Á myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá mikinn fjölda fólks sem hefur streymt úr flugstöðinni og út á flugvöllinn í tilraun til að komast um borð í flug.
Mikill fjöldi hefur reynt að flýja land eftir að liðsmenn Talibana náðu höfuðborginni Kabúl á sitt vald í gær. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, flúði land í gær, að sögn til að koma í veg fyrir blóðbað.
The sheer helplessness at Kabul airport. It s heartbreaking! #KabulHasFallen pic.twitter.com/brA3WRdPp8
— Ahmer Khan (@ahmermkhan) August 16, 2021
Bandarískir hermenn hafa skotið viðvörunarskotum þar sem þeir reyna að hafa stjórn á þeim mikla fjölda sem er þar saman kominn.
Reuters segir frá því að fimm hið minnsta séu látnir eftir að nokkur hundruð manna reyndu að brjóta sér leið í flugvélar sem lagðar eru á vellinum. Ekki sé ljóst hvort fólkið hafi látist af völdum skotsára eða af öðrum orsökum.