Að rýna í tölur – vegna fréttar RÚV 2. ágúst Kristjana Ásbjörnsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 08:01 Í dag birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins um ný gögn frá bandarísku sóttvarnastofnuninni CDC þar sem sýnt fram á gagnsemi bólusetninga í baráttunni við Covid þar í landi. Það er mikilvægt að miðla ekki eingöngu neikvæðum fréttum af framvindu faraldursins, og ánægjulegt að Ríkisútvarpið greini frá góðum árangri baráttunnar annars staðar. Hins vegar er ekki vandað nógu vel til verka við vinnslu fréttarinnar, sem er unnin upp úr frétt CNN. Meðferð talna er verulega ábótavant, svo mjög að sannleikurinn skolast til. Strax í fyrstu setningu fréttarinnar segir „Meðal bólusettra Bandaríkjamanna, sem sýkst hafa af kórónuveirunni, hafa 99,999% hvorki þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda né látist úr veirunni.“ [feitletrun höfundar]. Þetta væri ansi merkileg tala ef sönn væri. Hið rétta er að þetta er hlutfall alls bólusetts Bandaríkjafólks, alls óháð því hvort það hefur sýkst eða ekki. Innskotið „sem sýkst hafa af kórónuveirunni“ gjörbreytir merkingu setningarinnar. Í næstu málsgrein segir „Bandaríska sóttvarnastofnunin hafði, þann 26. júlí, skráð hátt í 6.600 alvarleg veikindi af völdum COVID-19-sýkingar þar í landi. Þeirra á meðal voru 6.239 sjúkrahúsinnlagnir og 1.263 andlát.“ Þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem muna að í Bandaríkjunum hafa rúmlega 610 þúsund látist af völdum Covid. Enda kemur á daginn að um er að ræða fjölda alvarlegra veikra sem hafa verið skráð á meðal bólusettra í Bandaríkjunum síðan bólusetningar hófust – 6.600 alls. Þá segir í fréttinni „Með því að rýna í ofangreinda tölfræði og deila fjölda alvarlegra tilfella með fjölda bólusettra í Bandaríkjunum komst sóttvarnastofnun að eftirfarandi: aðeins 0,004% fullbólusettra fengu alvarleg einkenni og þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda. Þá var 0,001% þeirra sem létust af völdum kórónuveirunnar bólusett eða 99,999% óbólusett.“ Fyrri hluta málsgreinarinnar má lesa þannig, eins og satt er, að hingað til hafa aðeins 0,004% fullbólusettra í Bandaríkjunum veikst svo illa af covid að þau hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. En seinni hlutinn, þar sem fullyrt er að 0,001% dauðsfalla hafi verið á meðal bólusettra, er rangur. Til þess að þessi fullyrðing stæðist – 0,001% er 1 af hverjum 100.000 – þá mættu aðeins sex til sjö af þeim 610 þúsund í Bandaríkjunum sem hafa látist af völdum veirunnar til þessa hafa verið fullbólusettir einstaklingar. Hið rétta er að hingað til hefur 0,001% fullbólusettra í BNA látist af völdum Covid, á meðan 99,999% hafa ekki gert það. Góðar tölur, en ansi langt frá því sem haldið er fram í fréttinni. Í umfjöllun CNN, sem vísað er í á RÚV.is, er greint frá því að meira en 90% smita og 95% alvarlegra veikinda og dauðsfalla í öllum fylkjum Bandaríkjanna í dag eru á meðal óbólusettra einstaklinga, og raunar er hlutfallið víðast hvar nær 98%. Þar sem aðeins um helmingur bandarísku þjóðarinnar hefur þegið bólusetningu sýna þessar tölur fram á ótvíræða gagnsemi bóluefnanna. Ef 95% sjúkrahúsinnlagna eru á meðal óbólusettra jafngildir það tuttugufalt hærri tíðni á meðal óbólusettra en bólusettra, en fimmtíufalt hærri tíðni ef það eru 98%. Þegar litið er til þess að bólusetningarhlutfallið er hæst meðal fólks sem er í áhættuhóp vegna aldurs og undirliggjandi sjúkdóma er ávinningurinn enn augljósari. Einstaklingar sem hafa kosið að láta bólusetja sig voru að meðaltali í meiri hættu en þeir sem kusu að sleppa því, en nú er því þveröfugt farið, þrátt fyrir öra útbreiðslu Delta-afbrigðisins í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að halda á lofti góðum fréttum í baráttunni við covid. En í upplýsingaóreiðunni sem fylgir faraldrinum þarf að vanda til verka, ekki síður þegar fréttirnar eru góðar. Höfundur er lektor í faraldsfræði við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Í dag birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins um ný gögn frá bandarísku sóttvarnastofnuninni CDC þar sem sýnt fram á gagnsemi bólusetninga í baráttunni við Covid þar í landi. Það er mikilvægt að miðla ekki eingöngu neikvæðum fréttum af framvindu faraldursins, og ánægjulegt að Ríkisútvarpið greini frá góðum árangri baráttunnar annars staðar. Hins vegar er ekki vandað nógu vel til verka við vinnslu fréttarinnar, sem er unnin upp úr frétt CNN. Meðferð talna er verulega ábótavant, svo mjög að sannleikurinn skolast til. Strax í fyrstu setningu fréttarinnar segir „Meðal bólusettra Bandaríkjamanna, sem sýkst hafa af kórónuveirunni, hafa 99,999% hvorki þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda né látist úr veirunni.“ [feitletrun höfundar]. Þetta væri ansi merkileg tala ef sönn væri. Hið rétta er að þetta er hlutfall alls bólusetts Bandaríkjafólks, alls óháð því hvort það hefur sýkst eða ekki. Innskotið „sem sýkst hafa af kórónuveirunni“ gjörbreytir merkingu setningarinnar. Í næstu málsgrein segir „Bandaríska sóttvarnastofnunin hafði, þann 26. júlí, skráð hátt í 6.600 alvarleg veikindi af völdum COVID-19-sýkingar þar í landi. Þeirra á meðal voru 6.239 sjúkrahúsinnlagnir og 1.263 andlát.“ Þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem muna að í Bandaríkjunum hafa rúmlega 610 þúsund látist af völdum Covid. Enda kemur á daginn að um er að ræða fjölda alvarlegra veikra sem hafa verið skráð á meðal bólusettra í Bandaríkjunum síðan bólusetningar hófust – 6.600 alls. Þá segir í fréttinni „Með því að rýna í ofangreinda tölfræði og deila fjölda alvarlegra tilfella með fjölda bólusettra í Bandaríkjunum komst sóttvarnastofnun að eftirfarandi: aðeins 0,004% fullbólusettra fengu alvarleg einkenni og þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda. Þá var 0,001% þeirra sem létust af völdum kórónuveirunnar bólusett eða 99,999% óbólusett.“ Fyrri hluta málsgreinarinnar má lesa þannig, eins og satt er, að hingað til hafa aðeins 0,004% fullbólusettra í Bandaríkjunum veikst svo illa af covid að þau hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. En seinni hlutinn, þar sem fullyrt er að 0,001% dauðsfalla hafi verið á meðal bólusettra, er rangur. Til þess að þessi fullyrðing stæðist – 0,001% er 1 af hverjum 100.000 – þá mættu aðeins sex til sjö af þeim 610 þúsund í Bandaríkjunum sem hafa látist af völdum veirunnar til þessa hafa verið fullbólusettir einstaklingar. Hið rétta er að hingað til hefur 0,001% fullbólusettra í BNA látist af völdum Covid, á meðan 99,999% hafa ekki gert það. Góðar tölur, en ansi langt frá því sem haldið er fram í fréttinni. Í umfjöllun CNN, sem vísað er í á RÚV.is, er greint frá því að meira en 90% smita og 95% alvarlegra veikinda og dauðsfalla í öllum fylkjum Bandaríkjanna í dag eru á meðal óbólusettra einstaklinga, og raunar er hlutfallið víðast hvar nær 98%. Þar sem aðeins um helmingur bandarísku þjóðarinnar hefur þegið bólusetningu sýna þessar tölur fram á ótvíræða gagnsemi bóluefnanna. Ef 95% sjúkrahúsinnlagna eru á meðal óbólusettra jafngildir það tuttugufalt hærri tíðni á meðal óbólusettra en bólusettra, en fimmtíufalt hærri tíðni ef það eru 98%. Þegar litið er til þess að bólusetningarhlutfallið er hæst meðal fólks sem er í áhættuhóp vegna aldurs og undirliggjandi sjúkdóma er ávinningurinn enn augljósari. Einstaklingar sem hafa kosið að láta bólusetja sig voru að meðaltali í meiri hættu en þeir sem kusu að sleppa því, en nú er því þveröfugt farið, þrátt fyrir öra útbreiðslu Delta-afbrigðisins í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að halda á lofti góðum fréttum í baráttunni við covid. En í upplýsingaóreiðunni sem fylgir faraldrinum þarf að vanda til verka, ekki síður þegar fréttirnar eru góðar. Höfundur er lektor í faraldsfræði við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun