Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. júní 2021 23:37 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Bjarni Einarsson Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. Jón Magnús ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var frá því að 78 tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar hefðu borist Lyfjastofnun. Hann segir að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum en þetta verið talsvert kannað erlendis þar sem fleiri hafa verið bólusettir. „Og við þurfum að skoða þessar tilkynningar til að sjá hvort það sé orsakasamhengi. Tilkynningar þýðir ekki að það sé sannað að þetta sé afleiðing hins. Nákvæmlega eins og tilkynningar um allar aðrar aukaverkanir. En við þurfum að tilkynna allt sem gerist,“ sagði Jón Magnús. Hiti og bólga brengla hormónaframleiðslu Hann nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við mörg önnur bóluefni og marga aðra sjúkdóma. „En þá er þetta aldrei langvinn breyting sem hefur áhrif á tíðablæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjósemi,“ ítrekar hann. „Þetta er mikilvægt að undirstrika því við höfum séð að allar ástæður hita, allt sem veldur hita, hvort sem það er bólusetning eða Covid-19 eða aðrir sjúkdómar, valda stundum óreglulegum blæðingum hjá konum,“ heldur hann áfram. Hann reifar þá eina kenningu um það hvers vegna hiti og bólga geti valdið breytingum á blæðingum og í sumum tilfellum hjá konum sem hafi þegar gengið í gegn um tíðahvörf: „Það verður ójafnvægi í hormónaframleiðslu út af bólgunni sem veldur því einmitt að meira að segja þegar maður er búinn að fara í gegn um tíðahvörf að þá verður aukning á vissum hormónum eða minnkun á öðrum hormónum sem veldur þessari tímabundnu breytingu sem að hverfur síðan þegar rót bólgunnar er horfin.“ Hann segir því að aukaverkunin sé ekkert til að hafa áhyggjur af og sérstaklega ekki í samanburði við Covid-19. „Það sem við höfum séð með Covid-19 er að það veldur óreglulegum blæðingum og er náttúrulega hættulegt á meðgöngu út af því að það eykur hættu á skaðlegum fylgikvillum þungunar, eins og ótímabærum dauðsföllum bæði móður og fósturs, í sjaldgæfum tilfellum blessunarlega, en við höfum séð það.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Jón Magnús ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var frá því að 78 tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar hefðu borist Lyfjastofnun. Hann segir að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum en þetta verið talsvert kannað erlendis þar sem fleiri hafa verið bólusettir. „Og við þurfum að skoða þessar tilkynningar til að sjá hvort það sé orsakasamhengi. Tilkynningar þýðir ekki að það sé sannað að þetta sé afleiðing hins. Nákvæmlega eins og tilkynningar um allar aðrar aukaverkanir. En við þurfum að tilkynna allt sem gerist,“ sagði Jón Magnús. Hiti og bólga brengla hormónaframleiðslu Hann nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við mörg önnur bóluefni og marga aðra sjúkdóma. „En þá er þetta aldrei langvinn breyting sem hefur áhrif á tíðablæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjósemi,“ ítrekar hann. „Þetta er mikilvægt að undirstrika því við höfum séð að allar ástæður hita, allt sem veldur hita, hvort sem það er bólusetning eða Covid-19 eða aðrir sjúkdómar, valda stundum óreglulegum blæðingum hjá konum,“ heldur hann áfram. Hann reifar þá eina kenningu um það hvers vegna hiti og bólga geti valdið breytingum á blæðingum og í sumum tilfellum hjá konum sem hafi þegar gengið í gegn um tíðahvörf: „Það verður ójafnvægi í hormónaframleiðslu út af bólgunni sem veldur því einmitt að meira að segja þegar maður er búinn að fara í gegn um tíðahvörf að þá verður aukning á vissum hormónum eða minnkun á öðrum hormónum sem veldur þessari tímabundnu breytingu sem að hverfur síðan þegar rót bólgunnar er horfin.“ Hann segir því að aukaverkunin sé ekkert til að hafa áhyggjur af og sérstaklega ekki í samanburði við Covid-19. „Það sem við höfum séð með Covid-19 er að það veldur óreglulegum blæðingum og er náttúrulega hættulegt á meðgöngu út af því að það eykur hættu á skaðlegum fylgikvillum þungunar, eins og ótímabærum dauðsföllum bæði móður og fósturs, í sjaldgæfum tilfellum blessunarlega, en við höfum séð það.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira