Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 10:40 Lögmenn þriggja, sem tóku þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið, segja falsfréttir hafa leikið þátt í þátttöku þeirra. AP Photo/Manuel Balce Ceneta Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. Tugir hafa verið ákærðir fyrir þátttöku sína í árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar sem leiddi til dauða fimm. Lögmenn þriggja þeirra segja að falsfréttum og samsæriskenningar um niðurstöður forsetakosninganna hafi leitt til þess að umbjóðendur þeirra hafi tekið þátt í árásinni. Þeir segja að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi ýtt undir dreifingu þessara falsfrétta og að þeir sem hafi dreift þeim beri alveg jafn mikla ábyrgð á árásinni. „Ég hljóma kannski eins og bjáni núna þegar ég segi þetta, en ég hafði trú á honum,“ sagði Anthony Antonio, einn ákærða, um Trump í samtali við fréttastofu AP. Hann segir að hann hafi ekki haft áhuga á stjórnmálum áður en faraldurinn skall á. Honum hafi leiðst, einn heima í stofu, og þá farið að horfa á fréttir á íhaldssömum sjónvarpsstöðum og skoðað samsæriskenningar hægrimanna. „Þeir stóðu sig mjög vel í því að sannfæra fólk.“ Í kjölfar þess að sigri Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, var lýst yfir í kosningunum fór viðamikil herferð af stað hjá kosningavél Trumps, þar sem því var haldið fram að kosningunum hafi verið „stolið“. Sú kenning hafði verið afsönnuð af fjölda kosningaspekinga, beggja flokka og óháðra aðila. Dómstólar margra ríkja og dómsmálaráðherra Trumps staðfestu meira að segja réttmætt kjör Bidens. Þrátt fyrir það er enn stór hópur fólks í Bandaríkjunum sem trúir því að Demókratar hafi efnt til víðtæks kosningasvindls og að Trump sé réttkjörinn forseti ríkisins. Það leiddi til þess að mörg þúsund mans héldu að bandaríska þinghúsinu þann 6. janúar síðastliðinn í von um að stöðva kosningu kjörmanna og þar með kjör Bidens. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Tugir hafa verið ákærðir fyrir þátttöku sína í árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar sem leiddi til dauða fimm. Lögmenn þriggja þeirra segja að falsfréttum og samsæriskenningar um niðurstöður forsetakosninganna hafi leitt til þess að umbjóðendur þeirra hafi tekið þátt í árásinni. Þeir segja að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi ýtt undir dreifingu þessara falsfrétta og að þeir sem hafi dreift þeim beri alveg jafn mikla ábyrgð á árásinni. „Ég hljóma kannski eins og bjáni núna þegar ég segi þetta, en ég hafði trú á honum,“ sagði Anthony Antonio, einn ákærða, um Trump í samtali við fréttastofu AP. Hann segir að hann hafi ekki haft áhuga á stjórnmálum áður en faraldurinn skall á. Honum hafi leiðst, einn heima í stofu, og þá farið að horfa á fréttir á íhaldssömum sjónvarpsstöðum og skoðað samsæriskenningar hægrimanna. „Þeir stóðu sig mjög vel í því að sannfæra fólk.“ Í kjölfar þess að sigri Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, var lýst yfir í kosningunum fór viðamikil herferð af stað hjá kosningavél Trumps, þar sem því var haldið fram að kosningunum hafi verið „stolið“. Sú kenning hafði verið afsönnuð af fjölda kosningaspekinga, beggja flokka og óháðra aðila. Dómstólar margra ríkja og dómsmálaráðherra Trumps staðfestu meira að segja réttmætt kjör Bidens. Þrátt fyrir það er enn stór hópur fólks í Bandaríkjunum sem trúir því að Demókratar hafi efnt til víðtæks kosningasvindls og að Trump sé réttkjörinn forseti ríkisins. Það leiddi til þess að mörg þúsund mans héldu að bandaríska þinghúsinu þann 6. janúar síðastliðinn í von um að stöðva kosningu kjörmanna og þar með kjör Bidens.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Innlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20
Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59