Félögin þrjú eru þau einu sem eru enn eftir í Ofurdeildinni svokölluðu, nýrri keppni sem var stofnuð til höfuðs Meistaradeildinni.
Þau eiga von á refsingu frá FIFA og UEFA og meðal þess er að þau gætu fengið bann frá Meistaradeildinni. Í ítölskum fjölmiðlum segir að félögunum þremur verði hent út úr Meistaradeildinni í þessari viku.
Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar og meðlimur í framkvæmdastjórn UEFA, ýjaði að þessu í vikunni.
„Barcelona og Real Madrid ættu að vera hrædd. Ég vil ekki ímynda mér Meistaradeildina án þeirra en það gæti gerst,“ sagði Tebas.
„UEFA gæti ákveðið að meina þeim að taka þátt. Ég held að það gæti gerst. Þau ættu að vera óttaslegin.“