Sjálfsmark Denis Zakaria kom Spánverjum yfir snemma leiks en Xherdan Shaqiri jafnaði fyrir Sviss um miðjan síðari hálfleik. Skömmu síðar fékk Remo Freuler, í liði Sviss, að líta rautt spjald og léku Svisslendingar því manni færri í rúmar 40 mínútur.
Spánverjar náðu ekki að skora þrátt fyrir mikil áhlaup og fín færi og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þar varði Unai Simón, markvörður Spánar, tvö víti auk þess sem eitt til viðbótar fór forgörðum hjá Svisslendingum. Rodri og Sergio Busquets refsaðist því ekki fyrir sín klúður í vítakeppninni.
Mörkin og vítakeppnina í heild má sjá að neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.