„Þykir auðvitað vænt um þær innst inni en þegar leikurinn er í gangi þá gleymum við því“ Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2021 22:40 Helena Sverrisdóttir á vítalínunni á Hlíðarenda í kvöld. VÍSIR/BÁRA „Við vildum gefa þeim fyrsta kjaftshöggið en vorum náttúrulega ekki alveg búnar undir að þær myndu bara skora eina körfu,“ sagði Helena Sverrisdóttir um ótrúlegan fyrsta leikhluta einvígis Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Helena og stöllur hennar í Val voru 18-2 eftir þennan fyrsta leikhluta og unnu leikinn að lokum af öryggi, 58-45. „Við ætluðum að koma af krafti inn í leikinn og mér fannst við gera það vel. Við vissum samt að þær myndu koma til baka eftir því sem liði á leikinn en mér fannst við heilt yfir spila mjög góða vörn. Skorið var lágt og baráttan mikil, svo þetta var bara stuð,“ sagði Helena. En skynjaði hún mikið óöryggi í sínu gamla liði í þessum magnaða fyrsta leikhluta, ekki síst er leið á hann? „Verðum við ekki að gefa okkur „credit“ fyrir að hafa komið út í leikinn af svona krafti? Við gerðum það ekki í síðustu tveimur leikjum á móti Fjölni [í undanúrslitum]. Við byrjuðum flatar þar. Núna er maður strax farinn að hugsa um næsta leik. Við ætlum aftur að koma út í þann leik af fullum krafti og ekki leyfa þeim að fara af stað,“ sagði Helena. „Haukarnir eru með frábært lið og þessi fyrsti leikhluti var ekkert eðlilegur. Ég veit að þær koma dýrvitlausar í leikinn á sunnudaginn og vilja bæta upp fyrir þetta. Við vissum að þetta yrði mikil líkamleg barátta og ég er strax orðin spennt að spila aftur,“ bætti hún við. Helena er uppalin í Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2018 áður en hún skipti yfir til Vals þar sem hún varð svo Íslandsmeistari ári síðar. Er það enn sérstakt að mæta á Ásvelli þar sem hún hefur varið svo mörgum stundum? „Ég bý þarna við hliðina á, svo það er stutt að fara. Auðvitað ber ég sterkar taugar til þeirra því þarna er fullt af stelpum sem ég hef alist upp við að spila með eða þjálfa. Mér þykir auðvitað vænt um þær innst inni en þegar leikurinn er í gangi þá gleymum við því bara,“ sagði Helena brosandi. Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Helena og stöllur hennar í Val voru 18-2 eftir þennan fyrsta leikhluta og unnu leikinn að lokum af öryggi, 58-45. „Við ætluðum að koma af krafti inn í leikinn og mér fannst við gera það vel. Við vissum samt að þær myndu koma til baka eftir því sem liði á leikinn en mér fannst við heilt yfir spila mjög góða vörn. Skorið var lágt og baráttan mikil, svo þetta var bara stuð,“ sagði Helena. En skynjaði hún mikið óöryggi í sínu gamla liði í þessum magnaða fyrsta leikhluta, ekki síst er leið á hann? „Verðum við ekki að gefa okkur „credit“ fyrir að hafa komið út í leikinn af svona krafti? Við gerðum það ekki í síðustu tveimur leikjum á móti Fjölni [í undanúrslitum]. Við byrjuðum flatar þar. Núna er maður strax farinn að hugsa um næsta leik. Við ætlum aftur að koma út í þann leik af fullum krafti og ekki leyfa þeim að fara af stað,“ sagði Helena. „Haukarnir eru með frábært lið og þessi fyrsti leikhluti var ekkert eðlilegur. Ég veit að þær koma dýrvitlausar í leikinn á sunnudaginn og vilja bæta upp fyrir þetta. Við vissum að þetta yrði mikil líkamleg barátta og ég er strax orðin spennt að spila aftur,“ bætti hún við. Helena er uppalin í Haukum og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2018 áður en hún skipti yfir til Vals þar sem hún varð svo Íslandsmeistari ári síðar. Er það enn sérstakt að mæta á Ásvelli þar sem hún hefur varið svo mörgum stundum? „Ég bý þarna við hliðina á, svo það er stutt að fara. Auðvitað ber ég sterkar taugar til þeirra því þarna er fullt af stelpum sem ég hef alist upp við að spila með eða þjálfa. Mér þykir auðvitað vænt um þær innst inni en þegar leikurinn er í gangi þá gleymum við því bara,“ sagði Helena brosandi.
Dominos-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira