Fékk að vita af hverju hetja KA-manna er kallaður Stubbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 11:01 Steinþór Már Auðunsson hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum sumarsins í Pepsi Max deild karla. S2 Sport Ein óvæntasta stjarnan í Pepsi Max deild karla í sumar en KA markvörðurinn Steinþór Már Auðunsson sem kom óvænt inn í liðið og hefur staðið sig frábærlega. KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum og situr í öðru sæti Pepsi Max deildarinnar. Guðmundur Benediktsson og félagar í Pepsi Max Stúkunni ræddu Steinþór Má í gærkvöldi eftir að Steinþór Már hélt hreinu í sigri á Stjörnunni í Garðabæ. „Maður varla trúir þessu því þessi maður var aldrei á leiðinni að fara að spila hjá KA þar til að Jajalo meiðist. Það er óhætt að segja að hann sé búinn að standa sig heldur betur vel,“ sagði Guðmundur Benediktsson „Hann bara ver þetta allt saman. Markvarslan hans þegar Hilmar Árni á skotið er frábær markvarsla og að það er svona markvarsla sem ræður úrslitum í leikjum,“ sagði Jón Þór Hauksson. Stefán Árni Pálsson tók viðtal við Steinþór Má eftir leik og hikaði ekki við að kalla hann Stubb sem gælunafnið hans. Stefán Árni fékk líka að vita af hverju hetja KA-manna er kallaður Stubbur. „Það gekk flest upp hjá mér í dag og sem betur fer náðum við að skora eitt mark. Það er alltaf gaman að vinna 1-0,“ sagði Steinþór Már Auðunsson. „Það er mjög gaman að vera að spila fyrir uppeldisfélagið sitt í efstu deild. Það var það sem maður stefndi að þegar maður var lítill og nú loksins fær maður tækifærið,“ sagði Steinþór. „Ég bjóst alls ekki við þessu en því miður þá meiddist Jajalo. Maður fær því tækifæri til að spila og verður bara að reyna að standa sig,“ sagði Steinþór. En af hverju er markvörður KA kallaðir Stubbur? „Það er löng saga. Það fengu allir eitt gælunafn fyrir mörgum, mörgum árum síðan. Það sem ég var langyngstur og að spila upp fyrir mig þá fékk ég nafnið Stubbur af því að ég var stærstur. Þá áttu allir að vera með kaldhæðins gælunafn og því miður þá festist mitt,“ sagði Steinþór. Þá má sjá allt viðtalið sem og það sem Ólafur Jóhannesson sagði um markvörð KA í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Óvænta hetjan í marki KA Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira
KA hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum og situr í öðru sæti Pepsi Max deildarinnar. Guðmundur Benediktsson og félagar í Pepsi Max Stúkunni ræddu Steinþór Má í gærkvöldi eftir að Steinþór Már hélt hreinu í sigri á Stjörnunni í Garðabæ. „Maður varla trúir þessu því þessi maður var aldrei á leiðinni að fara að spila hjá KA þar til að Jajalo meiðist. Það er óhætt að segja að hann sé búinn að standa sig heldur betur vel,“ sagði Guðmundur Benediktsson „Hann bara ver þetta allt saman. Markvarslan hans þegar Hilmar Árni á skotið er frábær markvarsla og að það er svona markvarsla sem ræður úrslitum í leikjum,“ sagði Jón Þór Hauksson. Stefán Árni Pálsson tók viðtal við Steinþór Má eftir leik og hikaði ekki við að kalla hann Stubb sem gælunafnið hans. Stefán Árni fékk líka að vita af hverju hetja KA-manna er kallaður Stubbur. „Það gekk flest upp hjá mér í dag og sem betur fer náðum við að skora eitt mark. Það er alltaf gaman að vinna 1-0,“ sagði Steinþór Már Auðunsson. „Það er mjög gaman að vera að spila fyrir uppeldisfélagið sitt í efstu deild. Það var það sem maður stefndi að þegar maður var lítill og nú loksins fær maður tækifærið,“ sagði Steinþór. „Ég bjóst alls ekki við þessu en því miður þá meiddist Jajalo. Maður fær því tækifæri til að spila og verður bara að reyna að standa sig,“ sagði Steinþór. En af hverju er markvörður KA kallaðir Stubbur? „Það er löng saga. Það fengu allir eitt gælunafn fyrir mörgum, mörgum árum síðan. Það sem ég var langyngstur og að spila upp fyrir mig þá fékk ég nafnið Stubbur af því að ég var stærstur. Þá áttu allir að vera með kaldhæðins gælunafn og því miður þá festist mitt,“ sagði Steinþór. Þá má sjá allt viðtalið sem og það sem Ólafur Jóhannesson sagði um markvörð KA í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Óvænta hetjan í marki KA
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira