Trump segist stefna aftur á framboð Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 13:53 Donald Trump segist stefna að forsetaframboði árið 2024. EPA/MICHAEL REYNOLDS Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. Þetta hefur miðillinn Politico eftir heimildarmönnum sínum meðal Trump-liða. Trump sjálfur hefur sömuleiðis gefið það í skyn opinberlega í vikunni. Þykir það til marks um að Trump muni ekki sleppa taki sínu á Repúblikanaflokknum á næstu árum. Undanfarin misseri hefur hann unnið hörðum höndum að því að bola þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með því að ákæra hann fyrir embættisbrot, þegar það var gert í annað sinn, úr flokknum. Má þar nefna Liz Cheney, LIsu Murkowski og Mitt Romney. Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins hafa þó blendnar tilfinningar varðandi annað forsetaframboð Trumps. Blaðamenn Politico ræddi við tuttugu þingmenn flokksins í báðum deildum þings. Einn þeirra, öldungadeildarþingmaðurinn John Cornyn, sagði Trump hafa skemmt arfleifð sína með hegðun sinni eftir forsetakosningarnar í nóvember. Trump hefur varið miklu púðri í að grafa undan þeim kosningum og hefur lengi og ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur. Vildu ekki gagnrýna Trump undir nafni Nokkrir þeirra lýstu því að aðrir frambjóðendur gætu fangað þá stemningu sem kom Trump í Hvíta húsið, án þess að bera þá bagga sem forsetinn fyrrverandi ber. Eins og til dæmis tvær ákærur fyrir embættisbrot og árásina á þinghúsið í janúar, þegar stuðningsmenn hans reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna. John Cornyn, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas.AP/J. Scott Applewhite Þá gæti Trump einnig verið í vandræðum í dómstólum. Sjá einnig: Kalla saman ákærudómstól vegna rannsóknar á Trump Saksóknarar í New York settu nýverið saman ákærudómstól sem mun mögulega meta hvort tilefni sé til að ákæra Trump og aðra stjórnendur fyrirtækis hans eftir umfangsmikla rannsókn sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár. Í frétt Politico er ítrekað að flestir þingmennirnir sem lýstu yfir efasemdum um annað framboð Trumps þvertóku fyrir að gera það undir nafni. Beita málþófi í öldungadeildinni Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla sér að beita gamalli reglu um aukinn meirihluta, sem kallast filibuster á ensku, á þinginu til að koma í veg fyrir að þingið stofni nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið í janúar. Demókartar styðja stofnun slíkrar nefndar en það gera Repúblikanar ekki. Þar sem þingið skiptist 50/50 milli þingflokka og sextíu atkvæði þarf til að koma slíku frumvarpið í gegn, reglunnar um aukinn meirihluta, er ekki útlit fyrir að stofnun nefndarinnar verði. Demókratar eru alls ekki sáttir við afstöðu Repúblikana. „Æstur múgur reynir að taka þinghúsið yfir og við getum ekki fengið Repúblikana með okkur í lið til að skrásetja þann viðburð? Það er sorglegt,“ hefur AP fréttaveitan eftir Demókratanum Dick Durbin. „Það segir okkur hvað er að öldungadeildinni og reglunni um aukinn meirihluta.“ Trump hefur lýst því yfir að hann sé alfarið mótfallinn því að nefnd sem þessi verði stofnuð. Miðað við kannanir er meirihluti bandarísku þjóðarinnar þó á því að réttast væri að stofna nefndina, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði þingflokk sínum nýverið að samþykkt frumvarps um stofnun rannsóknarnefndar um árásina á þinghúsið í janúar, myndi koma niður á flokknum í þingkosningum næsta árs.AP/J. Scott Applewhite Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni sagði þingflokk sínum í vikunni að standa gegn frumvarpinu, því samþykkt þess og stofnun nefndarinnar myndi koma niður á flokknum í þingkosningum næsta árs, sem Repúblikanar eru í góðri stöðu fyrir. 35 þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu í fulltrúadeild þingsins. Sjá einnig: Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Það vakti athygli á þinginu í vikunni þegar Demókratarnir Joe Manchin og Kyrsten Sinema sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvöttu samstarfsmenn sína til að greiða atkvæði með frumvarpinu um rannsóknarnefndina. Það væri mikilvægt að stofna slíka nefnd og að hún nyti stuðnings beggja flokka. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Manching er frá Vestur-Virginíu og Sinema frá Arizona en bæði ríkin eru talin tiltölulega íhaldssöm. Þau tvö hafa hingað til staðið í vegi þess að Demókratar geti fellt niður regluna um aukinn meirihluta og kallað eftir frekari viðræðum við Repúblikana. Þessi nýja yfirlýsing þeirra þykir þó til marks um að þeim þætti ekki rétt að beita reglunni til að stöðva frumvarp sem nýtur jafn mikils stuðnings og þetta. Þegar Demókratar fóru fyrst að ræða það að fella niður regluna um aukinn meirihluta, brugðust Repúblikanar reiðir við. Manchin sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann gagnrýndi Repúblikana harðlega fyrir að ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Beindi hann orðum sínum einnig að McConnell og sagði hann hafa tekið pólitíska afstöðu með því að tengja rannsóknarnefnd við næstu kosningar. „Þeir trúa ekki á að sannleikurinn muni frelsa þig, svo þeir halda áfram að lifa í ótta,“ sagði Manchin. My statement on the January 6th Commission: pic.twitter.com/ZfNhQfKzmh— Senator Joe Manchin (@Sen_JoeManchin) May 27, 2021 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar í hár saman vegna umdeildrar endurskoðunar Endurskoðun sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþings Arizona í Bandaríkjunum fyrirskipuðu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember heldur áfram þrátt fyrir harðar mótbárur flokkssystkina þeirra sem báru ábyrgð á framkvæmd þeirra í stærstu sýslu ríkisins. Embættismennirnir neituðu að taka þátt í endurskoðuninni í vikunni. 19. maí 2021 15:39 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38 Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. 29. apríl 2021 08:59 Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30 Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Þetta hefur miðillinn Politico eftir heimildarmönnum sínum meðal Trump-liða. Trump sjálfur hefur sömuleiðis gefið það í skyn opinberlega í vikunni. Þykir það til marks um að Trump muni ekki sleppa taki sínu á Repúblikanaflokknum á næstu árum. Undanfarin misseri hefur hann unnið hörðum höndum að því að bola þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði með því að ákæra hann fyrir embættisbrot, þegar það var gert í annað sinn, úr flokknum. Má þar nefna Liz Cheney, LIsu Murkowski og Mitt Romney. Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins hafa þó blendnar tilfinningar varðandi annað forsetaframboð Trumps. Blaðamenn Politico ræddi við tuttugu þingmenn flokksins í báðum deildum þings. Einn þeirra, öldungadeildarþingmaðurinn John Cornyn, sagði Trump hafa skemmt arfleifð sína með hegðun sinni eftir forsetakosningarnar í nóvember. Trump hefur varið miklu púðri í að grafa undan þeim kosningum og hefur lengi og ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur. Vildu ekki gagnrýna Trump undir nafni Nokkrir þeirra lýstu því að aðrir frambjóðendur gætu fangað þá stemningu sem kom Trump í Hvíta húsið, án þess að bera þá bagga sem forsetinn fyrrverandi ber. Eins og til dæmis tvær ákærur fyrir embættisbrot og árásina á þinghúsið í janúar, þegar stuðningsmenn hans reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna. John Cornyn, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas.AP/J. Scott Applewhite Þá gæti Trump einnig verið í vandræðum í dómstólum. Sjá einnig: Kalla saman ákærudómstól vegna rannsóknar á Trump Saksóknarar í New York settu nýverið saman ákærudómstól sem mun mögulega meta hvort tilefni sé til að ákæra Trump og aðra stjórnendur fyrirtækis hans eftir umfangsmikla rannsókn sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár. Í frétt Politico er ítrekað að flestir þingmennirnir sem lýstu yfir efasemdum um annað framboð Trumps þvertóku fyrir að gera það undir nafni. Beita málþófi í öldungadeildinni Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins ætla sér að beita gamalli reglu um aukinn meirihluta, sem kallast filibuster á ensku, á þinginu til að koma í veg fyrir að þingið stofni nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið í janúar. Demókartar styðja stofnun slíkrar nefndar en það gera Repúblikanar ekki. Þar sem þingið skiptist 50/50 milli þingflokka og sextíu atkvæði þarf til að koma slíku frumvarpið í gegn, reglunnar um aukinn meirihluta, er ekki útlit fyrir að stofnun nefndarinnar verði. Demókratar eru alls ekki sáttir við afstöðu Repúblikana. „Æstur múgur reynir að taka þinghúsið yfir og við getum ekki fengið Repúblikana með okkur í lið til að skrásetja þann viðburð? Það er sorglegt,“ hefur AP fréttaveitan eftir Demókratanum Dick Durbin. „Það segir okkur hvað er að öldungadeildinni og reglunni um aukinn meirihluta.“ Trump hefur lýst því yfir að hann sé alfarið mótfallinn því að nefnd sem þessi verði stofnuð. Miðað við kannanir er meirihluti bandarísku þjóðarinnar þó á því að réttast væri að stofna nefndina, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði þingflokk sínum nýverið að samþykkt frumvarps um stofnun rannsóknarnefndar um árásina á þinghúsið í janúar, myndi koma niður á flokknum í þingkosningum næsta árs.AP/J. Scott Applewhite Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni sagði þingflokk sínum í vikunni að standa gegn frumvarpinu, því samþykkt þess og stofnun nefndarinnar myndi koma niður á flokknum í þingkosningum næsta árs, sem Repúblikanar eru í góðri stöðu fyrir. 35 þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu í fulltrúadeild þingsins. Sjá einnig: Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Það vakti athygli á þinginu í vikunni þegar Demókratarnir Joe Manchin og Kyrsten Sinema sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvöttu samstarfsmenn sína til að greiða atkvæði með frumvarpinu um rannsóknarnefndina. Það væri mikilvægt að stofna slíka nefnd og að hún nyti stuðnings beggja flokka. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Manching er frá Vestur-Virginíu og Sinema frá Arizona en bæði ríkin eru talin tiltölulega íhaldssöm. Þau tvö hafa hingað til staðið í vegi þess að Demókratar geti fellt niður regluna um aukinn meirihluta og kallað eftir frekari viðræðum við Repúblikana. Þessi nýja yfirlýsing þeirra þykir þó til marks um að þeim þætti ekki rétt að beita reglunni til að stöðva frumvarp sem nýtur jafn mikils stuðnings og þetta. Þegar Demókratar fóru fyrst að ræða það að fella niður regluna um aukinn meirihluta, brugðust Repúblikanar reiðir við. Manchin sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann gagnrýndi Repúblikana harðlega fyrir að ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Beindi hann orðum sínum einnig að McConnell og sagði hann hafa tekið pólitíska afstöðu með því að tengja rannsóknarnefnd við næstu kosningar. „Þeir trúa ekki á að sannleikurinn muni frelsa þig, svo þeir halda áfram að lifa í ótta,“ sagði Manchin. My statement on the January 6th Commission: pic.twitter.com/ZfNhQfKzmh— Senator Joe Manchin (@Sen_JoeManchin) May 27, 2021
Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Reglan umrædda segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar í hár saman vegna umdeildrar endurskoðunar Endurskoðun sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþings Arizona í Bandaríkjunum fyrirskipuðu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember heldur áfram þrátt fyrir harðar mótbárur flokkssystkina þeirra sem báru ábyrgð á framkvæmd þeirra í stærstu sýslu ríkisins. Embættismennirnir neituðu að taka þátt í endurskoðuninni í vikunni. 19. maí 2021 15:39 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38 Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. 29. apríl 2021 08:59 Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30 Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Repúblikanar í hár saman vegna umdeildrar endurskoðunar Endurskoðun sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþings Arizona í Bandaríkjunum fyrirskipuðu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember heldur áfram þrátt fyrir harðar mótbárur flokkssystkina þeirra sem báru ábyrgð á framkvæmd þeirra í stærstu sýslu ríkisins. Embættismennirnir neituðu að taka þátt í endurskoðuninni í vikunni. 19. maí 2021 15:39
Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00
Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36
Pence stígur aftur á svið og fer fögrum orðum um Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu pólitísku ræðu í gær eftir að ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, lét af völdum í upphafi árs. Þrátt fyrir að samband þeirra beið verulega hnekki undir lok ríkisstjórnarinnar og að stuðningsmenn Trumps kölluðu eftir því að Pence yrði myrtur, fór hann fögrum orðum um fyrrverandi yfirmann sinn. 30. apríl 2021 13:38
Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. 29. apríl 2021 08:59
Fólkið færist til suðurs og vesturs og þingsætin fylgja Nýjasta manntal Bandaríkjanna sýnir að Bandaríkjamönnum fjölgaði um einungis 7,4 prósent milli 2010 og 2020 og teljast þeir nú 331 milljón. Það sýnir einnig að sú þróun að íbúar færist til suðurs og vesturs heldur áfram. 27. apríl 2021 12:30
Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43