Versta bylgjan hafin síðan veiran reið yfir Wuhan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 21:09 Yfirvöld hafa fyrirskipað að allar 9,3 milljónir íbúa í Nanjing skuli skimaðar fyrir Covid-19. Getty/Shao Ying Ný bylgja kórónuveirufaraldursins ríður nú yfir Kína og er hún sögð sú versta síðan fyrsta bylgja faraldursins reið yfir fyrir rúmu ári síðan. Nýjasta bylgjan hófst í borginni Nanjing og hefur breiðst út til fimm héraða auk Peking. Meira en 200 hafa smitast af veirunni frá því að hún greindist á flugvelli Nanjing þann 20. júlí síðastliðinn. Ríkisútvarp Kína segir að um verstu bylgju faraldursins sé að ræða síðan veiran greindist fyrst í Wuhan í nóvember 2019. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Flugvellinum í Nanjing hefur verið lokað og verður ekki flogið aftur um hann fyrr en 11. agúst næstkomandi. Þá hafa yfirvöld gripið til skimunarátaks: allar 9,3 milljónir íbúa Nanjing verða skimaðar fyrir veirunni. Langar raðir hafa myndast fyrir utan skimunarstöðvar en yfirvöld hafa hvatt íbúa til að bera grímur fyrir vitum, halda metra fjarlægð og takmarka tal á meðan á biðinni stendur. Samkvæmt yfirvöldum er það Delta-afbrigði veirunnar sem um er að ræða en afbrigðið er talið smitast mun auðveldar milli fólks og leiða til alvarlegri veikinda hjá fleirum. Yfirvöld segja að veiran hafi dreifst víðar vegna þess að smitaðir hafi verið staddir á mannmörgum flugvelli. Veiran er sögð hafa borist til Ninjang með rússneskum ræstitæknum sem voru um borð í flugvél sem lenti í Ninjang. Að sögn yfirvalda fylgdu þeir ekki ströngum sóttvarnareglum. Bylgjan er þó sögð á byrjunarstigi og enn sé hægt að ná utan um hana. Sjö af þeim tvö hundruð sem hafa greinst smitaðir liggja inni á sjúkrahúsi mikið veikir. Fjöldi smitaðra hefur leitt til þess að einhverjir hafi velt upp þeirri spurningu hvort kínversk bóluefni gegn veirunni virki nokkuð gegn Delta-afbrigðinu. Ekki liggur þó fyrir hvort hinir smituðu séu bólusettir. Fjöldi ríkja í Suðaustur-Asíu, sem keypt hafa kínversk bóluefni, tilkynntu í vikunni að þau hyggist snúa sér til annarra bóluefnaframleiðenda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Meira en 200 hafa smitast af veirunni frá því að hún greindist á flugvelli Nanjing þann 20. júlí síðastliðinn. Ríkisútvarp Kína segir að um verstu bylgju faraldursins sé að ræða síðan veiran greindist fyrst í Wuhan í nóvember 2019. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Flugvellinum í Nanjing hefur verið lokað og verður ekki flogið aftur um hann fyrr en 11. agúst næstkomandi. Þá hafa yfirvöld gripið til skimunarátaks: allar 9,3 milljónir íbúa Nanjing verða skimaðar fyrir veirunni. Langar raðir hafa myndast fyrir utan skimunarstöðvar en yfirvöld hafa hvatt íbúa til að bera grímur fyrir vitum, halda metra fjarlægð og takmarka tal á meðan á biðinni stendur. Samkvæmt yfirvöldum er það Delta-afbrigði veirunnar sem um er að ræða en afbrigðið er talið smitast mun auðveldar milli fólks og leiða til alvarlegri veikinda hjá fleirum. Yfirvöld segja að veiran hafi dreifst víðar vegna þess að smitaðir hafi verið staddir á mannmörgum flugvelli. Veiran er sögð hafa borist til Ninjang með rússneskum ræstitæknum sem voru um borð í flugvél sem lenti í Ninjang. Að sögn yfirvalda fylgdu þeir ekki ströngum sóttvarnareglum. Bylgjan er þó sögð á byrjunarstigi og enn sé hægt að ná utan um hana. Sjö af þeim tvö hundruð sem hafa greinst smitaðir liggja inni á sjúkrahúsi mikið veikir. Fjöldi smitaðra hefur leitt til þess að einhverjir hafi velt upp þeirri spurningu hvort kínversk bóluefni gegn veirunni virki nokkuð gegn Delta-afbrigðinu. Ekki liggur þó fyrir hvort hinir smituðu séu bólusettir. Fjöldi ríkja í Suðaustur-Asíu, sem keypt hafa kínversk bóluefni, tilkynntu í vikunni að þau hyggist snúa sér til annarra bóluefnaframleiðenda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira