Seðlar eru alls staðar í heiminum gjaldmiðill en á YouTube-síðunni The Richest er farið ítarlega yfir það hvernig seðlar eru prentaðir og hvaða kröfur eru gerðar í framleiðsluferlinu.
Mikið er langt á sig svo erfitt sé að falsa seðlana og til að mynda eru yfir sextíu skref í Bandaríkjunum á bak við hvern einasta seðil svo erfitt sé að falsa þá.
Í yfirferðinni hér að neðan eru seðlarnir í Bandaríkjunum, Bretlandi, Indlandi og Kína skoðaðir bak og fyrir.