Reisti minnisvarða og reif hann svo niður næstu sjö árin Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 10:15 Gareth Southgate faðmaði Joachim Löw eftir að hafa stýrt Englandi til sigurs gegn Þýskalandi á EM í gærkvöld. AP/John Sibley Þýskir fjölmiðlar vonast eftir endurreisn þýska landsliðsins og að hún hefjist í september þegar liðið mætir meðal annars Íslandi á Laugardalsvelli, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Katar. Tapið gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í gær þýðir að valdatíma þjálfarans Joachims Löw er lokið en í vor var tilkynnt að Hansi Flick, fyrrverandi stjóri Bayern München, myndi taka við þýska landsliðinu eftir EM. „Evrópumótið átti að veita Joachim Löw leið til að kveðja landsliðið með sæmd. Kveðjustundin varð hins vegar ekki með þeim hætti,“ sagði Boris Büchler í útsendingu ZDF. Löw stýrði þýska landsliðinu í 15 ár og mun alltaf getað státað sig af frábærum sigri Þýskalands á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2014. Önnur stórmót hafa hins vegar ekki gengið eins vel og eftir að hafa endað í neðsta sæti síns riðils á HM 2018 falla Þjóðverjar nú úr leik strax í 16-liða úrslitum á EM. Ekki smollið saman í nokkurn tíma „Með árangrinum á HM árið 2014 reisti Jogi Löw sér minnisvarða. Síðan þá hefur hann varið sjö árum í að brjóta þennan minnisvarða niður,“ sagði Heiko Neumann, sjónvarpsmaður hjá ARD. Joachim Löw's managerial record with #GER 197 games 124 wins 40 draws 33 defeats 62.94% win percentage 2 trophiesNot the fairytale ending he had hoped for after managing his last game for the national team. pic.twitter.com/fCTFPdZu5W— Squawka Football (@Squawka) June 30, 2021 Í grein Peter Ahrens í Der Spiegel er taktík Löws gagnrýnd: „Þetta lið er með leikmenn í háum gæðaflokki og margir þeirra eru stjörnur í bestu félagsliðum heims. En sem ellefu manna lið þá hefur landsliðið ekki smollið saman í nokkurn tíma, og þjálfarinn verður að axla ábyrgð á því. Ákvörðun hans um að taka drifkraftinn sem fylgir Joshua Kimmich af miðjunni borgaði sig ekki. Hann hafði ekki heppnina með sér við valið á framherjum. Leroy Sané olli vonbrigðum gegn Ungverjalandi. Á móti Englandi tók Löw Timo Werner af velli eftir klukkutíma leik.“ Eins og fyrr segir er það nú í höndum Hansi Flick að koma Þjóðverjum aftur í hæstu hæðir. Fyrstu leikir hans verða gegn Liechtenstein á útivelli 2. september, Armeníu á heimavelli 5. september, og svo gegn Íslandi á Laugardalsvelli 8. september. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Tapið gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í gær þýðir að valdatíma þjálfarans Joachims Löw er lokið en í vor var tilkynnt að Hansi Flick, fyrrverandi stjóri Bayern München, myndi taka við þýska landsliðinu eftir EM. „Evrópumótið átti að veita Joachim Löw leið til að kveðja landsliðið með sæmd. Kveðjustundin varð hins vegar ekki með þeim hætti,“ sagði Boris Büchler í útsendingu ZDF. Löw stýrði þýska landsliðinu í 15 ár og mun alltaf getað státað sig af frábærum sigri Þýskalands á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2014. Önnur stórmót hafa hins vegar ekki gengið eins vel og eftir að hafa endað í neðsta sæti síns riðils á HM 2018 falla Þjóðverjar nú úr leik strax í 16-liða úrslitum á EM. Ekki smollið saman í nokkurn tíma „Með árangrinum á HM árið 2014 reisti Jogi Löw sér minnisvarða. Síðan þá hefur hann varið sjö árum í að brjóta þennan minnisvarða niður,“ sagði Heiko Neumann, sjónvarpsmaður hjá ARD. Joachim Löw's managerial record with #GER 197 games 124 wins 40 draws 33 defeats 62.94% win percentage 2 trophiesNot the fairytale ending he had hoped for after managing his last game for the national team. pic.twitter.com/fCTFPdZu5W— Squawka Football (@Squawka) June 30, 2021 Í grein Peter Ahrens í Der Spiegel er taktík Löws gagnrýnd: „Þetta lið er með leikmenn í háum gæðaflokki og margir þeirra eru stjörnur í bestu félagsliðum heims. En sem ellefu manna lið þá hefur landsliðið ekki smollið saman í nokkurn tíma, og þjálfarinn verður að axla ábyrgð á því. Ákvörðun hans um að taka drifkraftinn sem fylgir Joshua Kimmich af miðjunni borgaði sig ekki. Hann hafði ekki heppnina með sér við valið á framherjum. Leroy Sané olli vonbrigðum gegn Ungverjalandi. Á móti Englandi tók Löw Timo Werner af velli eftir klukkutíma leik.“ Eins og fyrr segir er það nú í höndum Hansi Flick að koma Þjóðverjum aftur í hæstu hæðir. Fyrstu leikir hans verða gegn Liechtenstein á útivelli 2. september, Armeníu á heimavelli 5. september, og svo gegn Íslandi á Laugardalsvelli 8. september. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira