Betur sjá augu en auga Sigurður Páll Jónsson skrifar 11. ágúst 2021 16:01 Íslendingar eru leiðandi á sviði sjálfbærrar nýtingar á sjávarauðlindinni að flestra mati. Með tímanum höfum við lært að umgangast og nýta fiskistofna með það að markmiði að fiskveiðar séu sjálfbærar. Hafrannsóknarstofnun Íslands rannsakar og mælir stærð fiskistofna og í framhaldi leggur til veiðiráðgjöf. Undanfarin ár höfum við farið að langmestu leyti að tillögum Hafró sem er vissulega breyting frá þeim tíma þar sem reglan var að ráðherra bætti við. Það er óumdeilt að Hafrannsóknarstofnun Íslands er ramminn utan um þær rannsóknir sem grundvalla tillögur að stofnstærð fiskistofna. Sitt sýnist hverjum um ráðgjöfina, ekki síst þegar samdráttur er í aflamarki. Á næsta fiskveiðiári er samdráttur í aflaheimildum þorsks 13%. Eðlilega bregst útgerð og fiskvinnsla við og gagnrýnisraddir eru töluverðar. Skoðun margra sem hafa stundað fiskveiðar árum og áratugum saman er að þorskur sé um allan sjó nú um mundir og hafi verið að aukast undanfarin ár. Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins. Ekki er að efast um færni og hæfni þeirra sem þar starfa og eflaust er þar notast við viðurkenndar aðferðir enda stofnunin virt sem slík erlendis. Á sama tíma er viðurkennt að aðferðafræðin er ekki óskeikul frekar en vísindin. Miklar deilur spretta oft upp um ráðgjöf Hafró og þá ekki síst aðferðafræðina sem lögð er til grundvallar tillögum að aflamarki. Við háskólann á Akureyri er rekin öflug auðlindadeild þar sem meðal annars er kennd sjávarútvegsfræði, líftækni, stjórnun sjávarauðlinda og fleira. Gæti verið skynsamlegt að koma á fót hafrannsóknardeild við HA sem hefði meðal annars það hlutverk að yfirfara tillögur Hafró. Deildinn við háskólann á Akureyri gæti stundað sjálfstæðar rannsóknir eins og efni og ástæður gefa tilefni til, megin hlutverkið væri að sannreyna niðurstöður Hafró. Koma með aðra sýn, tillögur, yfirfara útreikninga, aðferðir o.s. frv. Markmiðin geta verið nokkur, t.d: 1. Auka trú á aðferðir og niðurstöður Hafró. 2. Minnka óþarfa deilur um aðferðir og ráðgjöf. 3. Efla Háskólann á Akureyri. 4. Fjölga þeim sem stunda rannsóknir og vísindi hafsins. Markmið er ekki að grafa undan Hafrannsóknarstofnun en það gæti verið það fyrsta sem væri hrópað upp ! Það væri allavega gott fyrir Hafró að hafa bakstuðning frá svona deild, jafnvel þótt að stundum kæmi þaðan gagnrýni eða tillögur um eitthvað annað en Hafró leggur til. Á endanum verður til enn sterkari Hafrannsóknarstofnun með enn betri gögn, aðferðir og ráðgjöf. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Sigurður Páll Jónsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Íslendingar eru leiðandi á sviði sjálfbærrar nýtingar á sjávarauðlindinni að flestra mati. Með tímanum höfum við lært að umgangast og nýta fiskistofna með það að markmiði að fiskveiðar séu sjálfbærar. Hafrannsóknarstofnun Íslands rannsakar og mælir stærð fiskistofna og í framhaldi leggur til veiðiráðgjöf. Undanfarin ár höfum við farið að langmestu leyti að tillögum Hafró sem er vissulega breyting frá þeim tíma þar sem reglan var að ráðherra bætti við. Það er óumdeilt að Hafrannsóknarstofnun Íslands er ramminn utan um þær rannsóknir sem grundvalla tillögur að stofnstærð fiskistofna. Sitt sýnist hverjum um ráðgjöfina, ekki síst þegar samdráttur er í aflamarki. Á næsta fiskveiðiári er samdráttur í aflaheimildum þorsks 13%. Eðlilega bregst útgerð og fiskvinnsla við og gagnrýnisraddir eru töluverðar. Skoðun margra sem hafa stundað fiskveiðar árum og áratugum saman er að þorskur sé um allan sjó nú um mundir og hafi verið að aukast undanfarin ár. Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins. Ekki er að efast um færni og hæfni þeirra sem þar starfa og eflaust er þar notast við viðurkenndar aðferðir enda stofnunin virt sem slík erlendis. Á sama tíma er viðurkennt að aðferðafræðin er ekki óskeikul frekar en vísindin. Miklar deilur spretta oft upp um ráðgjöf Hafró og þá ekki síst aðferðafræðina sem lögð er til grundvallar tillögum að aflamarki. Við háskólann á Akureyri er rekin öflug auðlindadeild þar sem meðal annars er kennd sjávarútvegsfræði, líftækni, stjórnun sjávarauðlinda og fleira. Gæti verið skynsamlegt að koma á fót hafrannsóknardeild við HA sem hefði meðal annars það hlutverk að yfirfara tillögur Hafró. Deildinn við háskólann á Akureyri gæti stundað sjálfstæðar rannsóknir eins og efni og ástæður gefa tilefni til, megin hlutverkið væri að sannreyna niðurstöður Hafró. Koma með aðra sýn, tillögur, yfirfara útreikninga, aðferðir o.s. frv. Markmiðin geta verið nokkur, t.d: 1. Auka trú á aðferðir og niðurstöður Hafró. 2. Minnka óþarfa deilur um aðferðir og ráðgjöf. 3. Efla Háskólann á Akureyri. 4. Fjölga þeim sem stunda rannsóknir og vísindi hafsins. Markmið er ekki að grafa undan Hafrannsóknarstofnun en það gæti verið það fyrsta sem væri hrópað upp ! Það væri allavega gott fyrir Hafró að hafa bakstuðning frá svona deild, jafnvel þótt að stundum kæmi þaðan gagnrýni eða tillögur um eitthvað annað en Hafró leggur til. Á endanum verður til enn sterkari Hafrannsóknarstofnun með enn betri gögn, aðferðir og ráðgjöf. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun