Djokovic á því ekki möguleika á gullslemmunni svokölluðu, að vinna öll fjögur risamótin og Ólympíugull. Aðeins einum tennisspilara hefur tekist það, Steffi Graf 1988.
Djokovic byrjaði af miklum krafti og vann fyrsta settið, 1-6, en Zverev vann annað settið, 6-3. Það var fyrsta settið sem Djokovic tapaði á Ólympíuleikunum.
Zverev, sem er í 5. sæti heimslistans, gerði sér svo lítið fyrir og vann þriðja settið, 1-6, og tryggði sér þar með sæti í úrslitunum.
Þar mætir Zverev Rússanum Karen Khachanov. Í hinni undanúrslitaviðureigninni sigraði Khachanov Spánverjann Pablo Carreno Busta.