Brottflutningur erlendra starfsmanna gæti verið ein skýringin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2021 19:01 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Forstjóri Vinnumálastofnunar telur flutning útlendinga frá landinu skýra að hluta að erfitt reynist nú að finna fólk í þúsundir starfa í ferðaþjónustunni. Viðsnúningur sé þó að verða á vinnumarkaði. Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu sagði í vikunni að starfsfólk í þúsundatali vantaði í geirann - en að ekki væri hlaupið að því að ráða fólk. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir staðbundið atvinnuleysi geta verið eina skýringu á þessu. „Eðlilega þar sem fæstir eru á atvinnuleysisskrá, þar er erfiðara að ráða en svo er líka til í því að fólk sem er af erlendu bergi brotið, sem var að vinna þessi störf fyrir Covid, það hafi flutt heim þegar fór að lengjast í faraldrinum. Það eru ýmsar skýringar sem geta verið á þessu. Og ef fólk er að hafna starfi eða lætur ekki ná í sig í síma þá er aðalatriðið að láta okkur vita, atvinnurekendur verða að láta vita.“ Skiptingin sú sama og áður Allt árið 2019 fluttu talsvert fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en fluttu frá því en mismunurinn var 5.020 samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Munurinn snarminnkaði hins vegar niður í 1.350 í kórónuveirufaraldrinum í fyrra – og hefur haldist á svipuðu róli það sem af er þessu ári. Sama hlutfall erlendra og íslenskra ríkisborgara er þó á leið aftur inn á vinnumarkað í gegnum Vinnumálastofnun nú og var áður. „Fjörutíu prósent er fyrir fólk sem er erlendis frá og sextíu prósent Íslendingar,“ segir Unnur. Rúmlega 7.000 störf eru nú skráð hjá Vinnumálastofnun í gegnum átak stjórnvalda, Hefjum störf, og um 2.300 samningar hafa verið gerðir það sem af er ári. Þeir voru 2.000 í byrjun mánaðar og Unnur segir mikið í farvatninu. „Það er bara bjartari staða en hefur verið síðustu fimmtán mánuði, það er nú bara þannig.“ Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu sagði í vikunni að starfsfólk í þúsundatali vantaði í geirann - en að ekki væri hlaupið að því að ráða fólk. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir staðbundið atvinnuleysi geta verið eina skýringu á þessu. „Eðlilega þar sem fæstir eru á atvinnuleysisskrá, þar er erfiðara að ráða en svo er líka til í því að fólk sem er af erlendu bergi brotið, sem var að vinna þessi störf fyrir Covid, það hafi flutt heim þegar fór að lengjast í faraldrinum. Það eru ýmsar skýringar sem geta verið á þessu. Og ef fólk er að hafna starfi eða lætur ekki ná í sig í síma þá er aðalatriðið að láta okkur vita, atvinnurekendur verða að láta vita.“ Skiptingin sú sama og áður Allt árið 2019 fluttu talsvert fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en fluttu frá því en mismunurinn var 5.020 samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Munurinn snarminnkaði hins vegar niður í 1.350 í kórónuveirufaraldrinum í fyrra – og hefur haldist á svipuðu róli það sem af er þessu ári. Sama hlutfall erlendra og íslenskra ríkisborgara er þó á leið aftur inn á vinnumarkað í gegnum Vinnumálastofnun nú og var áður. „Fjörutíu prósent er fyrir fólk sem er erlendis frá og sextíu prósent Íslendingar,“ segir Unnur. Rúmlega 7.000 störf eru nú skráð hjá Vinnumálastofnun í gegnum átak stjórnvalda, Hefjum störf, og um 2.300 samningar hafa verið gerðir það sem af er ári. Þeir voru 2.000 í byrjun mánaðar og Unnur segir mikið í farvatninu. „Það er bara bjartari staða en hefur verið síðustu fimmtán mánuði, það er nú bara þannig.“
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent