Ekki sé hægt að segja Afgönum að sjá um sig sjálfir Árni Sæberg og Birgir Olgeirsson skrifa 14. ágúst 2021 19:27 Árni Arnþórsson á fundi með dómsmálaráðherra Afganistan. Aðsend Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor American University of Afghanistan, segir gífurlega erfitt að geta ekkert gert fyrir samstarfsfólk sitt sem grátbiður hann um að bjarga sér því það veit að líf þess gæti endað á næstu dögum vegna uppgangs Talíbana í Afganistan. Umheimurinn geti ekki lokað augunum fyrir því sem er að henda í landinu. Hann segir að Talíbanar séu ofstækisfólk, þeir túlki Kóraninn á þann veg að karlmenn eigi að fara með öll völd og að konur eigi ekki að hafa nein réttindi. Hann segir að Talíbanar telji að aðrir en múslimar séu réttdræpir og að það réttarfar sem þeir vilja sé mjög harkalegt. Til dæmis telji þeir að þeir sem gerist sekir um guðlast skuli drepnir. Þá segir Árni að undir stjórn Talíbana myndu konur, sem er nauðgað af karlmönnum, vera drepnar enda telja Talíbanar að nauðgun sé konunni að kenna. Undantekning ef konur mega mennta sig Árni segir að undir stjórn Talíbana megi afganskar konur ekki ganga menntaveginn nema upp í sjötta bekk grunnskóla. Þó séu gerðar undantekningar og örfáum konum leyft að mennta sig til að verða kennarar eða læknar að öðru leiti fái þær ekki að mennta sig. Hann segir líklegt að konur sem starfa í American University of Afghanistan verði drepnar ef Talíbanar ná völdum í Afganistan. Árni segir ekki ólíklegt að fjölskyldur þeirra yrðu einnig drepnar. Fer ekki aftur til Afganistan Árni hefur starfað í Kabúl í þrjú ár en hann segist ekki munu fara aftur til Afganistan eins og staðan er núna. Hann segir að sex erlendir starfsmenn American University of Afghanistan séu enn í Kabúl en að unnið sé að því að koma þeim úr landi. Skólasvæðið sé almennt mjög vel varið en ekki sé talið að unnt sé að tryggja öryggi útlendinga. Skólinn sé eina verkefni Bandaríkjamanna sem hefur gengið upp Árni segir að American University of Afghanistan sé eina verkefni Bandaríkjamanna í Afganistan sem hefur gengið. Hann segir öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum hafa játað að svo væri. Skólinn hefur menntað þúsundir Afgana en Árni segir að það sé ekki nóg og að nauðsynlegt sé að styðja Afgana betur í baráttunni við Talíbana. Afganistan Tengdar fréttir Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03 Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. 13. ágúst 2021 18:36 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Hann segir að Talíbanar séu ofstækisfólk, þeir túlki Kóraninn á þann veg að karlmenn eigi að fara með öll völd og að konur eigi ekki að hafa nein réttindi. Hann segir að Talíbanar telji að aðrir en múslimar séu réttdræpir og að það réttarfar sem þeir vilja sé mjög harkalegt. Til dæmis telji þeir að þeir sem gerist sekir um guðlast skuli drepnir. Þá segir Árni að undir stjórn Talíbana myndu konur, sem er nauðgað af karlmönnum, vera drepnar enda telja Talíbanar að nauðgun sé konunni að kenna. Undantekning ef konur mega mennta sig Árni segir að undir stjórn Talíbana megi afganskar konur ekki ganga menntaveginn nema upp í sjötta bekk grunnskóla. Þó séu gerðar undantekningar og örfáum konum leyft að mennta sig til að verða kennarar eða læknar að öðru leiti fái þær ekki að mennta sig. Hann segir líklegt að konur sem starfa í American University of Afghanistan verði drepnar ef Talíbanar ná völdum í Afganistan. Árni segir ekki ólíklegt að fjölskyldur þeirra yrðu einnig drepnar. Fer ekki aftur til Afganistan Árni hefur starfað í Kabúl í þrjú ár en hann segist ekki munu fara aftur til Afganistan eins og staðan er núna. Hann segir að sex erlendir starfsmenn American University of Afghanistan séu enn í Kabúl en að unnið sé að því að koma þeim úr landi. Skólasvæðið sé almennt mjög vel varið en ekki sé talið að unnt sé að tryggja öryggi útlendinga. Skólinn sé eina verkefni Bandaríkjamanna sem hefur gengið upp Árni segir að American University of Afghanistan sé eina verkefni Bandaríkjamanna í Afganistan sem hefur gengið. Hann segir öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum hafa játað að svo væri. Skólinn hefur menntað þúsundir Afgana en Árni segir að það sé ekki nóg og að nauðsynlegt sé að styðja Afgana betur í baráttunni við Talíbana.
Afganistan Tengdar fréttir Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03 Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. 13. ágúst 2021 18:36 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Nálgast Kabúl óðfluga Alþjóðasamfélagið er uggandi vegna stórsóknar Talíbana í Afganistan. Þeir hafa umkringt höfuðborgina en þjóðir heimsins reyna hvað þær geta að koma fólki í burtu. 14. ágúst 2021 14:03
Yfirráð Talíbana verði aldrei viðurkennd Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framsókn Talíbana í Afganistan grafalvarlegt mál sem alþjóðasamfélagið verði að bregðast við. Neyðarstjórn Nató fundaði um stöðuna í dag en yfirráð Talíbana verða aldrei viðurkennd af bandalaginu. 13. ágúst 2021 18:36