Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2021 14:01 Kristján Oddsson er hættur hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Vísir/Friðrik Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir að Kristján hafi sagt sig frá verkefninu og hann muni einbeita sér að starfinu við Heilsugæsluna Hamraborg, auk þess sem honum er þakkað fyrir sitt framlag til verkefnisins. Ágúst Ingi Ágústsson kvensjúkdómalæknir hefur verið ráðinn yfirlæknir og nýr forstöðumaður Samhæfingarstöðvarinnar til hálfs árs. Hann var áður yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. „Brýnasta verkefni næstu mánaða er að ljúka gerð nýs tölvukerfis sem heldur utan um skimanirnar, samkvæmt þeim leiðbeiningum sem í gildi eru, og kemur niðurstöðum með sjálfvirkum hætti í www.heilsuvera.is. Embætti landlæknis leiðir þá vinnu sem lýkur vonandi á haustmánuðum og mun flýta verulega fyrir skráningu og meðferð sýna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að Heilsugæslan, Landspítalinn og Heilbrigðisráðuneytið undirbúi nú hvernig best verði að því staðið að öll sýni verði rannsökuð á spítalanum og hvenær það getur orðið, að uppfylltum skilyrðum embættis Landlæknis. Óhætt er að segja að málefni skimana fyrir leghálskrabbameini hafi verið nokkuð umdeild frá því um áramótin, þegar skimanirnar voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrr í sumar var greint frá því að yfir tuttugu konur hefðu kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana hér á landi, þar sem bið eftir niðurstöðu var þrír mánuðir. Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir að Kristján hafi sagt sig frá verkefninu og hann muni einbeita sér að starfinu við Heilsugæsluna Hamraborg, auk þess sem honum er þakkað fyrir sitt framlag til verkefnisins. Ágúst Ingi Ágústsson kvensjúkdómalæknir hefur verið ráðinn yfirlæknir og nýr forstöðumaður Samhæfingarstöðvarinnar til hálfs árs. Hann var áður yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. „Brýnasta verkefni næstu mánaða er að ljúka gerð nýs tölvukerfis sem heldur utan um skimanirnar, samkvæmt þeim leiðbeiningum sem í gildi eru, og kemur niðurstöðum með sjálfvirkum hætti í www.heilsuvera.is. Embætti landlæknis leiðir þá vinnu sem lýkur vonandi á haustmánuðum og mun flýta verulega fyrir skráningu og meðferð sýna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að Heilsugæslan, Landspítalinn og Heilbrigðisráðuneytið undirbúi nú hvernig best verði að því staðið að öll sýni verði rannsökuð á spítalanum og hvenær það getur orðið, að uppfylltum skilyrðum embættis Landlæknis. Óhætt er að segja að málefni skimana fyrir leghálskrabbameini hafi verið nokkuð umdeild frá því um áramótin, þegar skimanirnar voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrr í sumar var greint frá því að yfir tuttugu konur hefðu kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana hér á landi, þar sem bið eftir niðurstöðu var þrír mánuðir.
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40
Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32