Breskir tónlistarmenn ærast ekki af fögnuði yfir auknu aðgengi að Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2021 23:30 Hinn enski Ed Sheeran tróð upp á Laugardalsvelli í ágúst 2019. Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er erfiðara fyrir hann og aðra breska tónlistarmenn að fara í tónleikaferðalög um Evrópu. Vísir/Vilhelm Innanríkisráðherra Bretlands, Oliver Dowden, tilkynnti keikur á föstudag að breskir tónlistarmenn gætu nú ferðast til og spilað á Íslandi, í Noregi og Liecthenstein án þess að þurfa vegabréfsáritun, vegna nýs fríverslunarsamnings sem Bretland hefur gert við ríkin. Viðtökur breskra tónlistarmanna hafa þó ekki verið dynjandi lófatak og þakkir. We’ve always taken an ambitious approach in negotiations on touring artists, including in my meeting with @AbidRaja last month.Delighted that our new trade deal with Norway, Iceland and Liechtenstein will allow musicians, performers and support crews to tour easily there. pic.twitter.com/oUSt6EPM4J— Oliver Dowden (@OliverDowden) June 4, 2021 Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir að viðtökur listamanna sem sækja stóran hluta tekna sinna í tónleikahald víða um heim og hafa ekki getað farið í tónleikaferðalög um Evrópu jafn auðveldlega og fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafa verið dræmar. „Íbúafjöldi Íslands er um það bil sá sami og Wigan. Það búa svipað margir í Liechtenstein og í Wilsmslow,“ tísti Tim Burgess, leiðtogi sveitarinnar The Charlatans og virtist ekki sérlega hrifinn af því hvernig Dowden reiddi fram fréttirnar um aukið aðgengi tónlistarfólks að mörkuðum ríkjanna þriggja. Iceland’s population is roughly the same as Wigan. Liechtenstein has a similar number of residents as Wilmslow (in Cheshire)If it wasn’t tragic it would be funny https://t.co/1uSgvh0Lno— Tim Burgess (@Tim_Burgess) June 5, 2021 „Ef þetta væri ekki sorglegt þá væri þetta fyndið,“ tísti Burgess og bætti því við að sveit hans hefði í yfir þrjátíu ár spilað víðs vegar um heiminn. Hún hefði hins vegar aldrei spilað á Íslandi eða í Liechtenstein vegna mikils kostnaðar, fólksfjölda, eða heldur skorts þar á, og þess hve fáa tónleikastaði og tónleikahaldara er þar að finna. Mat Osman, trommari rokksveitarinnar Suede, sagði um aumkunarverðar ráðstafanir að ræða. „Ah, já. Hinn sígildi Noregs/Íslands/Liechtenstein-túr. Algjörlega aumkunarvert,“ tísti hann. Ah yes. The classic Norway/Iceland/Liechtenstein tour. Utterly pathetic https://t.co/Ijhnbowg8H— Mat Osman (@matosman) June 5, 2021 Yfir þúsund manns hafa deilt tísti ráðherrans þar sem hann greinir frá breytingunni sem fylgir samningnum. Flestir eiga það sameiginlegt að þykja ráðstöfunin heldur lítilvæg og hafa margir netverjar ekki staðist mátið og kallað ráðherrann eins og einu uppnefni í leiðinni. Bresk stjórnvöld hafa bent á að ráðahagurinn, að auðvelda tónlistarmönnum frá Bretlandi að fara og spila í áðurnefndum löndum, sé aðeins hluti af viðleitni þeirra til að auðvelda tónlistarfólkinu að ferðast um gervalla Evrópu og leika listir sínar. Fátt um stjörnufans hér á landi Breska ríkisútvarpið hefur tekið saman hversu oft þeir tíu tónlistarmenn eða hljómsveitir sem hvað bestu gengi hafa átt að fagna þegar litið er til tónleikaferðalaga hafa spilað á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein síðasta áratug. Umræddir listamenn eru: Rolling Stones, Ed Sheeran, Coldplay, Paul McCartney, Roger Waters, One Direction, Elton John, Depeche Mode, Rod Stewart og Take That. Af þessum tíu hefur aðeins Ed Sheeran spilað á Íslandi síðasta áratug, alls tvisvar. Það gerði hann dagana 10. og 11. ágúst árið 2019 þegar hann spilaði á Laugardalsvelli. Allir höfðu spilað minnst einu sinni í Noregi á tímabilinu, utan Take That. Af þessum hljómsveitum og tónlistarmönnum hafði þó enginn lagt leið sína til Liechtenstein til að spila. Krefjast breytinga Í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í janúar á síðasta ári breyttust starfsskilyrði breskra listamanna sem vilja troða upp í Evrópusambandinu töluvert. Í krafti fjórfrelsis Evrópusambandsins, sem fól í sér óhefta för og frelsi til vinnu innan sambandsins gátu tónlistarmenn ferðast og spilað óáreittir. Nú er öldin þó önnur og geta breskir tónlistarmenn, í krafti útgöngusamnings Breta við ESB, aðeins ferðast um Evrópu í 90 daga innan 180 daga ramma. Þeir þurfa þó sérstaklega að fá vegabréfsáritun vegna launaðrar vinnu vilji þeir spila í Portúgal og á Spáni, til að mynda. Í janúar á þessu ári skrifaði fjöldi þekktra tónlistarmanna í Bretlandi, þar á meðal Íslandsvinurinn Sheeran, bréf til ríkisstjórnarinnar þar sem þess var farið á leit við hana að greitt yrði úr málinu. Um mánuði síðar leiddi könnun lægri deildar breska þingsins það í ljós að yfir 80 prósent þeirra tónlistarmanna sem skrifað höfðu undir undirskriftalista, þar sem þess var krafist að tónlistarmenn ættu þess kost að fara í tónleikaferðalög um Evrópu án sérstakrar vegabréfsáritunar, teldu líklegt að þeir myndu að öðrum kosti hætta að fara í tónleikaferðalög til Evrópusambandsríkja. Sem stendur er því óljóst hvort aukinn aðgangur breskra tónlistarmanna að Íslandi, Noregi og Liechtenstein muni verða til þess að stórstjörnur þaðan muni streyma hingað í meiri mæli en áður. Af viðbrögðum við tilkynningu breskra stjórnvalda að dæma verður þó að telja það ólíklegt. Tónlist Menning Bretland Evrópusambandið Noregur Liechtenstein Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
We’ve always taken an ambitious approach in negotiations on touring artists, including in my meeting with @AbidRaja last month.Delighted that our new trade deal with Norway, Iceland and Liechtenstein will allow musicians, performers and support crews to tour easily there. pic.twitter.com/oUSt6EPM4J— Oliver Dowden (@OliverDowden) June 4, 2021 Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir að viðtökur listamanna sem sækja stóran hluta tekna sinna í tónleikahald víða um heim og hafa ekki getað farið í tónleikaferðalög um Evrópu jafn auðveldlega og fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafa verið dræmar. „Íbúafjöldi Íslands er um það bil sá sami og Wigan. Það búa svipað margir í Liechtenstein og í Wilsmslow,“ tísti Tim Burgess, leiðtogi sveitarinnar The Charlatans og virtist ekki sérlega hrifinn af því hvernig Dowden reiddi fram fréttirnar um aukið aðgengi tónlistarfólks að mörkuðum ríkjanna þriggja. Iceland’s population is roughly the same as Wigan. Liechtenstein has a similar number of residents as Wilmslow (in Cheshire)If it wasn’t tragic it would be funny https://t.co/1uSgvh0Lno— Tim Burgess (@Tim_Burgess) June 5, 2021 „Ef þetta væri ekki sorglegt þá væri þetta fyndið,“ tísti Burgess og bætti því við að sveit hans hefði í yfir þrjátíu ár spilað víðs vegar um heiminn. Hún hefði hins vegar aldrei spilað á Íslandi eða í Liechtenstein vegna mikils kostnaðar, fólksfjölda, eða heldur skorts þar á, og þess hve fáa tónleikastaði og tónleikahaldara er þar að finna. Mat Osman, trommari rokksveitarinnar Suede, sagði um aumkunarverðar ráðstafanir að ræða. „Ah, já. Hinn sígildi Noregs/Íslands/Liechtenstein-túr. Algjörlega aumkunarvert,“ tísti hann. Ah yes. The classic Norway/Iceland/Liechtenstein tour. Utterly pathetic https://t.co/Ijhnbowg8H— Mat Osman (@matosman) June 5, 2021 Yfir þúsund manns hafa deilt tísti ráðherrans þar sem hann greinir frá breytingunni sem fylgir samningnum. Flestir eiga það sameiginlegt að þykja ráðstöfunin heldur lítilvæg og hafa margir netverjar ekki staðist mátið og kallað ráðherrann eins og einu uppnefni í leiðinni. Bresk stjórnvöld hafa bent á að ráðahagurinn, að auðvelda tónlistarmönnum frá Bretlandi að fara og spila í áðurnefndum löndum, sé aðeins hluti af viðleitni þeirra til að auðvelda tónlistarfólkinu að ferðast um gervalla Evrópu og leika listir sínar. Fátt um stjörnufans hér á landi Breska ríkisútvarpið hefur tekið saman hversu oft þeir tíu tónlistarmenn eða hljómsveitir sem hvað bestu gengi hafa átt að fagna þegar litið er til tónleikaferðalaga hafa spilað á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein síðasta áratug. Umræddir listamenn eru: Rolling Stones, Ed Sheeran, Coldplay, Paul McCartney, Roger Waters, One Direction, Elton John, Depeche Mode, Rod Stewart og Take That. Af þessum tíu hefur aðeins Ed Sheeran spilað á Íslandi síðasta áratug, alls tvisvar. Það gerði hann dagana 10. og 11. ágúst árið 2019 þegar hann spilaði á Laugardalsvelli. Allir höfðu spilað minnst einu sinni í Noregi á tímabilinu, utan Take That. Af þessum hljómsveitum og tónlistarmönnum hafði þó enginn lagt leið sína til Liechtenstein til að spila. Krefjast breytinga Í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í janúar á síðasta ári breyttust starfsskilyrði breskra listamanna sem vilja troða upp í Evrópusambandinu töluvert. Í krafti fjórfrelsis Evrópusambandsins, sem fól í sér óhefta för og frelsi til vinnu innan sambandsins gátu tónlistarmenn ferðast og spilað óáreittir. Nú er öldin þó önnur og geta breskir tónlistarmenn, í krafti útgöngusamnings Breta við ESB, aðeins ferðast um Evrópu í 90 daga innan 180 daga ramma. Þeir þurfa þó sérstaklega að fá vegabréfsáritun vegna launaðrar vinnu vilji þeir spila í Portúgal og á Spáni, til að mynda. Í janúar á þessu ári skrifaði fjöldi þekktra tónlistarmanna í Bretlandi, þar á meðal Íslandsvinurinn Sheeran, bréf til ríkisstjórnarinnar þar sem þess var farið á leit við hana að greitt yrði úr málinu. Um mánuði síðar leiddi könnun lægri deildar breska þingsins það í ljós að yfir 80 prósent þeirra tónlistarmanna sem skrifað höfðu undir undirskriftalista, þar sem þess var krafist að tónlistarmenn ættu þess kost að fara í tónleikaferðalög um Evrópu án sérstakrar vegabréfsáritunar, teldu líklegt að þeir myndu að öðrum kosti hætta að fara í tónleikaferðalög til Evrópusambandsríkja. Sem stendur er því óljóst hvort aukinn aðgangur breskra tónlistarmanna að Íslandi, Noregi og Liechtenstein muni verða til þess að stórstjörnur þaðan muni streyma hingað í meiri mæli en áður. Af viðbrögðum við tilkynningu breskra stjórnvalda að dæma verður þó að telja það ólíklegt.
Tónlist Menning Bretland Evrópusambandið Noregur Liechtenstein Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17