Guðbjörg Oddný vill fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins í kraganum Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 14:17 Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún segist vilja á þing fyrir ungt fjölskyldufólk því nauðsyn sé á fulltrúm þeirra þar. Í yfirlýsingu kemur fram að Guðbjörg Oddný er fædd 5. febrúar 1985 og er gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi og eiga þau þrjú börn. Guðbjörg lauk MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands 2011 og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2006. „Það vantar fulltrúa ungs fjölskyldufólks á Alþingi; fulltrúa þeirra sem eru allt í senn að ala upp börn, koma sér upp heimili og skapa sér starfsvettvang,“ er haft eftir Guðbjörgu í áðurnefndri yfirlýsingu. „Framtíð barnanna okkar er framtíð þjóðarinnar. Frá því ég man eftir mér hef ég hugsað um samfélagið og reynt að hafa áhrif á mitt nærumhverfi. Það hefur verið gaman og krefjandi að vinna að ýmsum góðum málum í Hafnarfirði undanfarin ár, bæði sem varabæjarfulltrúi og í nefndarstörfum hjá bænum. Núna finnst mér tímabært að ég stíga skrefið lengra og verða fulltrúi flokksins á Alþingi.“ „MIikilvægt er að hugað sé vel að einstaklingunum, frelsi þeirra og frumkvæði. Ég tala fyrir því að umgjörðin í málefnum barna virki þeim til heilla. Ég brenn fyrir framþróun í menntamálum og nýsköpun í kennsluháttum. Einnig þarf að gera ungu fólki auðveldara að eignast sitt eigið húsnæði.“ Guðbjörg Oddný varð fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði eftir að hún skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þar í sveitarstjórnarkosningunum 2008. Á vegum flokksins hefur hún setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er einnig fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. „Það hefur verið góð reynsla að starfa á vettvangi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að fjölbreyttum málum. Ánægjulegast er að sjá hvernig þjónusta við barnafjölskyldur hefur sífellt verið að eflast og hve vel hefur gengið með rekstur og fjármálastjórn bæjarins.“ Guðbjörg Oddný hefur þar að auki sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár, samkvæmt yfirlýsingunni, og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Samhliða því að vera varabæjarfulltrúi starfar Guðbjörg Oddný sem upplýsingastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics sem er 30 ára nýsköpunar fyrirtæki sem selur laxahrogn til fiskeldisstöðva út um allan heim og er með skrifstofur sínar í Hafnarfirði. Prófkjörið fer fram 10. til 12. júní. Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í yfirlýsingu kemur fram að Guðbjörg Oddný er fædd 5. febrúar 1985 og er gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi og eiga þau þrjú börn. Guðbjörg lauk MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands 2011 og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2006. „Það vantar fulltrúa ungs fjölskyldufólks á Alþingi; fulltrúa þeirra sem eru allt í senn að ala upp börn, koma sér upp heimili og skapa sér starfsvettvang,“ er haft eftir Guðbjörgu í áðurnefndri yfirlýsingu. „Framtíð barnanna okkar er framtíð þjóðarinnar. Frá því ég man eftir mér hef ég hugsað um samfélagið og reynt að hafa áhrif á mitt nærumhverfi. Það hefur verið gaman og krefjandi að vinna að ýmsum góðum málum í Hafnarfirði undanfarin ár, bæði sem varabæjarfulltrúi og í nefndarstörfum hjá bænum. Núna finnst mér tímabært að ég stíga skrefið lengra og verða fulltrúi flokksins á Alþingi.“ „MIikilvægt er að hugað sé vel að einstaklingunum, frelsi þeirra og frumkvæði. Ég tala fyrir því að umgjörðin í málefnum barna virki þeim til heilla. Ég brenn fyrir framþróun í menntamálum og nýsköpun í kennsluháttum. Einnig þarf að gera ungu fólki auðveldara að eignast sitt eigið húsnæði.“ Guðbjörg Oddný varð fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði eftir að hún skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þar í sveitarstjórnarkosningunum 2008. Á vegum flokksins hefur hún setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er einnig fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. „Það hefur verið góð reynsla að starfa á vettvangi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að fjölbreyttum málum. Ánægjulegast er að sjá hvernig þjónusta við barnafjölskyldur hefur sífellt verið að eflast og hve vel hefur gengið með rekstur og fjármálastjórn bæjarins.“ Guðbjörg Oddný hefur þar að auki sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár, samkvæmt yfirlýsingunni, og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Samhliða því að vera varabæjarfulltrúi starfar Guðbjörg Oddný sem upplýsingastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics sem er 30 ára nýsköpunar fyrirtæki sem selur laxahrogn til fiskeldisstöðva út um allan heim og er með skrifstofur sínar í Hafnarfirði. Prófkjörið fer fram 10. til 12. júní.
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira