Segir Delta afbrigðið 30 til 100 prósent meira smitandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2021 09:00 Það er komið sumar í Breta en faraldurinn er þó hvergi nærri yfirstaðinn. epa/Andy Rain Hið svokallaða Delta-afbrigði kórónuveirunnar SARS-CoV-2, áður kennt við Indland, er 30 til 100 prósent meira smitandi en Alfa-afbrigðið, áður kennt við Bretland. Þetta segir einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. Neil Ferguson, sem er prófessor í smitsjúkdómafræðum við Imperial College London, sagði í samtali við Today á BBC Radio 4 að Delta-afbrigðið virtist um það bil 60 prósent meira smitandi en Alfa-afbrigðið en sagði hlutfallið 30 til 100 prósent eftir því hvernig gögnin væru túlkuð. Ferguson sagði að tilfelli Delta-afbrigðisins tvöfölduðust á níu daga fresti víðast hvar í landinu en sagði enn óvíst hvaða áhrif fjölgunin hefði á sjúkrahúsinnlagnir. Þá sagði hann einnig óljóst hversu vel bóluefni virkuðu gegn afbrigðinu, en það myndi hafa úrslitaáhrif á umfang mögulegrar þriðju bylgju faraldursins á Bretlandseyjum. Bretar bíða þess nú í ofvæni að vita hvort áætlun stjórnvalda um að aflétta sóttvarnaaðgerðum 21. júní næstkomandi gengur eftir. Forsætisráðherrann Boris Johnson er sagður nokkuð bjartsýnn en Guardian hefur eftir heimildarmanni í forsætisráðuneytinu að næstu dagar muni skera úr um áhrif afléttinganna 17. maí síðastliðinn. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock segir teikn á lofti um að bólusetningar væru að hafa þau áhrif að færri smitaðir væru að leggjast inn á sjúkrahús. Talsmenn bresku ferðaþjónustunnar hafa brugðist haraklega við ákvörðun yfirvalda um að færa Portúgal af lista yfir „græn“ ríki og segja hana setja ferðasumarið í uppnám. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Neil Ferguson, sem er prófessor í smitsjúkdómafræðum við Imperial College London, sagði í samtali við Today á BBC Radio 4 að Delta-afbrigðið virtist um það bil 60 prósent meira smitandi en Alfa-afbrigðið en sagði hlutfallið 30 til 100 prósent eftir því hvernig gögnin væru túlkuð. Ferguson sagði að tilfelli Delta-afbrigðisins tvöfölduðust á níu daga fresti víðast hvar í landinu en sagði enn óvíst hvaða áhrif fjölgunin hefði á sjúkrahúsinnlagnir. Þá sagði hann einnig óljóst hversu vel bóluefni virkuðu gegn afbrigðinu, en það myndi hafa úrslitaáhrif á umfang mögulegrar þriðju bylgju faraldursins á Bretlandseyjum. Bretar bíða þess nú í ofvæni að vita hvort áætlun stjórnvalda um að aflétta sóttvarnaaðgerðum 21. júní næstkomandi gengur eftir. Forsætisráðherrann Boris Johnson er sagður nokkuð bjartsýnn en Guardian hefur eftir heimildarmanni í forsætisráðuneytinu að næstu dagar muni skera úr um áhrif afléttinganna 17. maí síðastliðinn. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock segir teikn á lofti um að bólusetningar væru að hafa þau áhrif að færri smitaðir væru að leggjast inn á sjúkrahús. Talsmenn bresku ferðaþjónustunnar hafa brugðist haraklega við ákvörðun yfirvalda um að færa Portúgal af lista yfir „græn“ ríki og segja hana setja ferðasumarið í uppnám.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira