Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 12:02 Heilbrigðisyfirvöld segja minnst áttatíu hafa látist í loftárásunum. EPA-EFE/STR Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. Þetta kemur fram í frétt AP. Tveir læknar og hjúkrunarfræðingur segja í samtali við AP að ekki hafi tekist að staðfesta tölu látinna, en talið er að áttatíu hafi farist í árásinni. Þeir þorðu ekki að koma fram undir nafni og segjast hræddir um að verða refsað fyrir að tjá sig um málið. Átök i Tigray héraðinu í Eþíópíu hafa aldrei verði verri en undanfarna mánuði en átökin hófust í nóvember síðastliðnum þegar eþíópíski herinn réðist inn í héraðið til að koma þáverandi leiðtoga þess frá völdum. Fólk sem særðist í árásinni, og liggja nú á sjúkrahúsi í Mekele, tjáði heilbrigðisstarfsfólki að flugvél hafi látið sprengjur falla á markaðinn í Togoga. Hinir særðu eru sex talsins, þar á meðal tveggja ára gamalt barn sem hlaut sár á kviði, og sex ára barn. Ungbarn sem særðist í árásinni lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítalann í Mekele, sem er 60 kílómetrum frá Togoga. Sjúkraflutningamenn segja að herinn hafi stöðvað sjúkrabílinn í tvo klukkutíma sem hafi líklega leitt til þess að ekki tókst að bjarga lífi barnsins. Síðdegis í gær gerði floti sjúkrabíla tilraun til að komast til Togoga en honum var gert að snúa við af hermönnum við bæinn Tukul. Fleiri sjúkrabílar gerðu tilraun til að komast til Togoga seint í gær og í morgun en þeim tókst ekki að komast á staðinn. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna komst til Togoga, frá Mekele, í morgun en þeir þurftu að fara aðra og flóknari leið. Heilbrigðisstarfsmennirnir hafa hlúið að fjörutíu særðum en talið er að mun fleiri hafi særst í árásinni en fjöldi fólks flúði bæinn í kjölfar árásarinnar. Þá eru minnst fimm í Togoga í lífshættulegu ástandi og þurfa á skurðaðgerðum að halda en heilbrigðisstarfsmenn eru ekki í stöðu til að flytja þá á sjúkrahúsið í Mekele. Læknir sem er staddur í Togoga segir að sjúkrabíll á vegum Rauða krossins hafi gert tilraun í gær til að komast á markaðinn en að eþíópískir hermenn hafi skotið á sjúkrabíllinn. Eþíópía Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt AP. Tveir læknar og hjúkrunarfræðingur segja í samtali við AP að ekki hafi tekist að staðfesta tölu látinna, en talið er að áttatíu hafi farist í árásinni. Þeir þorðu ekki að koma fram undir nafni og segjast hræddir um að verða refsað fyrir að tjá sig um málið. Átök i Tigray héraðinu í Eþíópíu hafa aldrei verði verri en undanfarna mánuði en átökin hófust í nóvember síðastliðnum þegar eþíópíski herinn réðist inn í héraðið til að koma þáverandi leiðtoga þess frá völdum. Fólk sem særðist í árásinni, og liggja nú á sjúkrahúsi í Mekele, tjáði heilbrigðisstarfsfólki að flugvél hafi látið sprengjur falla á markaðinn í Togoga. Hinir særðu eru sex talsins, þar á meðal tveggja ára gamalt barn sem hlaut sár á kviði, og sex ára barn. Ungbarn sem særðist í árásinni lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítalann í Mekele, sem er 60 kílómetrum frá Togoga. Sjúkraflutningamenn segja að herinn hafi stöðvað sjúkrabílinn í tvo klukkutíma sem hafi líklega leitt til þess að ekki tókst að bjarga lífi barnsins. Síðdegis í gær gerði floti sjúkrabíla tilraun til að komast til Togoga en honum var gert að snúa við af hermönnum við bæinn Tukul. Fleiri sjúkrabílar gerðu tilraun til að komast til Togoga seint í gær og í morgun en þeim tókst ekki að komast á staðinn. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna komst til Togoga, frá Mekele, í morgun en þeir þurftu að fara aðra og flóknari leið. Heilbrigðisstarfsmennirnir hafa hlúið að fjörutíu særðum en talið er að mun fleiri hafi særst í árásinni en fjöldi fólks flúði bæinn í kjölfar árásarinnar. Þá eru minnst fimm í Togoga í lífshættulegu ástandi og þurfa á skurðaðgerðum að halda en heilbrigðisstarfsmenn eru ekki í stöðu til að flytja þá á sjúkrahúsið í Mekele. Læknir sem er staddur í Togoga segir að sjúkrabíll á vegum Rauða krossins hafi gert tilraun í gær til að komast á markaðinn en að eþíópískir hermenn hafi skotið á sjúkrabíllinn.
Eþíópía Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira