Umdeilt fjölmiðlafrumvarp samþykkt og stjórnin missir meirihlutann Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2021 08:03 Mótmælt var fyrir utan þinghúsið í Varsjá og víðar á þriðjudagskvöld. EPA Neðri deild pólska þingsins samþykkti í gær umdeilt fjölmiðlafrumvarp sem stjórnarandstæðingar segja miða að því að múlbinda sjónvarpsstöð sem hefur verið gagnrýnin á störf stjórnar landsins. Ríkisstjórn Póllands segir nýju lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar, sem hafi illt eitt í huga, komist yfir fjölmiðla landsins. Gagnrýnendur pólsku stjórnarinnar segja lögin hins vegar tilraun til að þrýsta á bandaríska Discovery að selja TVN, stærstu sjónvarpsstöð landsins. BBC segir frá því að nýju fjölmiðlalögin gætu haft neikvæð áhrif á milliríkjasamskipti Póllands og Bandaríkjanna og auka enn frekar á áhyggjur Evrópusambandsins af fjölmiðlafrelsi í landinu. Þúsundir mótmæltu Þúsundir manna flykktust út á götur Póllands á þriðjudaginn til að mótmæla fyrirhuguðum lögum, meðal annars fyrir utan þinghúsið í Varsjá, en einnig í borgunum Krakow, Wroclaw, Poznan, Lublin og Szczecin. Leiðtogar pólsku stjórnarinnar hafa talað fyrir því að nýjum reglunum sé ætlað að koma í veg fyrir að aðilar utan evrópska efnahagssvæðisins eignist ráðandi hlut i pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Sé þetta ætlað að koma í veg fyrir að rússneskir og kínverskir aðilar eignist ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækjum. Missir meirihlutann Nýju fjölmiðlalögin hafa einnig haft mikil áhrif á stjórnarsamstarfið í landinu, sér í lagi eftir að forsætisráðherra landsins rak aðstoðarforsætisráðherrann á þriðjudag. Jaroslaw Gowin, formaður Samkomulags, eins af smærri stjórnarflokkunum, var látinn fara sem aðstoðarforsætisráðherra eftir að hafa talað gegn frumvarpinu. Flokkur Gowin sagði í kjölfarið skilið við ríkisstjórn landsins sem hefur leitt til þess að ríkisstjórn Mateusz Morawiecki er nú minnihlutastjórn. Frumvarpið kemur nú til kasta efri deildar þingsins, sem gæti vel gert breytingar á frumvarpinu, en stjórnarandstæðingar eru í meirihluta í efri deildinni. Neðri deild þingsins hefur þó vald til að hafna breytingartillögum efri deildarinnar í Póllandi. Pólland Fjölmiðlar Evrópusambandið Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Ríkisstjórn Póllands segir nýju lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar, sem hafi illt eitt í huga, komist yfir fjölmiðla landsins. Gagnrýnendur pólsku stjórnarinnar segja lögin hins vegar tilraun til að þrýsta á bandaríska Discovery að selja TVN, stærstu sjónvarpsstöð landsins. BBC segir frá því að nýju fjölmiðlalögin gætu haft neikvæð áhrif á milliríkjasamskipti Póllands og Bandaríkjanna og auka enn frekar á áhyggjur Evrópusambandsins af fjölmiðlafrelsi í landinu. Þúsundir mótmæltu Þúsundir manna flykktust út á götur Póllands á þriðjudaginn til að mótmæla fyrirhuguðum lögum, meðal annars fyrir utan þinghúsið í Varsjá, en einnig í borgunum Krakow, Wroclaw, Poznan, Lublin og Szczecin. Leiðtogar pólsku stjórnarinnar hafa talað fyrir því að nýjum reglunum sé ætlað að koma í veg fyrir að aðilar utan evrópska efnahagssvæðisins eignist ráðandi hlut i pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Sé þetta ætlað að koma í veg fyrir að rússneskir og kínverskir aðilar eignist ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækjum. Missir meirihlutann Nýju fjölmiðlalögin hafa einnig haft mikil áhrif á stjórnarsamstarfið í landinu, sér í lagi eftir að forsætisráðherra landsins rak aðstoðarforsætisráðherrann á þriðjudag. Jaroslaw Gowin, formaður Samkomulags, eins af smærri stjórnarflokkunum, var látinn fara sem aðstoðarforsætisráðherra eftir að hafa talað gegn frumvarpinu. Flokkur Gowin sagði í kjölfarið skilið við ríkisstjórn landsins sem hefur leitt til þess að ríkisstjórn Mateusz Morawiecki er nú minnihlutastjórn. Frumvarpið kemur nú til kasta efri deildar þingsins, sem gæti vel gert breytingar á frumvarpinu, en stjórnarandstæðingar eru í meirihluta í efri deildinni. Neðri deild þingsins hefur þó vald til að hafna breytingartillögum efri deildarinnar í Póllandi.
Pólland Fjölmiðlar Evrópusambandið Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira