Magdeburg setti tóninn snemma og fljótlega var staðan orðin 8-2, gestunum í vil. Það gekk nákvæmlega ekkert upp í fyrri hálfleik hjá Göppingen og að honum loknum höfðu þeir einungis skorað sex mörk.
Gestirnir í Magdeburg voru hinsvegar í stuði og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 17-6 og brekkan ansi brött fyrir heimamenn.
Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Göppingen náðu aðeins að rétta úr kútnum í seinni hálfleik og minnkuðu muninn hægt og bítandi.
Það reyndist hinsvegar langt frá því að vera nóg og Magdeburg sigldi heim þægilegum átta marka sigri.
Magdeburg er í þriðja sæti þýsku deildarinnar með 46 stig eftir 33 leiki. Göppingen sitja í því sjöunda með 38 stig.