Að ræna komandi kynslóðir Guðbrandur Einarsson skrifar 11. ágúst 2021 09:31 Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum. Með þessu er ekki verið að auka tekjur ríkisins heldur flytja þær framar í tíma. Staðgreiðsla greidd í dag verður ekki aftur greidd síðar. Þessi hugmynd er m.a. á stefnuskrá Flokks fólksins og var hún áréttuð af formanni flokksins í viðtalsþætti Harmageddon þann 29. júní síðastliðinn. Með þessari skattlagningu hyggst formaðurinn ná 70 milljörðum í ríkiskassann sem hún vill meðal annars nýta til þess að útrýma fátækt. Það er góðra gjalda vert að vilja útrýma fátækt en er þetta aðferðin til þess? Staðgreiðsla skatta Staðgreiðsla skatta varð að veruleika árið 1988 eftir hið sérstaka skattlausa ár 1987. Fram að þeim tíma höfðu skattar verið innheimtir eftirá með tilheyrandi erfiðleikum fyrir allan almenning sem átti erfitt með að láta áætlanir standast vegna hugsanlegs bakreiknings frá skattinum. Við greiðum því skatt af launum okkar um leið og við fáum þau. Það sama á við um laun sem greitt eru úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun ríkisins. Skattar eru greiddir um leið og laun eru greidd. Minnkar lífeyrisrétt Ef það er rétt, sem formaðurinn segir, að um sé að ræða 70 milljarða sem hún vill fá að eyða núna þá er hún í raun að segja að hún sé tilbúin til að skerða rétt þeirra sem eiga fé í lífeyrisjóðunum. Það gefur augaleið að ef 70 milljarðar verða teknir af lífeyrissjóðunum þá verða þeir fjármunir ekki ávaxtaðir af sjóðunum til hagsbóta fyrir þá sem lífeyrissjóðina eiga. Það munar um minna. Velferðarkerfi framtíðarinnar Spár um íbúaþróun eru allar á þann veg að eldra fólki fjölgar en yngra vinnandi fólki fækkar. Það verða því færri sem munu greiða skatta af launatekjum sem standa eiga undir velferðarkerfi framtíðarinnar. Að ætla sér að svipta framtíðarkynslóðir þeim skatttekjum sem svo sannarlega tilheyra þeim er í besta falli mjög vanhugsað. Í versta falli er hér um að ræða tillögu sem gengur út á að ræna börnin okkar réttmætum tekjum sínum til að standa undir samneyslunni. Eigum við ekki að leita leiða til þess að fjármagna nútímann með öðrum hætti en að ræna komandi kynslóðir? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Skattar og tollar Lífeyrissjóðir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum. Með þessu er ekki verið að auka tekjur ríkisins heldur flytja þær framar í tíma. Staðgreiðsla greidd í dag verður ekki aftur greidd síðar. Þessi hugmynd er m.a. á stefnuskrá Flokks fólksins og var hún áréttuð af formanni flokksins í viðtalsþætti Harmageddon þann 29. júní síðastliðinn. Með þessari skattlagningu hyggst formaðurinn ná 70 milljörðum í ríkiskassann sem hún vill meðal annars nýta til þess að útrýma fátækt. Það er góðra gjalda vert að vilja útrýma fátækt en er þetta aðferðin til þess? Staðgreiðsla skatta Staðgreiðsla skatta varð að veruleika árið 1988 eftir hið sérstaka skattlausa ár 1987. Fram að þeim tíma höfðu skattar verið innheimtir eftirá með tilheyrandi erfiðleikum fyrir allan almenning sem átti erfitt með að láta áætlanir standast vegna hugsanlegs bakreiknings frá skattinum. Við greiðum því skatt af launum okkar um leið og við fáum þau. Það sama á við um laun sem greitt eru úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun ríkisins. Skattar eru greiddir um leið og laun eru greidd. Minnkar lífeyrisrétt Ef það er rétt, sem formaðurinn segir, að um sé að ræða 70 milljarða sem hún vill fá að eyða núna þá er hún í raun að segja að hún sé tilbúin til að skerða rétt þeirra sem eiga fé í lífeyrisjóðunum. Það gefur augaleið að ef 70 milljarðar verða teknir af lífeyrissjóðunum þá verða þeir fjármunir ekki ávaxtaðir af sjóðunum til hagsbóta fyrir þá sem lífeyrissjóðina eiga. Það munar um minna. Velferðarkerfi framtíðarinnar Spár um íbúaþróun eru allar á þann veg að eldra fólki fjölgar en yngra vinnandi fólki fækkar. Það verða því færri sem munu greiða skatta af launatekjum sem standa eiga undir velferðarkerfi framtíðarinnar. Að ætla sér að svipta framtíðarkynslóðir þeim skatttekjum sem svo sannarlega tilheyra þeim er í besta falli mjög vanhugsað. Í versta falli er hér um að ræða tillögu sem gengur út á að ræna börnin okkar réttmætum tekjum sínum til að standa undir samneyslunni. Eigum við ekki að leita leiða til þess að fjármagna nútímann með öðrum hætti en að ræna komandi kynslóðir? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun