Snowden telur frétt Stundarinnar drepa málið gegn Assange Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2021 22:24 Sigurður Ingi Þórðarson, eða „Siggi hakkari“ með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Stundin segir að Sigurður Ingi hafi starfað sem sjálfboðaliði fyrir Wikileaks en að hann hafi ýkt aðild sína að starfsemi uppljóstranavefsins og dregið sér fé frá samtökunum. Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden telur að frétt Stundarinnar um lygar íslensks vitnis bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Kjarni ákærunnar gegn Assange tengist þó ekki framburði íslenska vitnisins. Íslenska dagblaðið Stundin birti frétt sína um að Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem „Siggi hakkari“ í fjölmiðlum, viðurkenni að hafa búið til ásakanir sem voru notaðar í bandarískri ákæru á hendur Assange á ensku í dag. Snowden, sem er varð heimsþekktur þegar hann lak leynilegum skjölum sem sýndu fram á stórfelldar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) árið 2013, tísti hlekk á frétt Stundarinnar í dag með þeim orðum að hún væri „endalok málsins gegn Julian Assange“. This is the end of the case against Julian Assange. https://t.co/bhFCfVBuq0— Edward Snowden (@Snowden) June 26, 2021 Stundin lýsir Sigurði Inga, sem hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og ýmis konar fjársvik hér á landi, sem „lykilvitni“ í máli bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn Assange. Hann viðurkenni nú að hafa logið ásökunum sem koma fram í ákæru þess á hendur stofnanda Wikileaks, þar á meðal að Assange hafi skipað Sigurði Inga að fremja tölvuinnbrot og glæpi á Íslandi. Ákæran tengist ekki ásökunum Sigurðar Inga Fullyrðing Snowden um að uppljóstranir Stundarinnar um að Sigurður Ingi segist hafa borið ljúgvitni bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Assange er þó hæpin. Kjarninn í ákærunni er að Assange hafi átt þátt í tölvuinnbroti ásamt Chelsea Manning, uppljóstrara innan bandaríska hersins, sem lak gífurlegu magni leynilegra sendiráðsskjala sem Wikileaks birti árið 2010 og 2011, að hluta til í samstarfi við fjölmiðla í nokkrum löndum. Ekkert hefur komið fram um að framburður Sigurðar Inga liggi til grundvallar meginefnis ákærunnar gegn Assange sem er í átján liðum. Ásakanir Sigurðar Inga komu fram í uppfærðri ákæru bandaríska dómsmálaráðuneytisins í júní í fyrra. Ekki var bætt við ákæruliðina frá upphaflegri útgáfu ákærunnar. Þess í stað voru ásakanirnar sagðar renna frekari stoðum undir ásakanir um að Assange hafi gerst sekur um samsæri um tölvuinnbrot. Í frétt Stundarinnar segir enda að svo virðist sem að tilgangurinn með því að bæta ásökunum Sigurðar Inga við ákæruna hafi verið að styrkja grundvöll fyrir þeim liðum ákærunnar sem sneru að meintu samsæri Assange og Manning um tölvuinnbrot. Þegar Washington Post sagði frá uppfærðu ákærunni í fyrra kom fram að nýju ásakanirnar væru fyrndar en að þær ættu að styðja fullyrðingar Bandaríkjastjórnar um að líta ætti á Assange sem tölvuþrjót en ekki blaðamann eða útgefanda. Herréttur sakfelldi Manning fyrir njósnir gegn bandaríska ríkinu árið 2013 og hlaut hún 35 ára fangelsisrefsingu. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu hennar rétt áður en hann yfirgaf embættið í janúar árið 2017. Manning var hins vegar fangelsuð aftur árið 2019 fyrir óhlýðni við dómstól þegar hún neitað að vitna gegn Assange í málinu gegn honum. Sakaður um að stefna heimildarmönnum Bandaríkjastjórnar í hættu Assange situr nú í fangelsi í Bretlandi en dómari þar í landi hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að hann yrði framseldur í janúar. Hann var handtekinn eftir að ekvadorsk stjórnvöld drógu til baka vernd sem hann hafði notið í sendiráði landsins í London í apríl árið 2019. Þá hafði Asssange hafst við í sendiráðinu í sjö ár. Upphaflega leitaði Assange á náðir sendiráðs Ekvadors til að koma sér undan framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna nauðgunarmáls þar í landi. Assange hélt því fram að það mál væri yfirskyn til þess að koma honum í hendur Bandaríkjastjórnar vegna lekans á sendiráðsskjölunum árið 2010. Sama dag og Assange var handtekinn þegar hann yfirgaf sendiráðið var ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn honum gerð opinber. Hann er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot í slagtogi við Manning en einnig fyrir brot gegn njósnalögum. Honum var þannig gefið að sök að hafa stefnt lífi heimildarmanna bandarískra stjórnvalda, meðal annars í Afganistan og Írak, í hættu með því að birta nöfn þeirra opinberlega. Málið gegn Assange hefur verið umdeilt þar sem margir telja það stríða gegn tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Fjöldi fjölmiðla, þar á meðal bandarískra, birtu þannig fréttir upp úr sömu gögnum og Assange er ákærður fyrir að birta. Þeir afmáðu hins vegar nöfn fólks sem þeir töldu að gætu verið í hættu ef nafn þess væri birt. Washington Post sagði að dómsmálaráðuneytið í tíð Obama veigrað sér við að ákæra Assange vegna álitamála um fjölmiðlafrelsi. Stjórn Donalds Trump tók málið hins vegar upp aftur og ákærði Assange. WikiLeaks Bandaríkin Mál Julians Assange Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Assange ekki sleppt gegn tryggingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu að svo stöddu. Þetta var ákvörðun dómara í London eftir að verjendur Assange höfðu krafist þess að honum yrði sleppt. 6. janúar 2021 11:42 Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Íslenska dagblaðið Stundin birti frétt sína um að Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem „Siggi hakkari“ í fjölmiðlum, viðurkenni að hafa búið til ásakanir sem voru notaðar í bandarískri ákæru á hendur Assange á ensku í dag. Snowden, sem er varð heimsþekktur þegar hann lak leynilegum skjölum sem sýndu fram á stórfelldar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) árið 2013, tísti hlekk á frétt Stundarinnar í dag með þeim orðum að hún væri „endalok málsins gegn Julian Assange“. This is the end of the case against Julian Assange. https://t.co/bhFCfVBuq0— Edward Snowden (@Snowden) June 26, 2021 Stundin lýsir Sigurði Inga, sem hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og ýmis konar fjársvik hér á landi, sem „lykilvitni“ í máli bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn Assange. Hann viðurkenni nú að hafa logið ásökunum sem koma fram í ákæru þess á hendur stofnanda Wikileaks, þar á meðal að Assange hafi skipað Sigurði Inga að fremja tölvuinnbrot og glæpi á Íslandi. Ákæran tengist ekki ásökunum Sigurðar Inga Fullyrðing Snowden um að uppljóstranir Stundarinnar um að Sigurður Ingi segist hafa borið ljúgvitni bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Assange er þó hæpin. Kjarninn í ákærunni er að Assange hafi átt þátt í tölvuinnbroti ásamt Chelsea Manning, uppljóstrara innan bandaríska hersins, sem lak gífurlegu magni leynilegra sendiráðsskjala sem Wikileaks birti árið 2010 og 2011, að hluta til í samstarfi við fjölmiðla í nokkrum löndum. Ekkert hefur komið fram um að framburður Sigurðar Inga liggi til grundvallar meginefnis ákærunnar gegn Assange sem er í átján liðum. Ásakanir Sigurðar Inga komu fram í uppfærðri ákæru bandaríska dómsmálaráðuneytisins í júní í fyrra. Ekki var bætt við ákæruliðina frá upphaflegri útgáfu ákærunnar. Þess í stað voru ásakanirnar sagðar renna frekari stoðum undir ásakanir um að Assange hafi gerst sekur um samsæri um tölvuinnbrot. Í frétt Stundarinnar segir enda að svo virðist sem að tilgangurinn með því að bæta ásökunum Sigurðar Inga við ákæruna hafi verið að styrkja grundvöll fyrir þeim liðum ákærunnar sem sneru að meintu samsæri Assange og Manning um tölvuinnbrot. Þegar Washington Post sagði frá uppfærðu ákærunni í fyrra kom fram að nýju ásakanirnar væru fyrndar en að þær ættu að styðja fullyrðingar Bandaríkjastjórnar um að líta ætti á Assange sem tölvuþrjót en ekki blaðamann eða útgefanda. Herréttur sakfelldi Manning fyrir njósnir gegn bandaríska ríkinu árið 2013 og hlaut hún 35 ára fangelsisrefsingu. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu hennar rétt áður en hann yfirgaf embættið í janúar árið 2017. Manning var hins vegar fangelsuð aftur árið 2019 fyrir óhlýðni við dómstól þegar hún neitað að vitna gegn Assange í málinu gegn honum. Sakaður um að stefna heimildarmönnum Bandaríkjastjórnar í hættu Assange situr nú í fangelsi í Bretlandi en dómari þar í landi hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að hann yrði framseldur í janúar. Hann var handtekinn eftir að ekvadorsk stjórnvöld drógu til baka vernd sem hann hafði notið í sendiráði landsins í London í apríl árið 2019. Þá hafði Asssange hafst við í sendiráðinu í sjö ár. Upphaflega leitaði Assange á náðir sendiráðs Ekvadors til að koma sér undan framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna nauðgunarmáls þar í landi. Assange hélt því fram að það mál væri yfirskyn til þess að koma honum í hendur Bandaríkjastjórnar vegna lekans á sendiráðsskjölunum árið 2010. Sama dag og Assange var handtekinn þegar hann yfirgaf sendiráðið var ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn honum gerð opinber. Hann er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot í slagtogi við Manning en einnig fyrir brot gegn njósnalögum. Honum var þannig gefið að sök að hafa stefnt lífi heimildarmanna bandarískra stjórnvalda, meðal annars í Afganistan og Írak, í hættu með því að birta nöfn þeirra opinberlega. Málið gegn Assange hefur verið umdeilt þar sem margir telja það stríða gegn tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Fjöldi fjölmiðla, þar á meðal bandarískra, birtu þannig fréttir upp úr sömu gögnum og Assange er ákærður fyrir að birta. Þeir afmáðu hins vegar nöfn fólks sem þeir töldu að gætu verið í hættu ef nafn þess væri birt. Washington Post sagði að dómsmálaráðuneytið í tíð Obama veigrað sér við að ákæra Assange vegna álitamála um fjölmiðlafrelsi. Stjórn Donalds Trump tók málið hins vegar upp aftur og ákærði Assange.
WikiLeaks Bandaríkin Mál Julians Assange Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Assange ekki sleppt gegn tryggingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu að svo stöddu. Þetta var ákvörðun dómara í London eftir að verjendur Assange höfðu krafist þess að honum yrði sleppt. 6. janúar 2021 11:42 Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Assange ekki sleppt gegn tryggingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu að svo stöddu. Þetta var ákvörðun dómara í London eftir að verjendur Assange höfðu krafist þess að honum yrði sleppt. 6. janúar 2021 11:42
Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42