Aðeins þrjátíu og níu þeirra hundrað og þrjátíu sem greindust með kórónuveiruna í gær voru í sóttkví. Nú liggja þrjátíu og tveir á spítala veikir af covid-19 þar af átta á gjörgæslu.
Sóttvarnalæknir er ekki hrifinn af því að taka upp notkun á sjálfsprófum fyrir kórónuveirunni hér á landi. Segir prófin ekki henta hér og þau geti skapað vanda.
Það hyllir undir að Britney Spears fái forræði yfir eigin fjármálum á ný. Faðir hennar ákvað loks í gær að láta forræði sitt yfir henni af hendi.
Þá hefur hlutfall hvítra Bandaríkjamann af íbúum landsinis lækkað töluvert á undaförnum tíu árum samkvæmt nýju manntali. Fólk af latneskum og asískum uppruna sækir í sig veðrið.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem einnig eru sendar út beint á Vísi.