Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 10:21 Boris Johnson, forsætisráðherra. EPA/Jessica Taylor Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. Ríkisstjórn Johnsons setti Indland á lista yfir áhættusvæði þann 23. apríl, þó ákvörðunin hefði verið tilkynnt fjórum dögum áður. Fólk sem kemur frá skilgreindum áhættusvæðum er skikkað til að vera í sóttkví á þar til skilgreindum sóttkvíarhótelum. Heilbrigðisyfirvöld á Bretlandi tilkynntu í gær að 1.313 hefðu greinst smitaðir af indverska afbrigðinu. Samkvæmt frétt Sky News er það nærri því þrefalt fleiri en greindust með afbrigðið fyrir þremur vikum. Hið indverska afbrigði er talið smitast rúmlega 50 prósent betur manna á milli en afbrigðið sem hefur verið ráðandi þar í landi og kallast breska afbrigðið, eða Kent afbrigðið á Bretlandi. Eins og áður segir stendur til að slaka á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. Meðal annars stendur til að leyfa fólki að koma saman í meira mæli innandyra, til að mynda á heimilum og á krám. Sérfræðingar óttast að það muni hafa slæm áhrif og þá sérstaklega á yngra fólk, sem er minna bólusett og líklegra til að koma saman í miklu fjölmenni. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir vísindamenn nokkuð örugga á því að þau bóluefni sem til eru veiti vörn gegn indverska afbrigðinu. Hins vegar geti það farið um óbólusett fólk eins og eldur í sinu. "We have a high degree of confidence that the vaccine will overcome."Health Secretary @MattHancock says early data gives a "degree of confidence" that the #COVID19 vaccines work against the Indian variant. #Ridge: https://t.co/3tZ5MrLvaA pic.twitter.com/8rvPi1bwpl— Sophy Ridge on Sunday (@RidgeOnSunday) May 16, 2021 Hann sagði indverska afbrigðið að verða ráðandi í sumum hlutum Bretlands eins og Bolton og Blackburn. Í Bolton hafi margir endað á sjúkrahúsi og yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefði ekki látið bólusetja sig. Í samtali við Sky hvatti Hancock þá sem hafa ekki verið bólusettir en eiga rétt á því, að fara sem fyrst. Hefur greinst á landamærum Íslands Indverska afbrigðið hefur greinst á landamærum Íslands. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði í vikunni að það hefði gerst tvisvar sinnum og viðkomandi hefðu verið einangraðir í sóttvarnarhúsi. Annars eru langflestir þeirra sem greinast smitaðir á landamærunum með breska afbrigðið. Þá sagðist Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vongóður um að Íslendingum tækist vel að hemja afbrigðið hér á landi. Hann sagði einnig að ekkert benti til þess að bóluefni virki ekki gegn afbrigðinu. Covid-19 hefur þó verið í hraðri útbreiðslu á Seychelleseyjum þar sem margir bólusettir hafa greinst með indverska afbrigðið. Um 60 prósent íbúa hafa verið fullbólusettir með bóluefnum frá Kína. Um þriðjungur þeirra sem hafa greinst smitaðir á eyjunum hafa verið fullbólusettir. Bretland Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Telja virkni kínverskra bóluefna gegn veirunni litla Æðsti embættismaður sóttvarna í Kína viðurkennir að virkni bóluefna sem hafa verið þróuð þar gegn kórónuveirunni sé lítil. Yfirvöld íhugi af þessum sökum að blanda efnunum saman til þess að freista þess að auka virknina. 11. apríl 2021 08:04 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Undirróður gegn bólusetningum lætur enn á sér kræla Kórónuveirufaraldurinn og kapphlaupið við að bólusetja heimsbyggðina hefur hleypt auknu lífi í hreyfingu andstæðinga bólusetninga í heiminum. Grunnstoðir hreyfingarinnar hvíla enn að miklu leyti á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi fyrir blekkingar sínar. 15. maí 2021 09:01 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Ríkisstjórn Johnsons setti Indland á lista yfir áhættusvæði þann 23. apríl, þó ákvörðunin hefði verið tilkynnt fjórum dögum áður. Fólk sem kemur frá skilgreindum áhættusvæðum er skikkað til að vera í sóttkví á þar til skilgreindum sóttkvíarhótelum. Heilbrigðisyfirvöld á Bretlandi tilkynntu í gær að 1.313 hefðu greinst smitaðir af indverska afbrigðinu. Samkvæmt frétt Sky News er það nærri því þrefalt fleiri en greindust með afbrigðið fyrir þremur vikum. Hið indverska afbrigði er talið smitast rúmlega 50 prósent betur manna á milli en afbrigðið sem hefur verið ráðandi þar í landi og kallast breska afbrigðið, eða Kent afbrigðið á Bretlandi. Eins og áður segir stendur til að slaka á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. Meðal annars stendur til að leyfa fólki að koma saman í meira mæli innandyra, til að mynda á heimilum og á krám. Sérfræðingar óttast að það muni hafa slæm áhrif og þá sérstaklega á yngra fólk, sem er minna bólusett og líklegra til að koma saman í miklu fjölmenni. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir vísindamenn nokkuð örugga á því að þau bóluefni sem til eru veiti vörn gegn indverska afbrigðinu. Hins vegar geti það farið um óbólusett fólk eins og eldur í sinu. "We have a high degree of confidence that the vaccine will overcome."Health Secretary @MattHancock says early data gives a "degree of confidence" that the #COVID19 vaccines work against the Indian variant. #Ridge: https://t.co/3tZ5MrLvaA pic.twitter.com/8rvPi1bwpl— Sophy Ridge on Sunday (@RidgeOnSunday) May 16, 2021 Hann sagði indverska afbrigðið að verða ráðandi í sumum hlutum Bretlands eins og Bolton og Blackburn. Í Bolton hafi margir endað á sjúkrahúsi og yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefði ekki látið bólusetja sig. Í samtali við Sky hvatti Hancock þá sem hafa ekki verið bólusettir en eiga rétt á því, að fara sem fyrst. Hefur greinst á landamærum Íslands Indverska afbrigðið hefur greinst á landamærum Íslands. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði í vikunni að það hefði gerst tvisvar sinnum og viðkomandi hefðu verið einangraðir í sóttvarnarhúsi. Annars eru langflestir þeirra sem greinast smitaðir á landamærunum með breska afbrigðið. Þá sagðist Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vongóður um að Íslendingum tækist vel að hemja afbrigðið hér á landi. Hann sagði einnig að ekkert benti til þess að bóluefni virki ekki gegn afbrigðinu. Covid-19 hefur þó verið í hraðri útbreiðslu á Seychelleseyjum þar sem margir bólusettir hafa greinst með indverska afbrigðið. Um 60 prósent íbúa hafa verið fullbólusettir með bóluefnum frá Kína. Um þriðjungur þeirra sem hafa greinst smitaðir á eyjunum hafa verið fullbólusettir.
Bretland Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Telja virkni kínverskra bóluefna gegn veirunni litla Æðsti embættismaður sóttvarna í Kína viðurkennir að virkni bóluefna sem hafa verið þróuð þar gegn kórónuveirunni sé lítil. Yfirvöld íhugi af þessum sökum að blanda efnunum saman til þess að freista þess að auka virknina. 11. apríl 2021 08:04 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Undirróður gegn bólusetningum lætur enn á sér kræla Kórónuveirufaraldurinn og kapphlaupið við að bólusetja heimsbyggðina hefur hleypt auknu lífi í hreyfingu andstæðinga bólusetninga í heiminum. Grunnstoðir hreyfingarinnar hvíla enn að miklu leyti á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi fyrir blekkingar sínar. 15. maí 2021 09:01 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38
Telja virkni kínverskra bóluefna gegn veirunni litla Æðsti embættismaður sóttvarna í Kína viðurkennir að virkni bóluefna sem hafa verið þróuð þar gegn kórónuveirunni sé lítil. Yfirvöld íhugi af þessum sökum að blanda efnunum saman til þess að freista þess að auka virknina. 11. apríl 2021 08:04
Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36
Undirróður gegn bólusetningum lætur enn á sér kræla Kórónuveirufaraldurinn og kapphlaupið við að bólusetja heimsbyggðina hefur hleypt auknu lífi í hreyfingu andstæðinga bólusetninga í heiminum. Grunnstoðir hreyfingarinnar hvíla enn að miklu leyti á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi fyrir blekkingar sínar. 15. maí 2021 09:01