Norsku stelpurnar keyrðu yfir lið Svartfjallalands í seinni hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 08:51 Þórir Hergeirsson sá sínar stelpur eiga frábæran seinni hálfleik á móti Svartfjallalandi. AP/Sergei Grits Norska kvennalandsliðið í handbolta hélt sigurgöngu sinni áfram á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt og eru þær öruggar í átta liða úrslitin þegar tveir leikir eru eftir. Noregur vann 35-23 sigur á Svartfjallalandi og hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á leikunum með samtals 33 mörkum eða ellefu mörkum að meðaltali í leik. Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar voru reyndar ekki alltof sannfærandi framan af leik enda þremur mörkum undir um miðjan fyrri hálfleik. Herlig! https://t.co/lJEYMrb9cw— VG Sporten (@vgsporten) July 29, 2021 Seinni hálfleikur liðsins var aftur á móti frábær en hann unnu þær norsku með tólf marka mun, 22-10. Noregur er í fullt hús í riðlinum eins og Holland sem vann níu marka sigur á Angóla í nótt, 37-28. Suður Kórea vann síðan þriggja marka sigur á Japan, 27-24. Nora Mörk og Henny Reistad voru markahæstar hjá norska liðinu með sjö mörk hvor en þær Stine Bredal Oftedal og Sanna Solberg-isaksen skoruðu báðar sex mörk. Norsku stelpurnar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en Svartfjallaland tók síðan öll völd og komst þremur mörkum yfir í 8-5. Þórir tók þá leikhlé og norska liðið náði að jafna metin í 13-13 fyrir hálfleik. Eftir þennan spennandi fyrri hálfleik þá bjuggust flestir við meiri spennu í þeim síðari en svo varð ekki raunin. Norsku stelpurnar keyrðu yfir lið Svartfjallalands í seinni hálfleiknum. Staðan var reyndar 15-15 í upphafi hálfleiksins en þá komu þrjú norsk mörk í röð. Leikhlé Svartfellinga breyttu litlu og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn orðinn átta mörk, 26-18. Eftirleikurinn var auðveldur. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Noregur vann 35-23 sigur á Svartfjallalandi og hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á leikunum með samtals 33 mörkum eða ellefu mörkum að meðaltali í leik. Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar voru reyndar ekki alltof sannfærandi framan af leik enda þremur mörkum undir um miðjan fyrri hálfleik. Herlig! https://t.co/lJEYMrb9cw— VG Sporten (@vgsporten) July 29, 2021 Seinni hálfleikur liðsins var aftur á móti frábær en hann unnu þær norsku með tólf marka mun, 22-10. Noregur er í fullt hús í riðlinum eins og Holland sem vann níu marka sigur á Angóla í nótt, 37-28. Suður Kórea vann síðan þriggja marka sigur á Japan, 27-24. Nora Mörk og Henny Reistad voru markahæstar hjá norska liðinu með sjö mörk hvor en þær Stine Bredal Oftedal og Sanna Solberg-isaksen skoruðu báðar sex mörk. Norsku stelpurnar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en Svartfjallaland tók síðan öll völd og komst þremur mörkum yfir í 8-5. Þórir tók þá leikhlé og norska liðið náði að jafna metin í 13-13 fyrir hálfleik. Eftir þennan spennandi fyrri hálfleik þá bjuggust flestir við meiri spennu í þeim síðari en svo varð ekki raunin. Norsku stelpurnar keyrðu yfir lið Svartfjallalands í seinni hálfleiknum. Staðan var reyndar 15-15 í upphafi hálfleiksins en þá komu þrjú norsk mörk í röð. Leikhlé Svartfellinga breyttu litlu og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var munurinn orðinn átta mörk, 26-18. Eftirleikurinn var auðveldur.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira