Beiðni þeirra um nýju merkinguna er komin fyrir Evrópusambandið en framleiðendurnir hafa þegar hlotið stuðning spænsku ríkisstjórnarinnar og stjórnar Baskalands í málinu.
Flestir Íslendingar þekkja Rioja-vínin vel en Rioja-stimpilinn er lögverndaður og mega aðeins framleiðendur frá afmörkuðum svæðum nota hann á vín sín. Svæðin sem falla undir Rioja-svæðið eru sjálfstjórnarsvæðið La Rioja, hluti sjálfstjórnarsvæðisins Navarra og baskneska héraðið Álava.
Basknesku vínframleiðendurnir vilja nú slíta öll tengsl við Rioja-gæðastimpilinn og skapa sinn eigin, sem mun bera baskneska heitið Arabako Mahastiak eða Viñedos de Álava á spænsku.
Baskarnir hafa bent á gamlar hellamyndir sérstöðu sinni til stuðnings sem eiga að sanna að þeir styðjist við að minnsta kosti þúsund ára gamla hefð í víngerð á svæðinu. Sömuleiðis er ekki úr vegi að skilja óskir Baskanna sem lið í sjálfstæðistilburðum þeirra, sem eru gömul saga og ný.
Meiri gæði eiga að felast í Álava-vínunum heldur en flestum öðrum Rioja-vínum en eins og staðan er í dag mega 473 vínframleiðendur merkja vín sín með Rioja-stimplinum, samkvæmt frétt The Guardian um málið.