Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann Smári Jökull Jónsson skrifar 25. maí 2021 22:29 Hlynur Bæringsson í baráttu í leik gegn Grindavík. vísir/bára „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. „Við vorum að missa menn framhjá okkur, kannski ekki alveg að skipta rétt í vörninni. Við gáfum þeim einhver skot en það er frekar erfitt að greina þetta svona rétt eftir leik.“ Hlynur lék með umbúðir á höfðinu í fjórða leikhluta eftir að hafa fengið högg frá Kazembe Abif í baráttu þeirra undir körfunni. „Ég fékk bara högg á höfuðið. Ég vill auðvitað alltaf sjá eitthvað dæmt fyrir mig. Ég nenni samt ekki að fara í einhvern farsa eins og er alltaf í þessari úrslitakeppni. Það kom einhver úrskurður um daginn sem var skrifaður af einhverjum fimm lögfræðingum, eitthvað djók,“ sagði Hlynur sem sjálfur var dæmdur í leikbann eftir atvik milli hans og Dags Kár Jónssonar í fyrsta leik liðanna í Garðabæ. „Ég er ekki að segja að hann hafi ætlað að gera þetta, ég vil enga umræðu um þetta. Við erum ekki að fara að kæra hann eða neitt þannig, svona hlutir gerast í körfubolta. Ég held að hann hafi ekkert ætlað að hamra mig ekki frekar en ég ætlaði að berja Dag Kár. Við bara spilum.“ „Grindvíkingar eru bara flottir og ég held þeir hafi bara átt skilið að vinna. Ég vil vinna þá fullmannaða og vil ekki sjá einhverja umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann. Þetta er bara allt í góðu, þetta er körfubolti og hlutirnir gerast.“ Framundan er oddaleikur á föstudagskvöldið og ljóst að þar verður hart barist. „Við þurfum bara að mæta með rétt spennustig. Við vorum alveg góðir í byrjun, við erum með menn sem hafa verið í svona leikjum áður. Við þurfum að vera klárir í baráttuna, þeir eru með mjög gott lið og gera flottar breytingar á milli leikja.“ „Þetta eru stríðsmenn margir hverjir en við þurfum að koma rétt gíraðir. Mér finnst við vera með betra körfuboltalið svona maður fyrir mann en það dugar ekki alltaf. Ef við mætum rétt stemmdir og öndum rólega fram að þessum leik þá verðum við bara í góðum málum,“ sagði Hlynur að lokum. Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
„Við vorum að missa menn framhjá okkur, kannski ekki alveg að skipta rétt í vörninni. Við gáfum þeim einhver skot en það er frekar erfitt að greina þetta svona rétt eftir leik.“ Hlynur lék með umbúðir á höfðinu í fjórða leikhluta eftir að hafa fengið högg frá Kazembe Abif í baráttu þeirra undir körfunni. „Ég fékk bara högg á höfuðið. Ég vill auðvitað alltaf sjá eitthvað dæmt fyrir mig. Ég nenni samt ekki að fara í einhvern farsa eins og er alltaf í þessari úrslitakeppni. Það kom einhver úrskurður um daginn sem var skrifaður af einhverjum fimm lögfræðingum, eitthvað djók,“ sagði Hlynur sem sjálfur var dæmdur í leikbann eftir atvik milli hans og Dags Kár Jónssonar í fyrsta leik liðanna í Garðabæ. „Ég er ekki að segja að hann hafi ætlað að gera þetta, ég vil enga umræðu um þetta. Við erum ekki að fara að kæra hann eða neitt þannig, svona hlutir gerast í körfubolta. Ég held að hann hafi ekkert ætlað að hamra mig ekki frekar en ég ætlaði að berja Dag Kár. Við bara spilum.“ „Grindvíkingar eru bara flottir og ég held þeir hafi bara átt skilið að vinna. Ég vil vinna þá fullmannaða og vil ekki sjá einhverja umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann. Þetta er bara allt í góðu, þetta er körfubolti og hlutirnir gerast.“ Framundan er oddaleikur á föstudagskvöldið og ljóst að þar verður hart barist. „Við þurfum bara að mæta með rétt spennustig. Við vorum alveg góðir í byrjun, við erum með menn sem hafa verið í svona leikjum áður. Við þurfum að vera klárir í baráttuna, þeir eru með mjög gott lið og gera flottar breytingar á milli leikja.“ „Þetta eru stríðsmenn margir hverjir en við þurfum að koma rétt gíraðir. Mér finnst við vera með betra körfuboltalið svona maður fyrir mann en það dugar ekki alltaf. Ef við mætum rétt stemmdir og öndum rólega fram að þessum leik þá verðum við bara í góðum málum,“ sagði Hlynur að lokum.
Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum