Mannleg mistök ástæða þess að ísbjörn í Berlín reyndist afkvæmi systkina Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2021 10:19 Mæðginin Tonya og Hertha í dýragarðinum í Berlín. Getty/Kira Hofmann Forsvarsmenn dýragarðsins í Berlín í Þýskalandi hafa greint frá því að ísbjarnarhúnninn Hertha sé í raun afkvæmi systkina. Segja þeir að ónákvæmni í skjölum sem fylgdu innfluttum ísbjörnum frá Rússlandi til garðsins skýri mistökin. DW segir frá því að húnninn hafi komið í heiminn árið 2018. Er hann afkvæmi birnunnar Tonyu, sem býr dýragarðinum, og karldýrsins Volodya, sem hefst við í garði í Hollandi. Voru þau kynnt fyrir hvort öðru og látin makast. Dýragarðurinn greindi hins vegar frá því í gær að í ljós hafi komið að Tonya og Vlodya væru í raun systkini. Hertha, sem nefndur er í höfuðið á einu fótboltaliði Berlínarborgar, er því afsprengi sifjaspells. Volodya og Tonya eiga bæði rætur að rekja til sömu ísbjarnaræktunar í dýragarði í rússnesku höfuðborginni Moskvu. Líffræðingurinn Marina Galeshchuk tók hins vegar eftir því á síðasta ári að eitthvað stemmdi ekki í þeim skjölum sem fylgdu Tonyu. Lífsýnarannsókn leiddi í ljós að svo virðist sem að Tonya og annað kvendýr, sem kom í heiminn á svipuðum tíma, hafi víxlast á ræktunarstöðinni á sínum tíma. Mannleg mistök Í yfirlýsingu frá dýragarðinum er málið allt harmað. „Ef við hefðum vitað um tengsl Tonyu og Volodya hefðum við að sjálfsögðu ekki mælt með æxlun. Þetta voru mistök.“ Andreas Knieriem, forstjóri Berlínardýragarðsins, segir að um mannleg mistök að ræða, en að þau beri engan kala í garð Rússanna. Starfsmenn dýragarðsins í Moskvu, þar sem ræktunin fer fram, hafi aðstoðað við rannsóknina og haft allt uppi á borðum. Þetta séu hins vegar alvarleg mistök og bakslag fyrir evrópsku ísbjarnaræktunaráætlunina. Sérfræðingar telja að heilsa Herthu ætti ekki að vera sérstaklega í hættu vegna tengsla foreldra sinna. Dýr Þýskaland Rússland Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
DW segir frá því að húnninn hafi komið í heiminn árið 2018. Er hann afkvæmi birnunnar Tonyu, sem býr dýragarðinum, og karldýrsins Volodya, sem hefst við í garði í Hollandi. Voru þau kynnt fyrir hvort öðru og látin makast. Dýragarðurinn greindi hins vegar frá því í gær að í ljós hafi komið að Tonya og Vlodya væru í raun systkini. Hertha, sem nefndur er í höfuðið á einu fótboltaliði Berlínarborgar, er því afsprengi sifjaspells. Volodya og Tonya eiga bæði rætur að rekja til sömu ísbjarnaræktunar í dýragarði í rússnesku höfuðborginni Moskvu. Líffræðingurinn Marina Galeshchuk tók hins vegar eftir því á síðasta ári að eitthvað stemmdi ekki í þeim skjölum sem fylgdu Tonyu. Lífsýnarannsókn leiddi í ljós að svo virðist sem að Tonya og annað kvendýr, sem kom í heiminn á svipuðum tíma, hafi víxlast á ræktunarstöðinni á sínum tíma. Mannleg mistök Í yfirlýsingu frá dýragarðinum er málið allt harmað. „Ef við hefðum vitað um tengsl Tonyu og Volodya hefðum við að sjálfsögðu ekki mælt með æxlun. Þetta voru mistök.“ Andreas Knieriem, forstjóri Berlínardýragarðsins, segir að um mannleg mistök að ræða, en að þau beri engan kala í garð Rússanna. Starfsmenn dýragarðsins í Moskvu, þar sem ræktunin fer fram, hafi aðstoðað við rannsóknina og haft allt uppi á borðum. Þetta séu hins vegar alvarleg mistök og bakslag fyrir evrópsku ísbjarnaræktunaráætlunina. Sérfræðingar telja að heilsa Herthu ætti ekki að vera sérstaklega í hættu vegna tengsla foreldra sinna.
Dýr Þýskaland Rússland Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira