Dómur yfir „Bosníu-slátraranum“ stendur óraskaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 15:11 Lífstíðardómur yfir Ratko Maldic var í dag staðfestur. EPA-EFE/Jerry Lampen Dómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag lífstíðardóm yfir bosníuserbneska herforingjanum Ratko Mladic. Maldic hafði áfrýjað dómi, sem féll árið 2017, þar sem hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í þjóðernishreinsunum í Bosníu. Mladic var sérstaklega dæmdur fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995, þar sem um 8.000 bosnískir múslimar, drengir og menn, voru myrtir. Fjöldamorðin, sem voru framin á svæði sem átti að vera undir vernd Sameinuðu þjóðanna, er eitt versta ódæði sem framið hefur verið í Evrópu eftir lok seinni heimstyrjaldar. Enn er ekki ljóst hvar Mladic mun afplána lífstíðardóminn. Fimm dómarar sátu í áfrýjunardómstólnum og komust þeir að þeirri niðurstöðu að Mladic hafi ekki tekist að sanna það að fyrri dómur hafi ekki átt rétt á sér. Mladic hefur fordæmt dómstólinn og sagt að honum sé stjórnað af vestrænum öflum. Lögmenn hans héldu því fram í réttarhöldunum að hann hafi verið fjarri Srebrenica þegar fjöldamorðin áttu sér stað. Mladic, sem er einnig þekktur sem „Bosníu-slátrarinn“, er meðal síðustu herforingjanna frá Júgóslavíu sem hefur setið réttarhöld hjá Alþjóðlegum refsidómstól Sameinuðu þjóðanna. Hann var handtekinn árið 2011 eftir 16 ár á flótta. Árið 2017 var hann dæmdur sekur fyrir þátt sinn í blóðbaðinu í Srebrenica en var sýknaður fyrir þjóðarmorð sem hersveitir hans frömdu árið 1992 gegn bosníökum og bosnískum-Króötum. Árið 2016 dæmdi sami dómstóll Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníuserba, í fjörutíu ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt fjöldamorðin í Srebrenica, auk annarra glæpa. Dómnum var hins vegar breytt í lífstíðarfangelsi árið 2019 og mun hann afplána fangelsisvistina í Bretlandi. Bosnía og Hersegóvína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Mladic var sérstaklega dæmdur fyrir þátt sinn í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995, þar sem um 8.000 bosnískir múslimar, drengir og menn, voru myrtir. Fjöldamorðin, sem voru framin á svæði sem átti að vera undir vernd Sameinuðu þjóðanna, er eitt versta ódæði sem framið hefur verið í Evrópu eftir lok seinni heimstyrjaldar. Enn er ekki ljóst hvar Mladic mun afplána lífstíðardóminn. Fimm dómarar sátu í áfrýjunardómstólnum og komust þeir að þeirri niðurstöðu að Mladic hafi ekki tekist að sanna það að fyrri dómur hafi ekki átt rétt á sér. Mladic hefur fordæmt dómstólinn og sagt að honum sé stjórnað af vestrænum öflum. Lögmenn hans héldu því fram í réttarhöldunum að hann hafi verið fjarri Srebrenica þegar fjöldamorðin áttu sér stað. Mladic, sem er einnig þekktur sem „Bosníu-slátrarinn“, er meðal síðustu herforingjanna frá Júgóslavíu sem hefur setið réttarhöld hjá Alþjóðlegum refsidómstól Sameinuðu þjóðanna. Hann var handtekinn árið 2011 eftir 16 ár á flótta. Árið 2017 var hann dæmdur sekur fyrir þátt sinn í blóðbaðinu í Srebrenica en var sýknaður fyrir þjóðarmorð sem hersveitir hans frömdu árið 1992 gegn bosníökum og bosnískum-Króötum. Árið 2016 dæmdi sami dómstóll Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníuserba, í fjörutíu ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt fjöldamorðin í Srebrenica, auk annarra glæpa. Dómnum var hins vegar breytt í lífstíðarfangelsi árið 2019 og mun hann afplána fangelsisvistina í Bretlandi.
Bosnía og Hersegóvína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira