Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 09:01 Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta Rússland um útskýringar á meðferð Ólympíuliðs landsins á Krystsinu Tsimanouskayu. Getty/EPA Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya leitaði á laugardag skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó eftir að þjálfarar hennar höfðu reynt að senda hana nauðuga heim til Hvíta-Rússlands frá Tókýó, þar sem hún átti að keppa í spretthlaupi á mánudag. Fréttastofa Reuters greinir frá. Pólland hefur veitt Tsimanouskayu dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hefur hún sótt um pólitískt hæli í landinu. Áætlað er að Tsimanouskaya fljúgi frá Tókýó til Varsjár á morgun, miðvikudag. Eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdavenich, flúði Hvíta-Rússlands í gær og er kominn yfir til Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði í gær stjórn Alexanders Lúkasjenkó forseta í Hvíta-Rússlandi um óþolandi kúgun, sem væri farin að smitast út fyrir landsteinana. Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag, að hennar sögn vegna þess að hún hafði gagnrýnt þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Gagnrýnin snerist að því að þjálfararnir höfðu skráð hana til leiks í 400 metra boðhlaupi vegna þess að liðsmenn hennar, sem áttu að keppa í greininni, voru ekki með keppnisleyfi því tilskilin lyfjapróf vantaði. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur haldið öðru fram og tilkynntu þjálfarar Tsimanouskayu að hún hafi verið tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hvíta-Rússland Pólland Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya leitaði á laugardag skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó eftir að þjálfarar hennar höfðu reynt að senda hana nauðuga heim til Hvíta-Rússlands frá Tókýó, þar sem hún átti að keppa í spretthlaupi á mánudag. Fréttastofa Reuters greinir frá. Pólland hefur veitt Tsimanouskayu dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hefur hún sótt um pólitískt hæli í landinu. Áætlað er að Tsimanouskaya fljúgi frá Tókýó til Varsjár á morgun, miðvikudag. Eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdavenich, flúði Hvíta-Rússlands í gær og er kominn yfir til Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði í gær stjórn Alexanders Lúkasjenkó forseta í Hvíta-Rússlandi um óþolandi kúgun, sem væri farin að smitast út fyrir landsteinana. Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag, að hennar sögn vegna þess að hún hafði gagnrýnt þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Gagnrýnin snerist að því að þjálfararnir höfðu skráð hana til leiks í 400 metra boðhlaupi vegna þess að liðsmenn hennar, sem áttu að keppa í greininni, voru ekki með keppnisleyfi því tilskilin lyfjapróf vantaði. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur haldið öðru fram og tilkynntu þjálfarar Tsimanouskayu að hún hafi verið tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hvíta-Rússland Pólland Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02