Aðför Samherja einsdæmi á Norðurlöndum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2021 22:45 Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, hélt erindi á málþinginu þar sem hann lýsti aðför Samherja gegn sér. blaðamannafélag íslands Norrænir fjölmiðlar virðast flestir kannast við hótanir, ofbeldi og hatur í sinn garð, sem stórt vandamál. Enginn þeirra hefur þó heyrt af eins alvarlegum árásum fyrirtækis á hendur fjölmiðlafólki og þeim sem Samherji réðst í eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um Namibíumálið. Samherjamálið var mikið rætt á norrænu málþingi sem fór fram í dag um fjölmiðlafrelsi á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Málþingið var haldið af Blaðamannafélagi Íslands í samstarfi við norrænu sendiráðin og héldu þar ýmsir fulltrúar norrænna blaðamannafélaga erindi. Fjandsamlegt viðhorf eins fyrirtækis eða stærra vandamál? Þeirra á meðal var Olav Njaastad hjá Norrænu blaðamannamiðstöðinni en aðspurður hvort hann þekkti nokkur dæmi um sambærilega framgöngu fyrirtækja gegn blaðamönnum og þá sem Samherji hafði uppi sagði hann: „Nei, þetta er stórfurðuleg staða. Ég hef aldrei heyrt um neitt af þessari stærðargráðu.“ Olav hélt erindi sitt um fjölmiðlafrelsi í gegn um fjarfundabúnað.blaðamannafélag íslands Helgi Seljan, blaðamaður hjá Kveik, sem var á meðal þeirra sem upplýstu um Samherjamálið hélt erindi á málþinginu í dag þar sem hann lýsti árásum sjávarútvegsfyrirtækisins gegn sér. Áður hefur verið fjallað um þær í íslenskum fjölmiðlum; hvernig Samherji réð fyrrverandi rannsóknarlögreglumann til að njósna um Helga og hafa í hótunum við hann. Þá réðst fyrirtækið í herferð, með birtingum myndbanda sem voru ranlega sett fram sem fréttir, sem virðist helst hafa snúist um að koma óorði á Helga persónulega og draga starfsheiður hans og andlega heilsu í efa. Nú síðast var greint frá „skæruliðadeild Samherja“ svokallaðri sem rak áróðursstríðið fyrir fyrirtækið en í því teymi voru ráðgjafar og lögfræðingar fyrirtækisins auk sjómanns nokkurs sem var notaður sem leppur fyrir ýmis greinaskrif. Ljóst er að forstjórar Samherja áttu í miklum samskiptum við þetta teymi og stjórnuðu því efni sem kom frá því. Olav Njaastad velti því fyrir sér hvort þessi framganga væri hluti af stærra vandamáli á Íslandi eða hvort hún væri aðeins lýsandi fyrir fjandsamlegt viðhorf þessa tiltekna fyrirtækis til fjölmiðla. Hér má finna upptöku af málþinginu í heild sinni. Kannast öll við hótanir og hatursorðræðu Aðrir fulltrúar norrænna fjölmiðla könnuðust heldur ekki við annað eins frá sínum heimalöndum. Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu Blaðamannasamtakanna, sagðist reyndar muna eftir einu dæmi um að blaðamaður á héraðsblaði í Svíþjóð hafi verið hrakinn úr starfi eftir að hafa fjallað á gagnrýninn hátt um stjórnmálamenn og spillingu. Einn stjórnmálaflokkanna hafði þá ítök á blaðinu sem hún vann hjá. Jón Brian Hvidtfelt, formaður Blaðamannafélags Færeyja, og Maria Pettersson, ritstjóri Journalisti, blaðs finnsku blaðamannasamtakanna, sögðu þá að hatursorðræða, hótanir, ofbeldi og almennt hatur í garð fjölmiðla viðgengist í sínum löndum en þekktu þó ekki eins alvarleg dæmi og árásir Samherja á fjölmiðlamenn. Fulltrúar Morgunblaðsins afþökkuðu boð um þátttöku á málþinginu.blaðamannafélag íslands Rekstrarumhverfi fjölmiðla var einnig rætt á málþinginu og héldu ritstjórarnir Þórður Snær Júlíusson hjá Kjarnanum, Jón Þórisson hjá Fréttablaðinu og Þórir Guðmundsson hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, erindi. Fulltrúum Morgunblaðsins, elsta dagblaðs landsins, var boðið að sækja málþingið en höfðu ekki áhuga á því. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Samherjamálið var mikið rætt á norrænu málþingi sem fór fram í dag um fjölmiðlafrelsi á Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Málþingið var haldið af Blaðamannafélagi Íslands í samstarfi við norrænu sendiráðin og héldu þar ýmsir fulltrúar norrænna blaðamannafélaga erindi. Fjandsamlegt viðhorf eins fyrirtækis eða stærra vandamál? Þeirra á meðal var Olav Njaastad hjá Norrænu blaðamannamiðstöðinni en aðspurður hvort hann þekkti nokkur dæmi um sambærilega framgöngu fyrirtækja gegn blaðamönnum og þá sem Samherji hafði uppi sagði hann: „Nei, þetta er stórfurðuleg staða. Ég hef aldrei heyrt um neitt af þessari stærðargráðu.“ Olav hélt erindi sitt um fjölmiðlafrelsi í gegn um fjarfundabúnað.blaðamannafélag íslands Helgi Seljan, blaðamaður hjá Kveik, sem var á meðal þeirra sem upplýstu um Samherjamálið hélt erindi á málþinginu í dag þar sem hann lýsti árásum sjávarútvegsfyrirtækisins gegn sér. Áður hefur verið fjallað um þær í íslenskum fjölmiðlum; hvernig Samherji réð fyrrverandi rannsóknarlögreglumann til að njósna um Helga og hafa í hótunum við hann. Þá réðst fyrirtækið í herferð, með birtingum myndbanda sem voru ranlega sett fram sem fréttir, sem virðist helst hafa snúist um að koma óorði á Helga persónulega og draga starfsheiður hans og andlega heilsu í efa. Nú síðast var greint frá „skæruliðadeild Samherja“ svokallaðri sem rak áróðursstríðið fyrir fyrirtækið en í því teymi voru ráðgjafar og lögfræðingar fyrirtækisins auk sjómanns nokkurs sem var notaður sem leppur fyrir ýmis greinaskrif. Ljóst er að forstjórar Samherja áttu í miklum samskiptum við þetta teymi og stjórnuðu því efni sem kom frá því. Olav Njaastad velti því fyrir sér hvort þessi framganga væri hluti af stærra vandamáli á Íslandi eða hvort hún væri aðeins lýsandi fyrir fjandsamlegt viðhorf þessa tiltekna fyrirtækis til fjölmiðla. Hér má finna upptöku af málþinginu í heild sinni. Kannast öll við hótanir og hatursorðræðu Aðrir fulltrúar norrænna fjölmiðla könnuðust heldur ekki við annað eins frá sínum heimalöndum. Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu Blaðamannasamtakanna, sagðist reyndar muna eftir einu dæmi um að blaðamaður á héraðsblaði í Svíþjóð hafi verið hrakinn úr starfi eftir að hafa fjallað á gagnrýninn hátt um stjórnmálamenn og spillingu. Einn stjórnmálaflokkanna hafði þá ítök á blaðinu sem hún vann hjá. Jón Brian Hvidtfelt, formaður Blaðamannafélags Færeyja, og Maria Pettersson, ritstjóri Journalisti, blaðs finnsku blaðamannasamtakanna, sögðu þá að hatursorðræða, hótanir, ofbeldi og almennt hatur í garð fjölmiðla viðgengist í sínum löndum en þekktu þó ekki eins alvarleg dæmi og árásir Samherja á fjölmiðlamenn. Fulltrúar Morgunblaðsins afþökkuðu boð um þátttöku á málþinginu.blaðamannafélag íslands Rekstrarumhverfi fjölmiðla var einnig rætt á málþinginu og héldu ritstjórarnir Þórður Snær Júlíusson hjá Kjarnanum, Jón Þórisson hjá Fréttablaðinu og Þórir Guðmundsson hjá fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, erindi. Fulltrúum Morgunblaðsins, elsta dagblaðs landsins, var boðið að sækja málþingið en höfðu ekki áhuga á því.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira