nýsköpun, þróun og listir. Því leggjum við til að festa í sessi tímabundna hækkun endurgreiðslna á rannsóknar- og þróunarkostnaði og tryggja fyrirtækjum fyrirsjáanleika og hvata. Einnig að auka framlög til Tækniþróunarsjóðs svo að fleiri verkefni sem hljóta framúrskarandi einkunn verði styrkt. Auk þess viljum við styrkja sviðslista- og tónlistarfólk í sumar til að halda viðburði um allt land. Í því felast tækifæri fyrir listafólk, en þessi aðgerð stuðlar líka að skemmtilegra og litríkara sumri fyrir okkur öll sem fáum að njóta öflugrar menningardagskrár. Þessar aðgerðir borga sig, því hvert prósentustig atvinnuleysis kostar ríkissjóð 6 milljarða á hverju ári, fyrir utan þann skaða sem það hefur í för með sér fyrir heimilin og einstaklingana. Það er sóun sem við höfum ekki efni á. Verkefnið framundan er að koma fólki og fyrirtækjum hratt af stað og þar skiptir hver mánuður máli. Það er brýnt að aðgerðirnar komi strax til framkvæmda um leið og við ljúkum bólusetningum, afléttum takmörkunum og blásum til nýrrar sóknar. Við erum kraftmikil og vel menntuð þjóð, rík af hugviti og auðlindum og við eigum að setja markið hátt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Logi Einarsson Mest lesið Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú þegar birtir til, veiran á undanhaldi og við sjáum fram á að endurheimta loksins eðlilegra líf verður að halda vel á spilunum og tryggja að uppgangurinn framundan verði í þágu okkar allra. Við í Samfylkingunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar svo að öll fái notið okkar góða íslenska sumars og við getum hafið upptaktinn fyrir endurreisnina að bólusetningum loknum; búið til frjórri jarðveg fyrir nýja ríkisstjórn í haust. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt á spilin og komið fram með ýmsar aðgerðir, margar ágætar, en það er útséð með að þau ætli ekki að gera nóg til að mæta atvinnuleysi. Úrræði fyrir námsmenn og ungt fólk eru langt því frá nægilega sterk og hægt væri að setja mun meiri kraft í nýsköpun og skapandi greinar. Þess vegna leggur Samfylkingin til sex markvissar aðgerðir til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn. Og til að tryggja að fólk og fyrirtæki þurfi ekki að byrja að hafa áhyggjur um mitt sumar af framtíðinni. Ein mikilvægasta aðgerðin er að veittur verði tímabundinn skattafsláttur þegar einstaklingar koma aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Einnig leggjum við til að gera fyrirtækjum kleift að ráða nýútskrifaða einstaklinga úr háskóla- og iðnnámi til starfa á ráðningarstyrk til sex mánaða. Leið Samfylkingarinnar er einföld í framkvæmd og felur í sér tvöföldun persónuafsláttar í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Með þessu er komið til móts við heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli og þurft að ganga á sjóði sína eða safna skuldum og þeim gert kleift að vinna sig hraðar upp. Þá þarf hagkerfið til framtíðar að byggja mun meira á hugviti við verðmætasköpun. Ef við ætlum að bæta lífskjör og ná tökum á atvinnuleysinu eigum við ekki bara að ræsa vélina óbreytta, heldur skapa fleiri ný og spennandi störf við nýsköpun, þróun og listir. Því leggjum við til að festa í sessi tímabundna hækkun endurgreiðslna á rannsóknar- og þróunarkostnaði og tryggja fyrirtækjum fyrirsjáanleika og hvata. Einnig að auka framlög til Tækniþróunarsjóðs svo að fleiri verkefni sem hljóta framúrskarandi einkunn verði styrkt. Auk þess viljum við styrkja sviðslista- og tónlistarfólk í sumar til að halda viðburði um allt land. Í því felast tækifæri fyrir listafólk, en þessi aðgerð stuðlar líka að skemmtilegra og litríkara sumri fyrir okkur öll sem fáum að njóta öflugrar menningardagskrár. Þessar aðgerðir borga sig, því hvert prósentustig atvinnuleysis kostar ríkissjóð 6 milljarða á hverju ári, fyrir utan þann skaða sem það hefur í för með sér fyrir heimilin og einstaklingana. Það er sóun sem við höfum ekki efni á. Verkefnið framundan er að koma fólki og fyrirtækjum hratt af stað og þar skiptir hver mánuður máli. Það er brýnt að aðgerðirnar komi strax til framkvæmda um leið og við ljúkum bólusetningum, afléttum takmörkunum og blásum til nýrrar sóknar. Við erum kraftmikil og vel menntuð þjóð, rík af hugviti og auðlindum og við eigum að setja markið hátt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun