Þýska liðið vann 33-25 sigur á Argentínu eftir að hafa verið aðeins einu marki yfir í hálfleik, 14-13. Hornamennirnir Timo Kastening og Marcel Schiller voru markahæstir með sjö mörk hvor. Andreas Wolff var líka flottur í markinu.
An admirable fight from Argentina but Germany take the two points as they record their first victory at #Tokyo2020 #Olympics pic.twitter.com/eaypNvzJBQ
— International Handball Federation (@ihf_info) July 26, 2021
Þjóðverjar töpuðu með einu marki á móti Spánverjum í fyrsta leik sínum á mótinu en Argentína hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.
Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska landsliðsins, var að spila sinn tvö hundraðasta landsleik sinn en hann endaði á leiðinlegan hátt. Gensheimer fékk rautt spjald fyrir að skjóta í höfuð markvarðarins Juan Bar í vítakasti. Gensheimer skoraði ekki mark í leiknum.
Heimsmeistarar Dana hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu eftir fimm marka sigur á Egyptalandi í dag, 32-27.
Egyptar voru reyndar einu marki yfir í hálfleik, 15-14. Mikkel Hansen skoraði níu mörk fyrir Dani í leiknum en sjö komu úr vítum. Mathias Gidsel var með átta mörk.
Erster Olympia-Sieg in Tokio! #ARGGER #wirfuerD #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #Handball @TeamD : @ihf_info pic.twitter.com/mY1dgjtmhf
— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) July 26, 2021