Viðburðurinn er á vegum Pírata og mun Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræða Samherja, framgöngu fyrirtækisins og „aðför þess gegn fjölmiðlum, félagasamtökum og stjórnmálamönnum“ við Jóhannes.
„Jóhannes Stefánsson hefur mikla innsýn í starfsemi Samherja en hann er fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins í Namibíu. Þökk sé afhjúpun hans fengu Íslendingar, og í raun heimurinn allur, innsýn í hvernig fyrirtækið beitir sér í krafti hagnaðarins af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar,“ segir í lýsingu viðburðarins.
Hægt verður að fylgjast með útsendingunni hér að neðan og hægt verður að senda inn fyrirspurnir í gegn um útsendinguna.