Pelosi neitar stuðningsmönnum Trumps um sæti í rannsóknarnefnd Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2021 08:52 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/J. Scott Applewhite Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafnaði í gær að hleypa tveimur þingmönnum Repúblikanaflokksins inn í þingnefnd sem rannsaka á árásina á þinghúsið þann 6. janúar. Leiðtogar Repúblikana brugðust reiðir við, sökuðu Pelosi um valdníðslu og nú neita flestir Repúblikanar að taka þátt í störfum nefndarinnar. Repúblikanar segjast ætla að stofna sína eigin nefnd. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hafði lagt til að meðal þeirra sex Repúblikana sem ættu að sitja í nefndinni væru þeir Jim Jordan frá Ohio og Jim Banks frá Indiana. Báðir eru yfirlýstir og dyggir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og báðir greiddu atkvæði gegn því að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Þar að auki hafa þeir báðir tekið undir ósannar yfirlýsingar Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Þegar æstur múgur ruddi sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar var það gert með því markmiði að koma í veg fyrir að þingið staðfesti niðurstöðurnar formlega. AP fréttaveitan segir Pelosi hafa rétt til þess að hafna tillögum minnihlutans samkvæmt lögum um þingnefndir, þar sem hún er forseti fulltrúadeildarinnar. Hún viðurkenndi þó þegar hún tilkynnti ákvörðun sína í gær að hún væri óvenjuleg. Pelosi sagði að tryggja þyrfti heilindi rannsóknarnefndarinnar. Því væri ekki rétt að þeir Banks og Jordan sætu í henni. Pelosi samþykkti hina þrjá sem McCarthy tilnefndi. Hún kallaði eftir því að McCarthy tilnefndi tvo aðra þingmenn. Það gerði McCarthy ekki. Kevin McCarthy, Jim Banks og Jim Jordan.AP/J. Scott Applewhite Ætla að gera eigin rannsókn Þess í stað meinaði hann þingmönnum Repúblikanaflokksins að taka þátt í störfum nefndarinnar og hét því að Repúblikanar myndu gera „eigin rannsókn á staðreyndum“, án þess þó að skilgreina hvað nákvæmlega nefndin ætti að rannsaka. Þá leyfa reglur þingsins minnihlutanum ekki að stofna þingnefndir. Hér má sjá hluta blaðamannafundar McCarthy og annarra þingmanna þar sem þeir fóru hörðum orðum um ákvörðun Pelosi. Til stóð að stofna óháða rannsóknarnefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið. Þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni studdu það á sínum tíma en nánast allir þingmenn flokksins í öldungadeildinni greiddu atkvæði gegn því. Þingkonan Liz Cheney ætlar að sitja í nefndinni og verður eini Repúblikaninn til að gera það. Hún var fyrir ekki svo löngu þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeildinni. Cheney hefur þó verið hávær um þá sannfæringu sína að kosningasvindl hafi ekki kostað Trump sigur og var hún ein fárra þingmanna flokksins sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot. Í kjölfarið var henni vikið úr embætti innan flokksins og er hún verulega einangruð meðal Repúblikana. Sjá einnig: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Washington Post hefur eftir Cheney að hún sé samála þeirri ákvörðun Pelosi að neita Jordan og Banks um sæti í nefndinni. Hún sagði sömuleiðis að þeir væru báðir óhreinlyndir í áróðri þeirra varðandi forsetakosningarnar og árásina á þinghúsið. „Rannsóknin verður að fara fram. Það að einhver vilji spila pólitíska leiki með árásina á Þinghús Bandaríkjanna er fyrirlitlegt og skammarlegt,“ sagði Cheney. Cheney sagði einnig að á McCarthy hefði notað hvert tækifæri sem gafst til að reyna að koma í veg fyrir að farið yrði í saumana á því sem gerðist þann 6. janúar. Repúblikanar reiðir Cheney Í frétt Politico segir að Repúblikanar hafi brugðist reiðir við orðum Cheney og ákvörðun hennar að taka sæti í nefndinni. Einhverjir hafa lagt til að henni verði refsað og vikið úr sæti hennar í þingnefnd um málefni herafla Bandaríkjanna, sem McCarthy hefur áður gefið í skyn að komi til greina. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata. 1. júlí 2021 15:36 Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04 Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. 23. júní 2021 23:45 Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53 „Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024 Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta. 15. júní 2021 09:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Leiðtogar Repúblikana brugðust reiðir við, sökuðu Pelosi um valdníðslu og nú neita flestir Repúblikanar að taka þátt í störfum nefndarinnar. Repúblikanar segjast ætla að stofna sína eigin nefnd. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hafði lagt til að meðal þeirra sex Repúblikana sem ættu að sitja í nefndinni væru þeir Jim Jordan frá Ohio og Jim Banks frá Indiana. Báðir eru yfirlýstir og dyggir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og báðir greiddu atkvæði gegn því að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Þar að auki hafa þeir báðir tekið undir ósannar yfirlýsingar Trumps um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. Þegar æstur múgur ruddi sér leið inn í þinghúsið þann 6. janúar var það gert með því markmiði að koma í veg fyrir að þingið staðfesti niðurstöðurnar formlega. AP fréttaveitan segir Pelosi hafa rétt til þess að hafna tillögum minnihlutans samkvæmt lögum um þingnefndir, þar sem hún er forseti fulltrúadeildarinnar. Hún viðurkenndi þó þegar hún tilkynnti ákvörðun sína í gær að hún væri óvenjuleg. Pelosi sagði að tryggja þyrfti heilindi rannsóknarnefndarinnar. Því væri ekki rétt að þeir Banks og Jordan sætu í henni. Pelosi samþykkti hina þrjá sem McCarthy tilnefndi. Hún kallaði eftir því að McCarthy tilnefndi tvo aðra þingmenn. Það gerði McCarthy ekki. Kevin McCarthy, Jim Banks og Jim Jordan.AP/J. Scott Applewhite Ætla að gera eigin rannsókn Þess í stað meinaði hann þingmönnum Repúblikanaflokksins að taka þátt í störfum nefndarinnar og hét því að Repúblikanar myndu gera „eigin rannsókn á staðreyndum“, án þess þó að skilgreina hvað nákvæmlega nefndin ætti að rannsaka. Þá leyfa reglur þingsins minnihlutanum ekki að stofna þingnefndir. Hér má sjá hluta blaðamannafundar McCarthy og annarra þingmanna þar sem þeir fóru hörðum orðum um ákvörðun Pelosi. Til stóð að stofna óháða rannsóknarnefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið. Þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni studdu það á sínum tíma en nánast allir þingmenn flokksins í öldungadeildinni greiddu atkvæði gegn því. Þingkonan Liz Cheney ætlar að sitja í nefndinni og verður eini Repúblikaninn til að gera það. Hún var fyrir ekki svo löngu þriðji æðsti Repúblikaninn í fulltrúadeildinni. Cheney hefur þó verið hávær um þá sannfæringu sína að kosningasvindl hafi ekki kostað Trump sigur og var hún ein fárra þingmanna flokksins sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump fyrir embættisbrot. Í kjölfarið var henni vikið úr embætti innan flokksins og er hún verulega einangruð meðal Repúblikana. Sjá einnig: Ætlar áfram að beita sér gegn Trump Washington Post hefur eftir Cheney að hún sé samála þeirri ákvörðun Pelosi að neita Jordan og Banks um sæti í nefndinni. Hún sagði sömuleiðis að þeir væru báðir óhreinlyndir í áróðri þeirra varðandi forsetakosningarnar og árásina á þinghúsið. „Rannsóknin verður að fara fram. Það að einhver vilji spila pólitíska leiki með árásina á Þinghús Bandaríkjanna er fyrirlitlegt og skammarlegt,“ sagði Cheney. Cheney sagði einnig að á McCarthy hefði notað hvert tækifæri sem gafst til að reyna að koma í veg fyrir að farið yrði í saumana á því sem gerðist þann 6. janúar. Repúblikanar reiðir Cheney Í frétt Politico segir að Repúblikanar hafi brugðist reiðir við orðum Cheney og ákvörðun hennar að taka sæti í nefndinni. Einhverjir hafa lagt til að henni verði refsað og vikið úr sæti hennar í þingnefnd um málefni herafla Bandaríkjanna, sem McCarthy hefur áður gefið í skyn að komi til greina.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32 Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata. 1. júlí 2021 15:36 Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04 Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. 23. júní 2021 23:45 Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53 „Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024 Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta. 15. júní 2021 09:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Sá fyrsti til að vera dæmdur fyrir árásina á þinghúsið Karlmaður frá Flórídafylki var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa rutt sér leið inn í sal öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar staðfesta átti niðurstöður forsetakosninganna í byrjun þessa árs. Hann er sá fyrsti til að hljóta dóm fyrir glæp í tengslum við árásina á þinghúsið. 19. júlí 2021 23:32
Takmarkanir repúblikana á kosningum fá grænt ljós Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði blessun sína yfir strangari reglur um kosningar sem repúblikanar í Arizona samþykktu árið 2016 í dag. Lögin voru talin koma sérstaklega niður á minnihlutahópum sem eru líklegri til þess að kjósa demókrata. 1. júlí 2021 15:36
Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. 24. júní 2021 19:04
Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. 23. júní 2021 23:45
Þrýstu á ráðuneyti að taka undir lygar um kosningasvik Nánustu ráðgjafar Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þrýstu á æðstu embættismenn í dómsmálaráðuneytinu til að fá þá til að taka undir stoðlausar ásakanir Trump um stórfelld kosningasvik. Þeir kiknuðu þó ekki undan þrýstingnum. 15. júní 2021 16:53
„Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024 Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta. 15. júní 2021 09:00