„Þangað eru væntanlegir þrjátíu ferðamenn sem greindust smitaðir í gær,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Um áttatíu herbergi eru á hótelinu.
Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að breyta reglugerð sinni um farsóttarhús þannig að húsin verði aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Breytingin tekur þó ekki gildi fyrr en í næstu viku og segir Gylfi Þór að hún muni létta mjög á starfseminni.
Greint var frá því á föstudaginn að smitaðir fái ekki pláss til að taka út einangrun sína. Einhverjir hafa þurft að dvelja í bílum sínum því þeir hafa ekki átt í önnur hús að vernda.
Gylfi segist ekki vita um neinn sýktan í biðstöðu, enda pláss á nýja farsóttarhúsinu.