Lögregla á Grænlandi segir að reglurnar munu gilda til 22. júní, en að þær verði felldar út gildi, alfarið eða að hluta, um leið og aðstæður leyfa.
Fjöldi kórónuveirusmita hafa greinst í Nuuk síðustu daga og vikur, sér í lagi meðal starfsfólks verktakafyrirtækisins Munck sem vinnur að byggingu flugvallarins í höfuðborginni.
Vinnubúðir starfsmanna Munck höfðu áður verið settar í sóttkví og nú hefur verið tilkynnt að þær reglur verði framlengdar til 2. júlí.
Ekki hafi greinst fleiri smit meðal starfsfólks fyrirtækinu, utan þeirra tveggja sem greindust í fyrradag. Auk starfsmannanna tveggja greindust þrír til viðbótar í höfuðborginni í fyrradag.
Alls hafa 49 manns greinst með kórónuveiruna á Grænlandi frá upphafi faraldursins. Níu eru nú í einangrun og er einn á gjörgæslu.