Í fyrsta sinn í sögunni töpuðu bæði liðin síðasta leik sínum fyrir úrslitaeinvígið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 14:00 Agnar Smári Jónsson tók út leikbann í síðasta leik Valsmanna og er því eini leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu sem hefur ekki tapað leik í þessari úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Aldrei áður hafa liðin tvö í úrslitaeinvígi handboltans komið inn í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn með tap á bakinu en það er einmitt raunin nú. Haukar og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Leikur kvöldsins er á heimavelli Valsmanna á Hlíðarenda en seinni leikurinn er síðan á Ásvöllum á föstudaginn kemur. Nýtt fyrirkomulag úrslitakeppninnar þýðir að bæði Haukamenn og Valsmenn tryggðu sig inn í úrslit með því að tapa seinni undanúrslitaleiknum sínum með nægilega litlum mun. Haukar töpuðu seinni leik sínum á móti Stjörnunni með þriggja marka mun, 29-32, en lifðu á því að hafa unnið fyrri leikinn í Garðabænum með fimm mörkum, 28-23. Valsmenn töpuðu líka á heimavelli í seinni leik sínum á móti ÍBV. Eyjamenn unnu með tveimur mörkum, 29-27, en Valsmenn fóru áfram þökk sé þriggja marka sigri í Eyjum í fyrri leiknum, 28-25. Það verður athyglisvert að sjá hvernig liðin koma til baka eftir þessa tapleiki því leikmennirnir hafa ekki kynnst taptilfinningunni lengi. Reyndar mislengi. Haukar voru ekki búnir að tapa leik síðan 25. febrúar síðastliðinn eða í 106 daga. Þeir töpuðu líka fyrsta heimaleik sínum síðan 2. október 2020 en þá mættu einmitt Valsmenn á Ásvelli og fögnuðu sigri. Haukarnir höfðu því unnið fimmtán leiki í röð fyrir síðasta leik, alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni, einn bikarleik og svo ellefu síðustu deildarleikina þar sem þeir urðu deildarmeistarar með yfirburðum. Valsmenn unnu líka þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og höfðu að auki unnið tvo síðustu deildarleiki sína. Valsliðið hafði heldur ekki tapað á Hlíðarenda síðan Haukarnir komu í heimsókn 21. mars síðastliðinn. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Fram | Byrja blóðugt einvígi „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Sjá meira
Haukar og Valur mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta. Leikur kvöldsins er á heimavelli Valsmanna á Hlíðarenda en seinni leikurinn er síðan á Ásvöllum á föstudaginn kemur. Nýtt fyrirkomulag úrslitakeppninnar þýðir að bæði Haukamenn og Valsmenn tryggðu sig inn í úrslit með því að tapa seinni undanúrslitaleiknum sínum með nægilega litlum mun. Haukar töpuðu seinni leik sínum á móti Stjörnunni með þriggja marka mun, 29-32, en lifðu á því að hafa unnið fyrri leikinn í Garðabænum með fimm mörkum, 28-23. Valsmenn töpuðu líka á heimavelli í seinni leik sínum á móti ÍBV. Eyjamenn unnu með tveimur mörkum, 29-27, en Valsmenn fóru áfram þökk sé þriggja marka sigri í Eyjum í fyrri leiknum, 28-25. Það verður athyglisvert að sjá hvernig liðin koma til baka eftir þessa tapleiki því leikmennirnir hafa ekki kynnst taptilfinningunni lengi. Reyndar mislengi. Haukar voru ekki búnir að tapa leik síðan 25. febrúar síðastliðinn eða í 106 daga. Þeir töpuðu líka fyrsta heimaleik sínum síðan 2. október 2020 en þá mættu einmitt Valsmenn á Ásvelli og fögnuðu sigri. Haukarnir höfðu því unnið fimmtán leiki í röð fyrir síðasta leik, alla þrjá leiki sína í úrslitakeppninni, einn bikarleik og svo ellefu síðustu deildarleikina þar sem þeir urðu deildarmeistarar með yfirburðum. Valsmenn unnu líka þrjá fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og höfðu að auki unnið tvo síðustu deildarleiki sína. Valsliðið hafði heldur ekki tapað á Hlíðarenda síðan Haukarnir komu í heimsókn 21. mars síðastliðinn. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Fram | Byrja blóðugt einvígi „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Sjá meira