Segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2021 13:01 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Áfram þurfa ferðamenn sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um fyrri sýkingu eða bólusetningu gegn covid19 að sæta skimun og fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar fagnar afléttingum en segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. Þann 1. júlí verður sýnatökum hætt hjá þeim sem framvísa gildum vottorðum um bólusetningu með bóluefnum sem Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafa viðurkennt við komuna til landsins og sýnatöku verður jafnframt hætt hjá börnum fædd 2005 eða síðar. Þeir sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um bólusetningu gegn Covid19 eða fyrri sýkingu af völdum sjúkdómsins þurfa áfram að framvísa neikvæðu PCR vottorði á landamærum, undirgangast skimun við komuna til landsins , sæta fimm daga sóttkví og seinni skimun að henni lokinni. Þessar takmarkanir gilda til 15. ágúst. Sóttkvíin valdi vandræðum Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. „Þetta hefur töluverð óþægileg áhrif, þessi sóttkvíartenging, sérstaklega fyrir hópa frá Evrópu þar sem að staða bólusetninga er mjög mismunandi,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Hann hefði gjarnan viljað sóttkvínna lagða af fyrr en þann 15. ágúst. „Ég hefði gjarnan viljað sjá það um miðjan júlí eða fyrsta ágúst, en miðað við gildistímann á þessari reglugerð þá lítur út fyrir að það verði ekki fyrr en um miðjan ágúst sem okkur þykir náttúrulega aðeins súrara í broti en ef þetta hefði komið fyrr. Það mun valda okkur vanda.“ Einfaldara að taka á móti ferðamönnum Heilt yfir segist hann þó ánægður með afléttingar innanlands. „Það er náttúrulega mjög ánægjulegt fyrir okkur í ferðaþjónustunni að það sé búið að ákveða að hætta að skima bólusetta og þá sem eru með mótefnavottorð. Það mun einfalda alla hluti í móttöku á ferðamönnum, sérstaklega þeim sem eru að koma í styttri ferðir og síðan vonumst við til að það verði létt enn meira á þessu þegar staðan verður orðin enn betri núna í ágúst þegar þessi reglugerð rennur sitt skeið,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þann 1. júlí verður sýnatökum hætt hjá þeim sem framvísa gildum vottorðum um bólusetningu með bóluefnum sem Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafa viðurkennt við komuna til landsins og sýnatöku verður jafnframt hætt hjá börnum fædd 2005 eða síðar. Þeir sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um bólusetningu gegn Covid19 eða fyrri sýkingu af völdum sjúkdómsins þurfa áfram að framvísa neikvæðu PCR vottorði á landamærum, undirgangast skimun við komuna til landsins , sæta fimm daga sóttkví og seinni skimun að henni lokinni. Þessar takmarkanir gilda til 15. ágúst. Sóttkvíin valdi vandræðum Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. „Þetta hefur töluverð óþægileg áhrif, þessi sóttkvíartenging, sérstaklega fyrir hópa frá Evrópu þar sem að staða bólusetninga er mjög mismunandi,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Hann hefði gjarnan viljað sóttkvínna lagða af fyrr en þann 15. ágúst. „Ég hefði gjarnan viljað sjá það um miðjan júlí eða fyrsta ágúst, en miðað við gildistímann á þessari reglugerð þá lítur út fyrir að það verði ekki fyrr en um miðjan ágúst sem okkur þykir náttúrulega aðeins súrara í broti en ef þetta hefði komið fyrr. Það mun valda okkur vanda.“ Einfaldara að taka á móti ferðamönnum Heilt yfir segist hann þó ánægður með afléttingar innanlands. „Það er náttúrulega mjög ánægjulegt fyrir okkur í ferðaþjónustunni að það sé búið að ákveða að hætta að skima bólusetta og þá sem eru með mótefnavottorð. Það mun einfalda alla hluti í móttöku á ferðamönnum, sérstaklega þeim sem eru að koma í styttri ferðir og síðan vonumst við til að það verði létt enn meira á þessu þegar staðan verður orðin enn betri núna í ágúst þegar þessi reglugerð rennur sitt skeið,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira