Hvað eiga veiðigjöldin að vera há? Jón Ingi Hákonarson skrifar 28. júní 2021 07:31 Upphæð veiðigjalds hefur um langt skeið verið þrætuepli manna á meðal. Er það of lágt eða er það of hátt? Það er erfitt að segja án þess að hafa mælistiku sem hægt er að sammælast um. Samkvæmt markmiðum laga um veiðigjald skal það standa m.a. undir þeim kostnaði sem til fellur við að halda utan um þetta kerfi, svo sem rannsóknum og eftirliti. Eins og staðan er núna þá nær veiðigjaldið ekki að standa undir kostnaði ríkisins við að reka þetta kerfi. Þar er að minnsta kosti kominn vísir að mælistiku. Einnig hafa umræðurnar snúist um sanngjarna skiptingu auðlindarentunnar á milli eiganda auðlindarinnar og rétthafa. Hversu mikið er útgerðin í raun og veru tilbúin til að greiða fyrir það leyfi að veiða í íslenskri lögsögu þar sem öllum hinum er haldið í burtu frá takmarkaðri auðlind? Einfaldar spurningar Ein leið er að spyrja einfaldra spurninga: Hvað myndi gerast ef ríkið myndi hætta með kvótakerfið og gefa öllum íslenskum ríkisborgurum leyfi til að veiða fisk innan landhelginnar án takmarkana? Hversu mikið væru núverandi leyfishafar tilbúnir til að greiða fyrir að svo verði ekki? Svarið við fyrri hlutanum er nokkuð ljóst:, það myndi leiða til ofveiði og hagnaður greinarinnar myndi hverfa tiltölulega fljótt. Svarið við hinni er ekki alveg eins augljóst en ég er nokkuð viss um að kvótaeigendur sæju sér hag í því að greiða meira en þeir hafa gert undanfarna áratugi í veiðigjald. Það er munur á vilja og getu Eitt af því sem er kennt í viðskiptafræðum er að verðleggja ekki þjónustu út frá kostnaði við að veita hana heldur út frá því hvað viðskiptavinurinn er tilbúinn til að greiða fyrir hana. Til að forðast misskilning þá geri ég greinarmun á því hvað viðkomandi vilji greiða og því hvað hann er tilbúinn að greiða. Þar er stór munur á. Besta leiðin til að kanna hversu hátt aðilar á markaði eru tilbúnir til að greiða fyrir vöru, þjónustu eða leyfi er með því að leyfa aðilum á markaði að bjóða í. Væntanlega liggur sanngjarnt verð einhvers staðar á milli greiðsluvilja og greiðslugetu. Er ekki kominn tími til að kanna það? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Upphæð veiðigjalds hefur um langt skeið verið þrætuepli manna á meðal. Er það of lágt eða er það of hátt? Það er erfitt að segja án þess að hafa mælistiku sem hægt er að sammælast um. Samkvæmt markmiðum laga um veiðigjald skal það standa m.a. undir þeim kostnaði sem til fellur við að halda utan um þetta kerfi, svo sem rannsóknum og eftirliti. Eins og staðan er núna þá nær veiðigjaldið ekki að standa undir kostnaði ríkisins við að reka þetta kerfi. Þar er að minnsta kosti kominn vísir að mælistiku. Einnig hafa umræðurnar snúist um sanngjarna skiptingu auðlindarentunnar á milli eiganda auðlindarinnar og rétthafa. Hversu mikið er útgerðin í raun og veru tilbúin til að greiða fyrir það leyfi að veiða í íslenskri lögsögu þar sem öllum hinum er haldið í burtu frá takmarkaðri auðlind? Einfaldar spurningar Ein leið er að spyrja einfaldra spurninga: Hvað myndi gerast ef ríkið myndi hætta með kvótakerfið og gefa öllum íslenskum ríkisborgurum leyfi til að veiða fisk innan landhelginnar án takmarkana? Hversu mikið væru núverandi leyfishafar tilbúnir til að greiða fyrir að svo verði ekki? Svarið við fyrri hlutanum er nokkuð ljóst:, það myndi leiða til ofveiði og hagnaður greinarinnar myndi hverfa tiltölulega fljótt. Svarið við hinni er ekki alveg eins augljóst en ég er nokkuð viss um að kvótaeigendur sæju sér hag í því að greiða meira en þeir hafa gert undanfarna áratugi í veiðigjald. Það er munur á vilja og getu Eitt af því sem er kennt í viðskiptafræðum er að verðleggja ekki þjónustu út frá kostnaði við að veita hana heldur út frá því hvað viðskiptavinurinn er tilbúinn til að greiða fyrir hana. Til að forðast misskilning þá geri ég greinarmun á því hvað viðkomandi vilji greiða og því hvað hann er tilbúinn að greiða. Þar er stór munur á. Besta leiðin til að kanna hversu hátt aðilar á markaði eru tilbúnir til að greiða fyrir vöru, þjónustu eða leyfi er með því að leyfa aðilum á markaði að bjóða í. Væntanlega liggur sanngjarnt verð einhvers staðar á milli greiðsluvilja og greiðslugetu. Er ekki kominn tími til að kanna það? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun