Íþróttamenn í nútíma fimmtarþraut keppa í skylmingum, sundi, skotfimi, hlaupum og hindrunarhlaupi á hestbaki.
Keppendur í nútíma fimmtarþraut fá einungis tuttugu mínútur til að mynda tengsl með ókunnugum hestum fyrir hindrunarhlaupið. Í gær var Schleu að keppa í stökki og náði hún ekki stjórn á Saint Boy. Þegar hún kom á brautina á baki hestsins var hún grátandi og gat hún ekki farið brautina.
Samkvæmt BBC heyrðist Raisner í sjónvarpsútsendingu kalla á Schleu að hún ætti að berja hestinn fastar.
Í frétt Guardian segir að þá hafi vaknað spurningar um það hvernig Schleu og Raisner hefðu komið fram við hestinn.
Rannsókn hófst og var meðal annars skoðað myndefni en samkvæmt tilkynningu frá nefnd sem stýrir fimmtarþraut á heimsvísu sýni það Raisner slá Saint Boy. Hegðun hennar þykir brot á reglum fimmtarþrautar og var henni gert að yfirgefa ólympíuleikvanginn.
Fyrir hindrunarhlaupið var Schleu í forystu í fimmtarþrautinni.