Ekkert bendir til að átökunum linni í bráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2021 12:30 Ísraelskir skriðdrekar á leiðinni að landamærunum við Gasasvæðið í dag. AP/Tsafrir Abayov Minnst 119 eru látin á Gasasvæðinu eftir árásir Ísraela síðustu daga en ísraelski herinn bætti enn í árásir sínar í nótt. Ísraelar gerðu árásir úr lofti og á jörðu niðri í nótt. Herinn hefur ekki gert innrás á Gasasvæðið en hefur rætt opinberlega um þann möguleika. Myndefni frá svæðinu í nótt sýnir ísraelskar flugvélar, stórskotalið og herskip varpa sprengjum yfir Gasasvæðið. Hamas-samtökin hafa á móti skotið eldflaugum að borgum Ísraelsmanna. Átta hafa farist í þeim árásum en loftvarnarkerfi Ísraelsmanna hefur grandað flestum flaugunum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði Ísraelsher í nótt ekki ætla að gefa eftir. „Ég sagði ykkur að við myndum ná miklum árangri í baráttunni gegn Hamas og öðrum hryðjuverkasamtökum. Það höfum við gert og það munum við áfram gera.“ Átök úti á götu Þá hefur sömuleiðis komið til átaka á milli landtökufólks og ísraelskra Araba á götum hverfa sem landtökufólk ásælist. Ísraelska lögreglan segir Araba reglulega stofna til átaka en lögregla er sökuð um að líta framhjá árásum Gyðinga á heimili Araba. Átökin á svæðinu nú eru þau verstu í tæpan áratug og ekkert bendir til þess að þeim linni í bráð. Ísraelar sakaðir um þjóðernishreinsanir Togstreitan hefur magnast hægt og rólega undanfarnar vikur vegna tilrauna Ísraelsmanna til þess að bera Palestínumenn út af heimilum sínum í Austur-Jerúsalem og segja Palestínumenn þær aðgerðir ekkert annað en þjóðernishreinsanir. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun þar sem þess verður krafist að íslensk stjórnvöld bregðist við átökunum með því að setja viðskiptabann á Ísrael. Ísrael Palestína Tengdar fréttir VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 „Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59 Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sjá meira
Ísraelar gerðu árásir úr lofti og á jörðu niðri í nótt. Herinn hefur ekki gert innrás á Gasasvæðið en hefur rætt opinberlega um þann möguleika. Myndefni frá svæðinu í nótt sýnir ísraelskar flugvélar, stórskotalið og herskip varpa sprengjum yfir Gasasvæðið. Hamas-samtökin hafa á móti skotið eldflaugum að borgum Ísraelsmanna. Átta hafa farist í þeim árásum en loftvarnarkerfi Ísraelsmanna hefur grandað flestum flaugunum. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sagði Ísraelsher í nótt ekki ætla að gefa eftir. „Ég sagði ykkur að við myndum ná miklum árangri í baráttunni gegn Hamas og öðrum hryðjuverkasamtökum. Það höfum við gert og það munum við áfram gera.“ Átök úti á götu Þá hefur sömuleiðis komið til átaka á milli landtökufólks og ísraelskra Araba á götum hverfa sem landtökufólk ásælist. Ísraelska lögreglan segir Araba reglulega stofna til átaka en lögregla er sökuð um að líta framhjá árásum Gyðinga á heimili Araba. Átökin á svæðinu nú eru þau verstu í tæpan áratug og ekkert bendir til þess að þeim linni í bráð. Ísraelar sakaðir um þjóðernishreinsanir Togstreitan hefur magnast hægt og rólega undanfarnar vikur vegna tilrauna Ísraelsmanna til þess að bera Palestínumenn út af heimilum sínum í Austur-Jerúsalem og segja Palestínumenn þær aðgerðir ekkert annað en þjóðernishreinsanir. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á morgun þar sem þess verður krafist að íslensk stjórnvöld bregðist við átökunum með því að setja viðskiptabann á Ísrael.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 „Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59 Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sjá meira
VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50
„Þetta var blóðbað“ Her Ísraels skaut 450 eldflaugum og sprengju, úr 160 flugvélum að 150 skotmörkum, á um 40 mínútum á norðurhluta Gasa-strandarinnar í nótt. Árásirnar beindust gegn jarðgöngum Hamas-samtakanna sem munu hafa verið grafin þar en minnst átta almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum, þar af fjögur börn. 14. maí 2021 11:59
Ísraelsher bætir í árásirnar á Gaza Ísraelsher bætti í árásir sínar á Gaza svæðið í nótt og palestínskir vígamenn hafa einnig haldið áfram eldflaugaskothríð sinni yfir til Ísraels frá Gaza en nú hefur þessi átakahrina staðið í fimm daga. 14. maí 2021 07:05