Tvö íslensk töp í Sambandsdeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2021 20:39 Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF í kvöld. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum sem var að ljúka í Sambandsdeild Evrópu. Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF töpuðu 2-1 gegn Larne frá Norður-Írlandi og á sama tíma þurftu Óskar Sverrisson og félagar í Häcken að sætta sig við 5-1 tap gegn skoska liðinu Aberdeen. Það tók leikmenn Larne ekki langan tíma að brjóta ísinn gegn Jóni Degi og félögum, en David McDaid kom heimamönnum yfir eftir þriggja mínútna leik. Dean Jarvis tvöfaldaði forystu Larne stundarfjórðungi fyrir hálfleik, og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF, en hann var tekinn af velli eftir tæplega 50. mínútna leik. Alexander Ammitzboll minnkaði muninn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku eftir viku, og þá þarf AGF á sigri að halda. Óskar Sverrisson spilaði allan leikinn í liði Häcken sem tapaði 5-1 á útivelli gegn Aberdeen. Valgeir Friðriksson var ónotaður varamaður. Andrew Considine kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik áður en Lewis Ferguson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. Ferguson var svo aftur á ferðinni á 53. mínútu þegar hann kom Aberdeen í 3-0. Alexander Jeremejeff minnkaði muninn fyrir gestina eftir tæplega klukkutíma leik, en Christian Ramirez kom heimamönnum í 4-1 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Connor McLennan gerði svo endanlega út um leikinn á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar hann gulltryggði 5-1 sigur Aberdeen. Það er því ljóst að Häcken á erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir taka á móti Aberdeen í seinni leik liðanna eftir slétta viku. Þá fór einnig fram leikur Gent frá Belgíu og Vålerenga frá Noregi. Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Vålerenga, en hann var utan hóps vegna meiðsla þegar liðið steinlá. Lokatölur 4-0, og því ansi brött brekka framundan fyrir Vålerenga. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Það tók leikmenn Larne ekki langan tíma að brjóta ísinn gegn Jóni Degi og félögum, en David McDaid kom heimamönnum yfir eftir þriggja mínútna leik. Dean Jarvis tvöfaldaði forystu Larne stundarfjórðungi fyrir hálfleik, og staðan því 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Jón Dagur var í byrjunarliði AGF, en hann var tekinn af velli eftir tæplega 50. mínútna leik. Alexander Ammitzboll minnkaði muninn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku eftir viku, og þá þarf AGF á sigri að halda. Óskar Sverrisson spilaði allan leikinn í liði Häcken sem tapaði 5-1 á útivelli gegn Aberdeen. Valgeir Friðriksson var ónotaður varamaður. Andrew Considine kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik áður en Lewis Ferguson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. Ferguson var svo aftur á ferðinni á 53. mínútu þegar hann kom Aberdeen í 3-0. Alexander Jeremejeff minnkaði muninn fyrir gestina eftir tæplega klukkutíma leik, en Christian Ramirez kom heimamönnum í 4-1 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka. Connor McLennan gerði svo endanlega út um leikinn á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar hann gulltryggði 5-1 sigur Aberdeen. Það er því ljóst að Häcken á erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir taka á móti Aberdeen í seinni leik liðanna eftir slétta viku. Þá fór einnig fram leikur Gent frá Belgíu og Vålerenga frá Noregi. Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Vålerenga, en hann var utan hóps vegna meiðsla þegar liðið steinlá. Lokatölur 4-0, og því ansi brött brekka framundan fyrir Vålerenga.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira