Ítölsk stjórnvöld settu á blátt bann við hvers kyns auglýsingum frá veðmálafyrirtækjum í janúar 2019, en þá máttu styrktarsamningar sem þá voru í gildi renna sitt skeið.
FIGC hefur nú beðið stjórnvöld um að losa um bannið tímabundið, og leyfa slíkar auglýsingar í fótbolta, til að ýta undir frekari veltu hjá fótboltaliðum sem eru mörg illa stödd eftir fjárhagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins.
Sambandið lagði til að banninu yrði aflétt í að minnsta kosti tvö ár, fram til sumars 2023, svo fótboltinn gæti jafnað sig á fjárhagslega áfallinu.
Á meðal þess sem sambandið leggur til er að búa til sérstakan sjóð, sem í myndi renna 1% allra veðmálafjárhæða á Ítalíu, sem sambandið myndi svo úthluta til að fjármagna fótboltatengt verkefni víðsvegar um landið.